Nýjar kvöldvökur - 01.04.1913, Blaðsíða 1

Nýjar kvöldvökur - 01.04.1913, Blaðsíða 1
JAKOB ÆRLEGDR. Eftir Fr. Marryat. SJÖTTI KAPÍTULI. TurnbuII. Pegar við komum heim, sagði Drúmmond mér að hann hefði orðið að reka undirbókar- ann sinn burtu, og vildi fá mig til að koma í hang^stað, þangað til hann gæti fengið sér annan. Svona atvikaðist það, að eg fór ekki með bátnum, en það sakaði ekki, því að það var samt talið með kenslutíma mínum. Eg hélt til hjá hr. Drúmmond og lifði eins og blóm 1 eggi, og eg gerði alt til þess að leysa verk mitt sem bezi af hendi, af því að hann var mér svo góður, og komst eg skjótt inn í reikningsfærslu og það svo, að honum líkaði vel við mig. Eg hafði auðvitað mikið gagn af þessu og gerðist æ betur og betur að mér með degi hverjum. Reyndar leiddist mér að vera svona rígbundinn við skrifpúltið allan dag- inn og fór að þrá það að nýji bókarinn færi að koma, því að mig sárlangaði út á bátinn aftur. En mér fanst, að Drúmmond fyndist ekki Iiggja á, og mér er næst að halda, að hann hefði viljað hafa mig áfram, ef hann hefði ekki vitað að mig langaði út á bátinn aftur. »Að minsta kosti ætla eg að hafa þig hér svo lengi, að þú kynnist vel þessum störf- Um,« sagði hann við mig einn daginn; »það getur orðið þér að liði seinna, og svo græðir M ekki svo mikið á því að sigla upp og ofan ettir ánni.« Eg sá þetta var satt; og eg hafði mjög g°tt af að vera á kvöldin hjá frú Drúmmond, því að hún var góð kona og skynsöm. Eg •as fyrir þær mæðgur á kvöldin, þegar þær sátu við sauma sína. Skólameistari kom heim aftur fám dögum eftir að eg kom til Drúmmonds. Þegar við hittumst, var nefið á honum alveg komið í samt lag. Eg kom til hans dögum oftar, og oftast lenti það í því að við lásum saman kafla- korn úr einhverjum latneskum rithöfundi, en aldrei var minst einu orði á það sem fyrir hafði komið á bátnum. Eg var nokkra mánuði í landi, og kyntist þá ýmsum fjölskyldum, og er vert að geta að minsta kosti einnar þeirra. Var það heimili Turnbulls kafteins — að minsta kosti hét hann svo nókkru áður en eg kom í land og kyntist honum, en eftir það lét frú hans setja Georg Turnbull, Esq.* á nafnmiða hans. Saga Turnbulls var þessi: Hann og tvíburinn, bróðir hans, höfðu ver- ið látnir við dyinar á fundinna barna spítala, og þar ólust þeir upp. Peir voru báðir ætlaðir til sjóar og urðu duglegir sjómenn við hvala- veiðar við Grænland, urðu stýrimenn og svo skipstjórar, voru dugandi sýslunarmenn, eign- uðust fyrst parta i skipum, svo heil skip, svo urðu þau tvö, þrjú, og fleiri, og græddist þeim skjótt svo fé, að þeir gátu hætt siglingum og lifað á eignum sínum. Turnbull kafteinn var kvæntur, en átti ekki börn. Kona hans var fríð sýnum en kunni sig ekki vel, en vildi bráðólm heita í röð með heldra fólki. Reyndi Turnbull að bæla þann ágalla niður eftir mætti, og lét því sem hann væri efnalítill. En bróðir hans hafði aldrei kvænzt, og þegar hann andaðist, erfði Turnbull eftir hann 40,000 pd. sterling. Pví varð ekki haldið leyndu. Nú gat hann ekki *) Esqvire (Esq.) er tignartilill lægstu aðalsstéttar eða stunduni auðugra manna af lægri stiumg á Englandi. N Kv. IV. 10

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.