Nýjar kvöldvökur - 01.04.1913, Blaðsíða 2

Nýjar kvöldvökur - 01.04.1913, Blaðsíða 2
74 NYJAR KV0LDV0KUR. lengur látið sem sem hann væri efnalítill, til þess að halda í hemilinn á frúnni, og hún vildi vera heldra tægis. Rau hættu við húsið, sem þau höfðu búið í til þessa, og fluttu í smáhöll eina á Tempsárbökkum, sem bæði voru nokkurnveginn ánægð með. Frúin hugsaði ekki um annað en veizluhöld og boð, en Turnbull hafði gaman af að leika sér á smábát á ánni. Þau voru gamalkunnug hjá Drúmmond, og virti Drúmmond hann mikils, því að hann var viðfeldinn og drengur hinn bezti. Frú Turnbull hafði nú fengið sér vagn og fanst ekki lítið til sín; hélzt vildi hún slíta allri umgengni við alla fyrri kunningja þeirra, en þar var Turnbull ekki að þoka, og sízt þar sem Drúmmond var. Og svo varð frúin að láta undan með það, enda voru þau hjónin bæði vönduð, alúðleg í viðmóti og höfðu hið bezta álit manna. Turnbull kom til okkar dögum oftar, og gerð- ist mér mjög góður. Hann fann oft að því við Drúmmond, að hann reyrði mig offast við púltið og fékk hann til að gefa mér tveggja tíma hvíld eða svo á dag. Þegar það var feng- ið, kallaði hann á ferjumann, fleygði í hann einni krónu (4,50 au.) og bað hann að fara úr bátnum hið snarasta, og svo fórum við í bátinn og rerum fram og aftur um ána meðan kona hans var á þönum í vagni sínum í ljós- leitum kjólum eftir nýjustu tísku, tróð sér inn á heldra fólk og lét nafnmiða þeirra fjúka um allar tríssur. Einn daginn kom Turnbull til Drúmmonds og bauð honum til miðdegisverðar næsta laug- ardag, og þágu þau hjónin boðið. »Og þú með, Jakob, þú kemur líka, það er sjálfsagt.* Eg þakkaði honum boðið. »En mundu það að koma svo sem tveim stundum fyr en setjast á til borðs, til þess að hjálpa mér; það ganga þau ósköp á með alla hluti, svo eg verð seinast alveg útundan, en fyrri skal eg skutla bansettan kjallaravörðinn en en eg fái honum lyklana að vínkjallaranum, þó hann síðklæddur sé. Ress vegna verður þú að koma og hjálpa mér, Jakob.« Eg lofaði góðu um það, og reri svo upp eftir ánni með Turnbull. Turnbull kunni vel að segja sögur, engu síður en gamli Tumi, og sagði mér margt af því sem á daga hans hafði drifið, einkum á meðan hann var í hvalveiða- ferðunum- Renna dag sagði hann mér þessa sögu, sem eg held hann hafi sagt mér alveg sanna, þó ótrúlegt sé: »Einu sinni lá við að eg yrði lifandi etinn upp af tóum, og það á undarlegan hátt. Eg var þá stýrimaður á Grænlandsfari, og við vorum búnir að liggja þrjá rnánuði úti á miði og náð í tvo fiska (hvali); og úr því að við sáum, að alt ætlaði að ganga vel, festum við ís- akkerin okkar við stóreflis hafísjaka, létum reka með jakanum og tókum fiskana, hvar sem við náðum þeim. Einn morguninn vorum við rétt búnir að sleppa hvalskrokk, scm við höfðum flegið spikið af; þá kallaði maðurinn í varð- tunnunni, sem var á gægjum eítir veiði, til okkar, að stóreflis hvítabjörn kæmi syndandi að hafísjakanum og húnninn með, en við hina hlið jakans, um hálfa mílu frá okkur, lægi dauður hvalskrokkur og naggráði við jakann. En þangað hafði safnazt mesti sægur af tóum, til þess að éta hvalskrokkinu. Við höfðum ekk- ert að gera, og fórum því sjö sainan af stað; ætluðum við fyrst að fara að veiða tóur, en svo datt okkur í hug að snúa okkur heldur að hvítabirninum. Pað var blæjalogn. Við náð- um fljótt birninum; fór hann fyrst undan, en húnninn var seinn að hlaupa á ósléttum ísnum svo að birnan sneri urrandi á móti okkur. Við skutum húninn fyrst, því að þá vissum við að maddaman mundi ekki hlaupa burt fyr en annaðhvort hafði Iotið að velli. Eg gleymi aldrei harmaveini hennar yfir húninum, sem lá þar á ísnum og blæddi til bana, meðan við létum skotin dynja á henni. Seinast sneri hún sér við, urraði, rak svo upp ógurlegt öskur, sem hefði heyrst langar leiðir, og stökk svo á okknr og brann eldur úr augunum. Við stóð- um þétt saman og beindutn spjótum okkar á bringu henni, en svo var hún stór og áriða- mikil, að við hrukkum allir á hæl, en tveir

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.