Nýjar kvöldvökur - 01.07.1914, Síða 24
168
NYJAR KV0LDVÖKUR.
Fischer: »Nu-ú, svo, það var hún. Eg vil
ekki vera ónærgætinn, en það segi eg satt, að
ef eg ætti engil sem, væri eins stórbeinóttur og
hnútóttur, eins og afgamall áburðarjálkur, mundi
eg senda hann til annars heims, ef hann vildi
ekki fara sjálfviljugur.«
Grant: »f*að er betra að vera stórbeinótt-
ur, en hafa eins eldrautt nef og frú Fischer
hafði. Það brennir áreiðanlega gat á kistulok-
ið, vertu viss. Hæ, þú læzt syrgja, það er Iag-
leg uppgerð; eg veit þú ert svo ofsakátur, að
þig langar til að æpa gleðióp.»
Fischer: »Þú skalt svei mér fá á baukinn,
ef þú talar hæðilega og niðrandi um konuna
mína.«
Grant: íÞað þættí mér gaman að sjá.«
Ekkjumönnunum hefði efalaust lent saman í
áflogum, ef líkfylgdirnar hefðu ekki gengið á
milli. Vinir Grants stungu honum inn í vagn,
sem þegar rann á stað með hann, og Potts
lækni heppnaðist að koma Fischer inn í annan
vagn og ók tafarlaust burt. Á Ieiðinni gaf Fisch-
er sorg sinni lausan tauminn.
»Læknir góður,« sagði hann. »Eghefenga
konu þekt jafnnýtna og hún var. Eg hef séð
konuna mína sálugu taka brækur af mér og
klippa þær í sundur í föt handa drengjunum.
Hún saumaði ágætan fatnað handa þeim báðum
úr þessari gömlu brók. Og hún hafði meira
að segja nægan afgang í loðkápu handa litlu
stúlkunni og í húfu handa Jonny; vasaklúta bjó
hún til úr vösunum og þó hafði hiín enn af-
gang. Væri henni gefin gömul flík, varð hún
í hennar höndum hreinasta gullnáma. Mér er
næst að halda, að hún hefði getað búið til
spánnýjan yfirfrakka úr gömlum sokk. Gamla
skyrtu, sem eg var búin að leggja niður, not-
aði hún í mörg ár fyrir gluggatjald, og til
margs annars. Hún bjó til hnappa handa okk-
ur öllum úr svínslærsbeinum, og fimtán hænsa-
búr bjó hún til úr gamalli pilsaglennu. Hún
fékk ágæta fiðurdýnu úr fiðrinu af Iítilli akur-
hænu. Bezta svínamat bjó hún til úr hefilspón-
um, já, og svínin spikfitnuðu. Já, það var ekk-
ert smáræði, sem hún gat búið til úr lítilfjör-
legu efni. Eg held hún hefði getaó bygt fjór-
Iyft gistihús úr einum furubulungi, eða gufu-
skip úr þvottakatli. Nei, hennar líka finn eg
aldrei.«
Pegar hinir sorgmæddu ekkjumenn komu
heim til sín, batt herra Grant sorgarslæðu um
alla gluggakróka, til þéss að sýna hve mjög
hann syrgði, en herra Fische sem fann glögt,
að hans sorg var þyngri en sorg Grants, skreytti
ekki aðeins alla sína gluggakróka, en hengdi
líka fimm álria slæðu á dyrabjölluna, og lét
alla heimilismenn sína skrýðast sorgarbúningi.
Grant áleit það skyldu sína gagnvart kon-
unni sinni sálugu, að láta ekki undan Fischer,
og vatt því upp svartan fána og lét sverta fram-
hliðina á húsinu sínu.
Petta þótti Fischer úr hófi keyra, og hann
þóttist ekki geta sýnt sorg sína á annan hátt
átakanlegar en með því að mála húsið sitt svart
og reisa konunni sinni minnisvarða.
Grant sverti þá bleika hestinn sinn í lampa-
sódi, batt sorgarslæðu um hornin á kúnni sinni
og festi laglegan slæðuskúf við halann á henni,
dýfði hundinum sínum ofan í blek og tók að
fága á sér nefið með svörtum vasaklút.
Þessi göfugi kappleikur stóð yfir nær því
eitt ár, og er ekki gott að segja hversu hon-
um hefði lyktað, ef Fischer hefði ekki í hjarta
sínu uppgötvað alt í einu innilegan hugþokka
á ungfrú Lang, er hann hafði hitt nokkrum
sinnum hjá kunningja sínum. Fischer reyndi
að koma sér í mjúkinn hjá henni, og fór smám
saman að fjarlægja öll hin ytri sorgarmerki.
Pess var auðvitað ekki langt að bíða, að
Fischer kvongaðist aftur, og er Grant frétti það,
gerðist hann svo styggur við, að hann labbaði
þegar á stað og bað ekkjufrú Jones. Hann fékk
jáyrði hennar og gifti sig stuttu á eftir Fischer.
Já, svona eru karlmennirnir.
M. B. þýddi.