Nýjar kvöldvökur - 01.04.1913, Blaðsíða 5

Nýjar kvöldvökur - 01.04.1913, Blaðsíða 5
JAKOB ÆRLEGUR. 77 »Jú, núna seinni árin; en einusinni var til stúlka, sem hét Polly Bacon frá Wapping, sem tók hendi minni í meðlæti og mótlæti.« »Ja Turnbull, nú gengur fram af mér; eg hét Mary, og Bacon er heiðarlegt enskt ættar- nafn. Og rhér áttu það að þakka, að þú getur haft það ættarmerki á vagninum, og það er þó nokkurs virði, skal eg segja þér.« »Að niinsta kosti var það nógu dýrt, þeg- ar eg þurfti að punga út fyrir það.« »Borgunin var fyrir leyfið að bera nafnið, því annars hefðurðu aldrei fengið það.« »Og kærði mig ekki um það heldur. Hvað heldurðu eg kæri mig um annan eins hégóma?« »þér hefði verið nær að spyrja mig ráða, Turnbull, heldur en verða að háði og spotti hjá skjaldmerkjafræðingunum. Hver annar en vitlaus maður hefði valið sér þrjá hvalskutla og þrjár tunnur, með blásandi hval fyrir skjald- armerki? Bara til þess að básúna það út um allar jarðir, sem hefði átt að vera falið eilífri gleymsku. Og svo þetta andstyggilega einkunn- arorð: »Lengi lifi lýsi og spik, lifi þau að eilífu.« Pvílík andstygð. Pað ér nóg til að gráta yfir því að eilífu.« »Og skjaldmerkjafræðingarnir sögðu mér það ætti vel við —það sögðu þeir nú.« »Jú, þeir þáðu peningana og hlógu svo að; það hefði ekki kostað einum eyri meira að hafa eina fjóra griffona, Ijón, sex parðusdýr og hönd rneð rýting. En við hverju öðru var að búast af þér?« »En mundu eftir einkunnarorðinu, sem þú vildir hafa.« »Já, það átti vel við: »Sá er fyrirlitinn, sem treður sér fram.« Var það ekki svo, hr. Ær- legur?« »Jú, við höt'ðum það fyrir forskrift í skóla.« »Nei, ónei, eg fann það upp sjálf.« En... pikk —ikk —ikk —ikk. Nú fóru gest- •rnir að ryðjast að, þjónninn við dyrnar sagði hl og inn komu þeir hver af öðrum, og ekki gekk i öðru en kveðjum og glóandi gullhöm- rum. Fyrst þegar Drúmmond var seztur, varð Turnbull á sú skyssa, að fara að tala við hann um verð á kolum, og fékk frúin af því svo mikinn höfuðverk, að Turnbull steinþagnaði. En svo fór, að honum var alveg sama um all- an höfuðverk hennar. Samsætið’var leiðinlegt. Frúin gerði hvert glappaskotið á fætur öðru, og við urðum feg- nir þegar boðinu var lokið og hver fór heim til sín. SJÖUNDI KAPITULI. Nýji bókarinn og manndygð hans. Eg var um átta mánuði hjá Drúmmond, þangað til nýi bókaraþjónninn kom — stuttur kubbur og digur, um tvítugt og ekki gáfuleg- ur. Vonaði eg þá að eg losaðist, því að mig langaði mjög út á fcrjubátinn aftur; eg ætlaði ekki að halda út að sitja niðurnegldur á stól við skriftir svona dag eftir dag. En það varð ekki af því. Pessi nýi ritari reyndist ekki vel að sér og bókarinn sagði það væri svo mikið annríki, að eg mætti ekki missast. Pað var: nú alveg satt. Drúmmond hafði keypt fyrir nokkru vörugeymslustöð'með mörgum geymlsuhúsum og íbúðarhúsi í öðrum stað í bænum, og þurfti til þess allmikið fé og miklar skriftir og vafn- inga eins og gerist. Bókarinn, sem hét Tom- kims, hafði verið um mörg ár í þjónustu Turn- bulls og reynzt honum trúr. Tók því Drúm- mond hann upp í félag með sér og setti hann yfir vöruhúsin í Bredford og fluttist hann því þangað. Vantaði þá alveg aðalbókara heima. Svo var margt annað, sem þá var um að hugsa, því að Drúmmond var altaf að auka stórum kaupsýslu sína. Hanu átti_ orðið marga ferju- báta, sem fluttu allskonar vörur til og frá vöru- húsum hans, svo að altaf var nóg að gera. Við og við hitti eg þá fegða, Tumana, og var svo að heyra, að þá langaði ekkert síður til þess að eg kæmi aftur til þeirra, en mig lang- aði sjálfan út á bátinn aftur. En Drúmmond, og einkum þó frúnin, var altaf að telja mér trú um það, að það væri stórum efnilegra til þess að komast áfram að vera á landi og halda

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.