Nýjar kvöldvökur - 01.02.1908, Blaðsíða 19

Nýjar kvöldvökur - 01.02.1908, Blaðsíða 19
Á FERÐ OG FLUGI. 43 «Meðan við erum hér á skipinu, verður þessu ekki kiþt í Iag. Óvinur yðar hefir enn þá yfirtökin. Hins vegar hefi eg gert yður að þjóni mínum, svo líklega ónáða þeir yður ekki það sem eftir er Ieiðarinnar. Hér á skip- inu hefi eg að vísu engin völd, en mundu eftir, að jafnskjótt og eg stíg fæti á land í Ameríku, hefi eg niikil völd. Og þá kann eg |að geta greitt fyrir yður að gagni, og yður er óhætt að reiða yður á aðstoð mína.» «Eg er yður mjög þakklátur,« svaraði Bovre- uil. _ «Eneftir áaðhyggja,« hélt Don José áfram, »það var einhver óhræsis millireikningur óklár- aður milli okkar í París. Eins og þér eflaust •nunið, var egeftir hinum hlægileguog heimsku- legu frakknesku Iögum dæmdur til þess að vera nokkra mánUði í —í —í— ja, í stuttu máli mjög stóru húsi, þar sem franska ríkið lætur skamta fólki ódýran kost. En þessi vera mín Þar losaði mig eigi við skuld mína við yður. Eg man að þér eigið eitthvert lítilræði hjá mér.» «Getur verið, en við skulum ekki vera að tala um það núna» sagði Borveuil ráðaleysis- legur; «eg man ekki hvernig það var.» «Vel munduð þér þó eftir þessu í París, kunningi« sagði Don José, «þar létuð þér fjár- uámsmennina elta mig á röndum, og það var emmitt vegna þess, að eg varð að fara burt úr Þessari ógestrisnu borg ykkar.« ^ovreuil gaf Ameríkumanninum hornauga mJ°g vandræðalega, en hann hélt áfram mjög rólegur. 'Sýnist yður ekki fara bezt á því, að þér strikið út þetta óhræsi úr skuldaregistri yðar.« Bovreuil klóraði sér vandræðalega á bak v‘ð eyrað og sagði: »Mikil ósköp, þér getið reitt yður á að eg með ánægju hefði afhent yður kröfubréfið, en °ú liggur það heima í Parísarborg. *Við 'reynum að afgera þetta án þess,» sagði Don José kuldalega. »Pér skrifið bara y 'rlýsing um, að eg hafi skilvíslega greitt yður a,,a skuld mína, og sé skuldlaus við yður,» «Eg Iæt yður fá hana þegar við komum í land.» «En ^þá verður Ieikurinn yður langtum dýrari.« »Hvernig þá?« «Vitanlega vlljið þér verða algjörlega lans við óvin yðar, eða er ekki svo?aOg yður verð- ur ekki hjálpað til þess kostnaðarlaust.® »Fyrir hvað á eg að borga þá peninga?» »Gerið yður nú ekki heimskari en þér er- uð; haldið þér að þér fáið nokkurnhér í Ame- ríku til þess, að gera út af við þennan herra Lavarede með nokkrum skammbyssuskotum, nema fyrir peninga?» Bovreuil fölnaði upp, og kvaðst alls ekki fara fram á það, að Lavarede væri myrtur.« «Ha! ha! öll hálfvelgja mun verða yður til ásteytingar. Af dauðum manni stafar engin hætta. Og þér misreiknið yður hraparlega, ef þér látið þennan Lavarede halda lífi.» Don José sýndi með þessu innra mann sinn, og gamli Bovreuil fékk viðbjóð á hinni villi- dýrslegu manndrápstilhneigingu hans. Pótt nirf- ill þessi engan veginn hefði viðkvæma samvizku, og hann einatt hefði með ósvífnustu fjárdrátt- arbrögðum, og síðan fjárnámi og gauragangi, neytt vandaða menn til þess aðfyrirfara sér, skaut það honum þó skelk í bringu, að hugsa til þess, að gengið væri að þeim með hníf eða skammbyssu, til þess að myrða þá umsvifalaust. »Lorraine» nálgaðist nú óðum miðjarðar- baug. Þegarhinstærri farþegaskip fara yfir miðjarðar- línuna, eða línuna, sem sjómenn nefna svo, er ávalt hátíðahald og eitthvert glens á ferðum meðal skipverja. Petta var Lavarede og ensku feðginunum vel kunnugt um, og þau voru líka að verða vör við, að eitthvað stóð til með- al hásetanna og þóttust þá vita að nú væri ver- ið að undirbúa skírnarathöfnina, sem oftast nær fer þá fram, og lýst hefir verið í mörgum sjó- mannasögum. «Pað er undarleg venja, þessi skírnarathöfn undir miðjarðarbaugnum« sagði ungfrú Aurett við; Lavarede,

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.