Nýjar kvöldvökur - 01.04.1913, Blaðsíða 3

Nýjar kvöldvökur - 01.04.1913, Blaðsíða 3
JAKOB ÆRLEGUR 75 féllu flatir. En til allrar hamingju stóðu hinir, og þegar hún reis upp, fékk hún þrjár kúlur í brjóstið, og við það féll hún.; Eg hef aldrei á æfi minni séð eins stóra skepnu. Eg hef ekki séð svo stórt naut, að það gæti vegið meira en tvo þriðjunga af því, sem hún var. Okkur g;ekk seint að murka úr henni lífið, og á með- an við vorum að því, hafði hann hlaupið í norðrið og hvesti með miklu kafaldi. Hinir hásetarnir vildu þá að við snerum strax aftur til skipsins, enda hefði það óneitanlega verið skynsamlegast; en eg hélt að élið mundi birta fljótt aftur, og vildi ekki missa af svona falleg- um feldi, og réð því af að verða eftir og flá birnuna, því eg vissi það, að ef við létum hatia liggja þarna svo sem tvær stundir, söfn- uðust tóurnar að, því þeim yrði ólíku hægra að ná í birnuna en hvalskrokkinn, og mundu þær gera skinnin alveg ónýt. Hinir fóru svo til skipsins og náðu þangað með illan - leik í dimmviðrinu, en eg varð eftir; sá eg þegar að þetta var mesta heimska úr mér, því að hn'ðin versnaði óðum, fannkoman óx og eg var orðinn stirður áf kulda áður en eg var búinn með fjórðapartinn af birnunni að flá hana. Til skipsins sá eg etigin ráð að ná, og eS sá fram á, að eg mundi verða úti áður en UPP birti bylinn. Loksins þreif eg til eina úr ræðisins, sem var til bjargar. Eg var búinn að flá allan kviðinn, en hafði ekki rist dýrið a hol. Nú gerði eg það, valti innan úr henni °8 skreið svo inn í skrokkinn, lokaði opinu að mestu og leið svb vel, því að heitt var enn í hræinu. Retta bjargaði lífi mínu. Eg hef heyrt að franskir hermenn hafi gert hið sama a Rússlandsferðinni góðu, drepið hesta sína, °8 leitað skjóls við harðviðrunum í hræjum N'rra. Nú, Jakob, eg bafði ekki legið nema l'tla stund í þessu nýja húsaskjóli inínu, þegar e8 fór að finna hina og aðra rykki og kippi 1 skrokknum, og þóttist eg þá vita að tóurnar væru komnar til sögunnar. Pær hljóta að hafa sk'ft hundruðum, því að þær voru alstaðar, og sumar ráku trýnin inn um gatið, sem eg hefði skriðið inn um. En eg tók þá hnífinn minn og rak hann í trantinn á þeim, þegar þær fóru að verða ofnærgöngular, því annars hefðu þær étið mig upp til agna. Rær voru svo marg- ar og gráðugar, að þær voru enga stund að éta sig inn úr skinninu og fóru að rífa í sig ketið. Reyndar var eg nú ekki svo hræddur um að þær ætu mig, því eg hugsaði sem svo, að ef eg sprytti upp, mundu þær leggja á flótta. En það var þó ekki víst. Tvö—þrjú hundruð hungraðir vargar vérða hugaðir, þeg- ar þeir eru í hóp. En eg var hræddur um að þær ætu upp skjólið mitt fyrir hríðinni, svo eg sálaðist úr kulda. Loksins fór að birta, dags- birtan fór að skína inn á milli rifjanna á bjarn- arskrokknum, og eg hafði enga aðra hlíf en rifin, og inn á milli þeirra kom trýni eftir trýni og glefsaði í selskinntreyjuna mína. Eg fór að hugsa um að kalla, til þess að fæla þær burtu, en þá heyrði ég nokkra byssuhvelli, og komu suman kúlurnar í bjarnarskrokkinn, en hittu mig þó ekki. Eg æpti þegar svo hátt sem eg gat, og hættu þeir þá þegar skothríðinni. Peir höfðu skotið á tóurnar, en grunaði sízt að eg væri innan í skrokknum. Eg skreið út, hríðinni var stytt upp og skipsmenn vóru komnir út að leita að mér. Bróðir minn var líka stýri- maður á skipinu eins og eg, og var með í leitinni, og bjóst varla við að sjá mig lífs aftur. Hann faðmaði mig að sér, þégar hann sá mig — eins og eg var líka útlítandi innan úr skrokk- num. Nú er hann dauður, vesalingur. Og svo er sagan búin, Jakob.« — Daginn, sem miðdegisverðurinn átti að verða fór eg til hans kl. 3, eins og hann hafði beð- ið mig fyrir. Þegar eg kom, var alt trylt og vitlaust í húsinu; frúin, hr Turnbull, brytinn og þjónninn stóðu í borðstofunni og voru að hájagast um það, hvort betur færi að þetta og þetta stæði þarna eða hérna, og báðir þjónar- nir lögðu orð í belg á þann hátt, að það var auðséð, hvernig þeir voru vanir að haga sér á heimilinu, steyttu sig og gerðu sig merkilega; TurnbuII talaði einstöku sinnum fram í, en kona hans mótmælti því æfinlega eða sneri út úr — en það þorðu þó þjónarnir ekki sð gera.

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.