Nýjar kvöldvökur - 01.04.1913, Blaðsíða 7

Nýjar kvöldvökur - 01.04.1913, Blaðsíða 7
JAKOB ÆRLEGUR. 79 mér hringsnerust ótal óþektar tilfinningar, og eg var eins og lamaður af sóttveiki. En svo var eg kallaður inn til Drúmmonds. Hodgson hafði raknað við aftur eftir rothöggið, eins og auðvitað var, og hafðu skýrt frá því sem gerst hafði, og hafði ungi undirbókarinn staðfest alt með honum, enda var hann enginn vinur minn, en gefinn fyrir að smjaðra sig inn á yfirmenn sína. Geta má njerri, að sögunni var skamm- arlega hallað á mig. Eg gekk inn í dagstofuna, og voru þau þar inni, Drúmmondshjónin og Sara litla, og flóði hún öll í táfum. Eg var ekkert kvíðafullur, þegar eg kom inn; eg var ofsár í skapi til þess. Frú Drúmmond var al- varleg og raunáfeg, en hr. Drúmmond hörku- legur á svipinn. »Jakob Ærlegur, eg hef látið kalla á þig,« sagði hann, »til þess að segja þér, að þú hef- ur hagað þér svo skammariega við bókarann minn, að eg get ekki haft þig lengur undir mínu þaki. Það lítur út fyrir, að það, sem eg var vottur að í dag, hafi aðeins verið fram- hald á ótilhlýðilegri og ósvífinni framkomu, þar sem þú hefur gert þig áður sekan í magn- aðri vanrækslu á skyldum þínum. Geri eg ráð fyrir, að samvera þín með þessum drykkju- karli á bátnum og þessum ósvífna strák hans hafi leitt þig til slíkrar heimsku. Rú getur nú sagt, að þú hafir heldur viljað vera kyr á ánni og ekki fara að vinna á landi. Rað er því miður oft, að ungir menn láta meira leiðast af óskum sínum en því, hvað þeim er fyrir beztu. Og happ er það fyrir þá, ef þeir hitta fyrir sér eldri menn, sem vilja þeim vel og teyna að koma þeim áfram til manns. Eg hafði vonað að geta komið þér á hærra stig í þjóð- félaginu, en eg hafði hugsað mér í fyrstu, þeg- ar þú barst föður- og móðurlaus upp í hend- urnar á mér. En nú sé eg, að eg hef farið þar á villugötum. Pú hefur bæði reynzt hrekk- vís og vanþakklátur.« »Það hef eg ekki verið,« tók eg djarflega fram í. “Jú, þú hefur gert það, eg hefi sjaifur ver- vottur að skammarlegri breytni þinni, og er svo að sjá sem mér hafi leynst hún Iengi. En eg lét innrita þig sem kensludreng á ánni, og þann námstíma verður þú að enda út. En þú mátt ekki búast við neinu af mér framar. Rú verður nú sjálfur að hafa þig áfram héðan af, og eg vil vona að þú snúir þér til betri veg- ar. Rú getur nú farið aftur fram á þiljubátinn, þangað til eg get komið þér fyrir á öðrum bát. Því eg álít skyldu mína að draga þig undan illum áhrifum, og vil ekki hafa þig lengur í í hóp með þeim feðgum. Eitt skal egtakafram: Þú hefur verið nokkra mánuði á ritstofu minni, og ert nú á leið að fara út í veröldina. Þarna hefurðu 10 pund fyrir vinnu þína,« og hann lagði peningana um leið á boxðið; »og svo manstu það, að þú átt dálítið af peningum í mínum vörzlum, og eru á vöxtum þangað til kenslutími þinn er á enda. Eg álít mér skylt að halda í þessa peninga þangað til; þá getur þú komið og fengið þá greidda hjá mér. Eg reiði mig fastlega á það, Jakob, að þessi harði skóli, sem þú nú átt að fara í gegnum, veki hjá þér viðurkenningu þess, sem rétt er, og gleymir illum ráðum, sem þú hefur lært af fyrri félöguni þínuni. Reyndu ekki að bera hönd fyrir höfuð þér — það er ekki til neitis.* Svo stóð hr. Drúmmond upp og gekk út úr stofunni. Eg hefði reynt að svara, hefði hann ekki sagt síðustu orðin. Eg reiddist af þeim aftur, því að eg hafði nokkuð blíðkast í skapi við það, að þær mæðgur voru inni. Eg stóð sem staur og horfði fast í augu Drúmmonds, er hann gekk út. Það var tekið sem forherðing og ósvífni af mér. það var líkast því að Drúmmond ryki á dyr til þess að láta sýnast, að hann léti ekki þoka sér, til þess að frúin gæti svo Ieitað hófanna hjá mér á eftir, hvort eg væri fáanlegur til að játa brot mitt og biðja um vægð á dómi mínum. Eu stilling sakleysisins hjá mér var metin þrjóska, og þegar eg roðnaði, af því eg fann að eg var halður fyrir rangri sök af þeim er eg átti bæði að elska og virða, var það lagt út á verri veg fyrir mér. Frú Drúmmond horfði raunalega á

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.