Nýjar kvöldvökur - 01.04.1913, Blaðsíða 23

Nýjar kvöldvökur - 01.04.1913, Blaðsíða 23
. ERFÐASKRA WILSONAR. 95 Sá eini var Byggliby. Hann hataði mar- skálkinn. Pað kvað svo ramt að þvi, að mar- skálkurinn þorði ekki annað en hafa tvo vopn- aða menn á verði um sig um nætur. Vissi ekki nema Byggliby kynni að koma einhverja nóttina í bræði sinni, og léti skammbyssu skila til sín orðum frá ekkjunni. Og þó hann og forfeður hans væru hetjur miklar, þótti honum þó vissara að láta leynilögreglumann vera á vakki útifyrir húsi sínu á daginn líka. * * * Eitt ár var liðið. Málafærslumennirnir beitlu öllum brögðum til að draga málin og hindra að dómur félli í þeim. Loksins var nú ákveð- ið að dómur skyldi upp kveðinn. 45 mála- færslumenn fluttu mál fyrir 45 arfskrefjendur, sem allir vonuðu að sér mundi lilotnast að minsta kosti ein miljón arfsins, og í þeirri von ruddu þeir óspart fé hver í sinn málafærslu- mann, svo hann uppgæfist uú ekki þegar mest á lægi. Reir iifðu ríkmannlega og keptust hver við annan í eyðslu og yfirlæti, því þetta meira eða minna sem til var mátti fara, arfurinn gjörði gott úr því. Ró undruðust arftakar hálfvegis þegar málafærslumennirnir allir 45 komu sér siðast saman um það, að velja einu lögfræð- >ng úr sínum flokki til þess að leiða málið farsællega til lykta móti Byggliby og þeii þá völdu ungan mann ónafnkendan, sem átti að taka að sér að flytja svona vandasöm og marg- brotin mál. En af því maðurinn var valinn að tilhlutun Cargills marskálkspíþá hlaut öllu að að vera vel fyrirkomið. Daginn, sem manninn átti að velja, gengu tveir menn í flýti gegnum fremri skrifstofur- nar hjá marskálkinum — án þess að biðja um leyfi eða berja að dyrum — beint inn í helgi- dóminn til hans sjálfs og sögðu lágt um leið °g þeir opnuðu dyrnar: >Hann keinui! Byggli- bý kemur!« »Látum hann koma,« sagði marskálkurinn ohultur. Mennirnir, sem voru varðliðar mar- skálksins hurfu burt, en inn kom maður með miklum asa, heitur og sveittur. Vel klæddur var hann og tigulegur ásýndum með hátt enni og gáfuleg augu. Rað var Byggiibý, maður um fimt- ugt. Hann opnaði helgidómshurðina, stóð á þöskuldinum þegjandi litla stund og horfði á marskálkinn, breiddi því næst út faðminn móti honum, og í faðmlög féllust fjandmenn þessir. Regar atlotum þeim létti, byður hr. Cargill gest- inn til sætis. »Eftir því héfur mér tekist fyrirætlun mín,« sagði húsráðandi stillilega. Hinn hristi með aðdáun höfuðið: »Marskálkur! Rér eruð sá elskulegasti bófi, sem til er f landinu. Eg ællaði ekki að trúa mínum eigin eyrum, þegar eg heyrði allan þorparalýðinn yðar velja einum munni son minn til að standa gegnt mér í erfðaniálunum. Eg kem beint frá lögfræðingasamkomunni. Reir kusu hann allir sem einum niunni. Mig vantar orð til að dást að ráðsnild yðar, marskálkur.« »Pér gerið alt af mikið úr þessu, vinur. Það sem eg ætlaði, var einuugis þetta, sem orð- ið er, að gjöra versta óvin minn að vini, í þeim tilgangi einum lét eg velja son yðar.« »Það hefur yður sannarlega tekizt. Að hugsa sér að hann sonur minn, sem eg, sannast að segja, gjörði mér ekki allmiklar vonir um, skuli vera kosinn til svona vandasamrar stöðu. Hon- um verða allir vegir færir heðar. af. Hann er þegar orðinn frægur. Þessi 45 varmenni þín ruddu honum veg. Nú er hann hólpinn. En eitt er það: Missir þú uú ekki traust og álit, þegar allar þessar kröfur þinna manna falla ó- gildar? Því vitaskuld gerir drengurinn eins og eg vil í öllu þessu, og enginn fær snefil af arfinum, nema ekkjan og börnin. Þú og þíuir menn falla með háð og spotti.« • Það hefði auðvitað orðið endirinn hvort eð var,« sagði marskálkurinn og hló við. »Arf- leiðsluskráin var svo meistaralega úr garði gjörð hjá yður, herra Bygglibý, að þó réttir erfingj- ar hefðu komið með kröfur, hefði þeim ómögu- lega getað orðið framgengt, hvað þá þessum 45, sem ekkert hafa við að styðjast, ekki einu sinni nokkra minstu sönnun fyrir frændsemi sumra krefjendanna.« »Nú því er svona varið! Svona varið!« sagði herra Bygglibý undrunarlegur.

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.