Nýjar kvöldvökur - 01.07.1914, Qupperneq 17

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1914, Qupperneq 17
MATTUR HUGSANANNA. 161 lækningar og fl. þvíuml. Reir sem við það fást, notfæra sér náttúrulögmál, sem er fyrir hendi, mútt hugsunarinnar; og að sjúkdóma má bæta °g lækna með þessu móti, vita allir, sem ann- ars hafa ransakað þetta mál nokkuð frá rótum. Furðuverk þau, sem vér lesum stundum sögur aE eru ekkert annað en tilliðkun þessa lögmáls v'ð menn, sem eru næmir fyrir áhrifum og þrá hjálpina, og mæta þannig liðlega sterkri hugs- un og vilja þess, sem hjálpar. Vafalaust hafa mörg slík tákn og furðuverk gerzt í Lourdes °g mörgum öðrum stöðum. Rað er engin skýr- lng á þessu að segja það sé tóm ímyndun. Auðvitað er það »eintóm ímyndun* — en það er sú ímyndun, sem lœknar sjúklinginn, og ef það er aðalatriðið, að sjúklipgnum batni, hvað er það þá mætara, að það verði af einhverri ölöndu úr lyfjabúð, heldur en af ímyndun hans? Ef lækninum hepnast að bjarga sjúklingi sínum ^eð lyfjum sínum, þá segir hann ekki: »0 — það var bara meðalið sem gerði það.» Eg kannast að vísu við, að hér er ekki um nein furðuverk að ræða; að kalla það svo, bendir á vankunnáttu og vanþekkingu; en að neita hví, að slíkt geti komið fyrir, bendir líka á vankunnáttu. Og það bendir líka á hleypidóma, bví að það er óskynsamlegur hleypidómur að viðurkenna og trúa á furðuverk, sem hafa gerzt fyrir um 1900 árum, sem engri ransókn er °ú hægt að að koma, en þverneita alveg samkynja furðuverkum, sem gerast á vorum dögum og allir geta ransakað. Trúaðir menn, sem kallað- lr eru, eru oft ærið blendnir í þessa átt. Þeir ^fúa á kraftaverk sinnar eigin kirkju — ef þau eru nógu gömul, en vilja ekki kannast við kraftaverk annara, einkum ef þau eru frá nýjum h'mum. En það er ekki ráðvandlega teflt. Pað getur eingöngu stafað af trúarlegum hleypidómi að neita því sem mönnum líkar ekki, af því að þeir vilja ekki að það geti stutt mál þess trú- srfélags, sem ekki hefur sama einkennismiða eins og manns eigin trú. Ressi hleypidómur getur nú ekki staðizt lengur, því að fólk er nú farið að skilja það, að það er náttúrulögmál, sem öll hin svonefndu kraftaverk fara eftir; það er æðri máttur, sem vinnur að þeim, með því að færa sig niður á svæði hins jarðneska lífs og laga sig eftir því. En í sjálfu sér eru furðu- verkin ekkert meira undur en t. d. símtal, sem villimenn álíta auðvitað furðuverk. Ef menn meina með furðuverkum eitthvað, sem stríðir á móti náttúrulögmálinu, þá eru engin furðu- verk til. ÖII slík lög eru birting eða framkoma einhvers í guðdóminum, en hjá og í honum er livorki »umbreyting né umbreytingarskuggi«. En ef menn segja að þau birti nothæti krafta, sem fáir menn þekkja nokkuð til, vald viljans yfir og á kröftum, sem flestum mönnum eru ókunnir, og að hugsun hins sjúka sé fús 'til að mæta hugsun læknisins og gefi þannig hugs- un læknisins öflugri verkunarkraft — þá er það alí satt og rétt. Eg viðurkenni að fullu mátt trúarinnar, sem kallaður er. Pað má oft heyra menn segja sem svo: »Er það mögulegt að lækna sjúkdóma, sem ekki eru í taugunum?« Það er einhver dularfull, óransakanleg ástæða, sem sumir þykjast hafa fyrir því, að toug'fl-sjúkdóma megi lækna með hugsunarkrafti, en enga aðra. Það er engin heimild fyrir þessari skoðun. Að vísu veitir hugsuninni léttara að verka á taugasjúkdóma, af því að taugarnar eru hinar eðlilegu tilfærur hugsunarinnar til að birtast á jarðneska sviðinu. F*að er því hægra að hafa áhrif á taugar en á vöðva og bein. Taugavisnun er einn þeirra sjúkdóma, sem enginn læknir getur læknað með meðulum—en með dáleiðslum er hægt að lækna hana. Eg hef ekki mikla reynslu í þessu af sjálfri mér — eg hef ekki haft tíma til að fást mikið við þesskonar lækningar —, en eg hef þó verið þar viðstödd, að tveir blindir menn voru læknaðir með mætti hugsunarinnar; þeir voru blindir af því að rýrnun var að koma í sjóntaugina, og höfðu læknar dæmt þá ólækn- andi. Að lækna sár á sama hátt er stórum erf- iðara, en þó getur það tekizt, sem sjá má af tilraunum þeim, er gerðar hafa verið við La Salpétriére í París, og eg hef áður um getið. En til þess útheimtist, að sá sem læknar, hafi sterka hugsun og sterkan vilja, enda þarf hann 21

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.