Nýjar kvöldvökur - 01.07.1914, Qupperneq 20
164
NYJAR KVÖLDVÖKUR.
Hefði nú þýzka þjóðin staðið utan við menn-
ingarstraumana, þá ætti hún nú ráð á 60 milj.
krafteininga (mannsafla); en nú á hún ráð á
meira en þrefalt meira afli. Retta er ekki lítill
auður. Vel getur svo farið, að rafmagnið verði
búið að hertaka gufuna, eða standi henni að
öllu jafnfætis að mannsaldri liðnum, og vatns-
aflið verður þá að líkindum þjónn mannanna
að fullu, þannig að því verður breytt í raf-
magn og látið vinna í 100 — 400 km. fjarlægð.
Og svo er líka þess að gæta, að þessi nýju
öfl verða 5 — 20 sinnum ódýrari en manns- og
dýrsaflið.
En^svo margfaldast það, við það að þessi hel-
jaröfl vinna með því að beita þeim á vinnuvélar.
Vélarnar eru nákvæmar, vissar og vinna altaf
jafnt, og spara þannig ákaflega tíma, krafta og
efni. Eiffel, smiðurinn nafnkunni, sem bygði
Eiffelturninn í París, reiknaði svo 1869, að ef
menn ættu að láta menn bera alt það, sem flutt
væri á járnbrautum, mundi til þess þurfa 1280
tnilj. manna, meginið af öllu því fólki, sem
jörðina byggir. Og annað dæmi má taka. Ef
engin prentlist eða prentsmiðjur væru til, þá
dygði það ekki til, þó að hver einasta mann-
eskja á jörðinni væri tekin, og ungbörnin með,
og sett við skriftir, það vantaði mikið til að
allar bækur og blöð í heiminum kæmust í verk
fyrir það.
Og nokkuð yfir 100 milj. manna þyrftu til
þess að spinna alla þá bómull, sem spunnin
er í verksmiðjunutn á Englandi einu.
Vélavinnan eða vélaaflið hefur unnið einna
mest hingað til að samgöngufærunum og svo
að iðnaðinuni, eins og áður er sagt. Sam-
göngumálefnin öll saman hafa meira að segja
orðið að ríki, sjálfstæðu fyrir sig, í búnaðar-
lífi bæði manna og þjóða og ríkja. Alt þetta
stórkostlega net af ákveðnum skipaleiðum, járn-
brautum og fréttaþráðum ræður lögutn og lof-
um um löndin, og sumstaðar hafa þau tekið
okurböndum á þjóðunum. Innan iðnaðarins
eru það einkum spunaverksmiðjur og vefnaðar,
námuverknaður, málmsteypa og mótun, og svo
Yérksmiðjur þær er vinna að ieður- og tré-
vinnu, með öðrum orðum: allar greinir stór-
iðnarins, sem vélar eru mest notaðar við. Minni
áhrif hafa þær að sínu leyti haft á landbúnað
og jarðyrkju, þótt mikil séu.
Engin takmörk verða setl fyrir því, hvað
langt iðnaðargreinarnar geta gengið —hvað víð-
tækar þSer geta orðið. Pær geta aukizt jafiit og
þétt, meðan dugur og stofnfé er til að reka
þær og afurðirnar seljast. Pað er líka altaf of-
an á sú stefna, að minsta kosti enn, að auka
atvinnurekstur með verksmiðjum. Pað eru hvergi
neinar lagahömlur lagðar á það, hverja tegund
iðnaðar menn vilja reka með verksmiðjum. Pað
liggur alt að fullu í valdi þess, er verksmiðju-
iðnaðinn rekur. Hann getur umtalslaust látið
gera hvaða vinnu sem hann vill innan stofn-
unar sinnar. Nú eru víða verksmiðjur, þar sem
margar iðnaðargreinir eru reknar samhliða, en
áður voru þær reknar alveg sín í hverju lagi.
í greinum þeim, sem á eftir koma, verður
lýst nokkru af hinu helzta í sögu stóriðnaðar-
ins nú á dögum.
/•/•
Bókmentir.
Eitthvað hefur verið fyrirfarandi gefið út
hér á landi af útleggingum úr öðrum málum,
en hvað það er, er Kvv. ekki kunnugt, því að
ekki hafa þeim borist í hendur nema tvær bæk-
ur, útlendar að uppruna, en útlagðar á íslenzku.
Báðar þær bækur hefur útlagt Bjarni Jónsson
alþingismaður frá Vogi.
Önnur þeirra heitir Ingvi-Hrafn og er eftir
hið nafnkunna þýzka skáld Gusiav Freytag.
Saga þessi er önnur í röðinni í sagnabálki þeim
hinum mikla, er hann samdi og kallaði »Die
Ahnen® eða ættbálkurinn, og er eitt af þeim
ritum, sem hefur náð mestri útbreiðslu og hylli
meðal Pjóðvérja næst Ekkehard Scheffels. Fyrsta
sagan í bálki þessum kom út fyrir nokkrum ár-
um í þýðingu eftir hinn sama, Ingvi konungur,
og var henni vel tekið. Nú kemur önnur sag-