Nýjar kvöldvökur - 01.04.1913, Blaðsíða 10

Nýjar kvöldvökur - 01.04.1913, Blaðsíða 10
82 NYJAR KV0LDV0KUR. »Pví gegnurðu ekki, þegar maður er að kalla á þig —ha?« sagði flónið, »það eru gerð boð eftir þér — komdu strax.« »Hver gerir boð eftir mér?« svaraði eg og roðnaði af gremju. »Hvað ætl’ þér svo sem komi það við? Ætlarðu að gegna því sem eg segi þér, eða ekki?« »Dettur ekki í hug,« svaraði eg, »eg stend guði sé lof ekki undir yfirráðum annars eins kjána, og ef þú værir svo nærri, að eg gæti náð til þín, þá skyldi eg mölva á þér nauts- hausinn, þó þykkur sé, og líka á húsbónda þínum.« Mannskömmin hvarf, og eg gekk um gólf eins og áður. Seinna frétti eg það, að boðin komu frá frú Drúmmond — hún hafði viljað tala við mig, þegar Sara var búin að segja henni frá, hvernig í öllu lá, og hún var orðin sannfærð um, að eg hafði sagt satt frá öllum málavöxt- um. Hún hafði þá talað við mann sinn og sýnt honum fram á, að eg hefði hagað mér svo afburða vel meðan Tomkins var bókari, að það mætti vera einhver gild ástæða til þess- arar breyttu hegðunar, og Sara hafði farið ofan í ritstofuna og náði í rifrildið af vöruskránni, sem bókarinn hafði rifið í sundur. Hún var svo rétt og nákvæmt rituð, að það mátti sjá, að sumt af því sem eg sagði, var þó satt, og mannvonzkan ein hafði verið ástæðan til að rífa hana í sundur. Hr. Drúmmond tók sér þetta nær en hann vildi kannast við. Hann sá hann hafði farið ofgeyst. Hann skildi nú, hvers- vegna eg þáði ekki peningana, og hann fyrir- varð sig. Fáir vilja kannast við yfirsjónir sínar, og Drúmmond fal því konu sinni að ransaka málið nánara og leyfði lienni að gera boð eftir mér. Eg hef sagt frá, hvernig boðunum var skilað og hvernig þeim var tekið. Og svarið frá mér var þannig orðað, að eg vildi ekki koma, og eg hefði haft í hótunum með að mola höfuðið á undirbókaranum og hr. Drúm- mond. Reyndar vissi mannskrattinn, að eg átti við bókarann, þegar eg nefndi húsbónda hans, en þótti það matarmeira að setja nafn hr. Drúmmonds í þess stað. Pað má geta nærri árangrinum af þessum boðum. Sara varð dauð- hrædd, frú Drúmmond ógnaði og hr. Drúm- mond varð nærri feginn, að hann hefði þó haft rétt fyrir sér. Svona stækkaði djúpið á milli ennþá meira, og allar samgöngur milli mín og þessa heimilis vorn nú slitnar. Mikið er oft undir því komið í heimi þessum, að boðum sé rétt skilað. Meira. LOFORÐIÐ. Eftir L. G. Moberly. XII. f kirkjunni hafði Dimsdalsfjölskyldan sér- stakan kirkjustól næst kórnum. Pau sæti hafði sú ætt haft mann fram af manni. Hinu megin framan við kórdyrnar vár Ragdford læknir og fólk hans vant að sitja. Fyrstu sunnudagana, sem Hope hafði verið í kirkju, hafði enginn setið í Dimsdalssætinu, en sunnudaginn eftir að Arthúr hafði hitt Hope í garðinum, kom fóstra hans inn f kirkjuna í messubyrjun og setíist í sæti sitt. Hope sat gagnvart henni þannig, að þessi gamla frú hlaut að verða fyrir augum hennar. Hún gat naum- ast litið af hénni en horfði á hana undrun- unarfull. Lafði Dimsdal verðskuldaði líka að eftir henni væri tekið, enda þótt hún væri orðin sextug að aldri.

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.