Nýjar kvöldvökur - 01.04.1913, Blaðsíða 18
90
NYJAR KV0LDV0KUR
Málafærslumaðurinn hafði mjög nauman tíma,
var sagt. Hr. Wilson hugsaði sig snöggvast
um; hann hafði aldrei heyrt manns þessa get-
ið, en ákvarðaði þó að veita honum viðtal og
stóð í tilbót upp á móti honum, en þá verk-
un hafði marskálks-nafnbótin á hann, ðg þess
var hún líka valdandi, að hann setti gestinn í
sinn eigin stól, en fékk sér annan sjálfur.
»Hverju hef eg að þakka heiðurinn, herra
marskálkur?« spyr húsráðandi stilt og kurteis-
lega.
»Náttúrlega!« svarar marskálkurinn. »Eg er
kominn til yðar í erindagerðuin, sem varða
yður og fólk yðar mjög mikils. Miljónaeigand-
inn hann hr. Madison Wilson, sem er nýlega
Iátinn, var bróðir yðar, er ekki svo?«
»Jú, hálfbróðir minn.«
»Jú, mér er kunnugt um það, en það gerir
ekkert til. Án efa er yður kunnugt um erfða-
skrána, sem hann gerði, eða, svo að rétt sé
að kveðið, sem kona hans og dætur með til-
styrk málafærslumanns nokkurs, Byggliby að
nafni, létu hann gera. Til þess betur að geta
sagt álit mitt um þetta, hef eg með mér blað-
ið sem frá þessu segir. Nú skuluð þér taka
eftir, hérna stendur: » —Hinn látni hr. Madison
Wilson hefir arfleitt konu sína og tvær dætur
að öllum fjármunum sínum. Eigur hans allar
eru kringum tólf miljónir dollara.* Petta er,
herra minn, eitthvað það einkennilegasta, sem
mér er kunnugt um, og hef eg þó, eins og
þér ef til vill hafið heyrt talað um, nokkuð
mikla reynslu i arfleiðslumálum, og er talinn
vera heldur vel heima í þeim efnum, og það
vona eg að yður sé ekki ókunnugt um. Eg
hef nú tekið það í mig, að eg skuli hrinda
þessu í lag —ekki einungis til að lækka dramb-
ið í þessum — þessum herra Byggliby —reyndar
þarf nú ekki mikið til að steypa honum af
stalli, hann er svo sem ekki neitt aíbragð —
en öllu fremur er það málstaður yðar sjálfs
og fólks yðar, sem mig langar til að rétta.«
Húsráðandi horfði efablandinn á manninn.
»Eg skil eiginlega ekki, hver meining yðar er.
Pað stendur þó óbifanlega fast, að málafærslu-
maðurinn Byggliby, eftir ósk bróður míns sál-
uga, hafi samið arfleiðsluskrána óhrekjandi lög-
mæta, þar sem kona hans og dætur eru arf-
takar að öllum eigunum. Um Byggliby þenna
hef eg einnig heyrt þann orðrótn, að hann
væri snillingur hinn mesti í arfieiðslusökum,
svo jafningi hans fyndist ekki.«
»Hvernig þá, herra Wilson?« Marskálkur-
inn gekk ótt um gólf og var ákafur mjög. —
»Á þetta að standa? Ætlið—ætlið þér að ganga
fram hjá rétti yðar — sleppa yðar helgu rétt-
indum? Látum okkur tala saman af allri hrein-
skilni, vinur minn, í allri einlægni og hrein-
skilni! Hinn dáni var vinur minn, innilegur og
sannur, og þess vegna segi eg: Blessuð sé
minning hans. Ennfremur var hann bróðir yð-
ar: Friður sé með honum. En þó, herra minn,
réttur er réttur, og voða óréttur er þetta, sem
þér og yðar hafið orðið fyrir af honum, og
það getur maður þó ómögulega sætt sig við.
Að hugsa sér, 12 miljónir dollara, og láta yð-
ur, blóðtengdan bróður hans, ekki fá hið minsta!
Pað er móti lögurn, móti siðferðislögmálinu,
það er himinhrópandi, alveg djöfulleg meðferð.
Látum okkur tala hreinskilnislega saman, alveg
hreinskilið, herra minn! Eg veit það alt saman,
þér eruð ríkur maður, svo yður er og má
vera sama um nokkrar þúsundir, en þetta, hér
er um miljónir að ræða, og þegar svo mikið
er um að gera, þá uppgefst umburðarlyndi
manna, þá fer af gamanið. Rað er ekki ein-
göngu vegna sjált's yðar og barnanna yðar,
það er engu síður skylda yðar við mannfélag-
ið að hrinda gildi þessarar erfðaskrár.«
Herra Wilson fiktaði með fingrunum við
hnéskelina á sér, eins og hann léki á hlióðíæri
og blístraði ofur lágt. Nokkrar miljónir! Rau
orð tóku hann föstum tökum. Raunar sagði
heilbrigð skynsemi honum, að eríðaskráin væri
góð og gild, og hinn dáni hefði haft fullkom-
inn rétt til að arfleiða konu og börn að öllu
saman, en á hina hliðina var hr. Wilson með
ósviknu, amerísku sinni, og mat meira vel
hugsað fjárdráttarbragð en skynsemi og rétt,
og vissi að gegn um þrönga glufu má smjúga,