Nýjar kvöldvökur - 01.07.1914, Blaðsíða 8

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1914, Blaðsíða 8
152 NYJAR KVÖLDVÖKUR. á höfði, er af var hálft barðið og úr var koll- urinn. Frakkinn hans, ef hann yfir höfuð var í nokkrum frakka, náði honum niður á hæla, og hnapparnir á bakinu voru um hnésbæturn- ar. Hann hafði aldrei néma einn létta til að halda uppi um sig buxunum; þær voru því venjulegast ærið síðar í ísetuna, en lítið til að fylla út í hana með. Buxnaskálmarnar voru ullaðar upp að neðan og drógust í svaðinu, ef þær voru ^ekki upp brotnar. Ressi drengur mátti altaf lifa og láta eins og hann vildi, því að enginn skifti sér af honum. í góðu veðri lét hann fyrirberast á nóttunni á einhverjum tröppunum, eða, ef vont var veður, í tómum tunnuræflum. Hann þurfti aldrei að fara í skóla eða kirkju, og hann mátti baða sig og fara á fiskiveiðar þegar hann iysti. Enginn skifti sér af því, þó að ’nann færi í áflog eða illindi, og hann mátti vera á fótum meðan hann nenti því. Hann var jafnan sá fyrsti drengur sem fór að ganga berfættur á vorin og síðastur allra setti hann upp skó á haustin. Hann þvoði sér aldrei og hafði aldrei fataskifti, og svo gat hann bölv- að alveg óttalega. í einu orði sagt, hann naut allra þeirra gæða, sem gerir lífið þess vert að lifa, og því öfunduðu allir drpngir hann. »Sæll vertu, Huck!« kallaði Tumi til þessa unga skógarmanns. »Komdu sæll. Hvernig líður þér »Ágætlega. Hvað ertu með?« »Dauðan kött.« »Æ, lof mér að sjá hann. Hvað? hann er stirður eins og spýta. Hvar hefurðu náð í hann?« »Eg keypti hann af dreng?« »Hvað kostaði hann?« »Eg gaf fyrir hann blátt biblíukort og svíns- blöðru, sem eg fékk í sláturhúsinu.« »Hjá hverjum fékstu bláa miðann?« »Eg keypti hann fyrir hálfum mánuði af Benna Rogers fyrir fiskistöng.« »Heyrðu, til hvers ætlarðu að hafa köttinn?« »Til þess að ná af vörtum.« »Retta hef eg aldrei heyrt! Hvernig er far- ið að því?« »0, það er nú vandalítið. Rú ferð út í kirkjugarð um miðnæturskeið og hefur með þér köttinn. Rú gengur að einhverri illvirkjagröf— það verður að vera nýbúið að jarða hann — Um miðnættið kemur þangað púki, kanske líka fleiri en einn, til að sækja sálina, en þú sér þá ekki. Rú heyrir eins og vindþyt, getur líka vel verið þú heyrir þá tala. Regar þeir svo rogast á stað með sálina, grýtir þú kettinum á eftir þeim og segir: »Andi, sál og aumur köttur, allir farið skjótt! Við ykkur ljótu og leiðu vörtur, losni egí nótt!« i og þá hverfur samstundis hver einasta varta.« »Eg get nú trúað því, en hefurðu reynt þetta sjálfur?« »Nei,en gamla Hopkins hefur sagt mérþetta.« »Segðu ekki lengur, þá er það víst satt, því þeir segja að hún sé göldrótt.« »Já, eg held það svari því, að hún sé göldr- ótt! Hann faðir minn hefur fengið að kenna á því; hann hefur sjálfur sagt mér það. Hann var einu sinni á gangi eins og gerist, og var ekki svo sem að hugsa um neitt sérstakt. Þá sá hann hvar hún slóð og glápti á hann blóðrauðum glyrnunum og tautaði eitthvað. Hann grunaði þegar, að hún mundi vera að magna að sér einhverja óheill, tók upp stein og hent/ að henni, og hefði hún ekki beygt sig, þá hefði steinninn lent í hausinn á henni. Jæja, viíi menn! Sama kvöldið datt hann ofan af skúrþaki, þar sem hann var að sofa úr sér vímuna, og handleggsbrotnaði.* »Ja, sei, sei; þetta er Ijóta sagan. En hvern- ig vissi hann, að hún vildi honum ilt, þó hún horfði á hann?« »Heldurðu hann sæi það ekki strax á henni. Rarna stóð hún og skaut að honum ranghvolfd- um glyrnunum, og svo muldraði í henni, dreng- ur! Veiztu það ekki, að þegar þetta hyski er að tauta eitthvað svona, þá er það að fara með »Faðir vor« aftur á bak!« »Já, en heyrðu mér; hvenær ætlarðu að gjöra tilraun með köttinn?« »í kvöld. Eg tel víst að Vilhjálmur gamli verði sóttur í nótt. Hann var eins og þú vissir mesta fyllisvín og þorpari.*

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.