Nýjar kvöldvökur - 01.01.1938, Síða 20

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1938, Síða 20
14 NÝJAR KVÖLDVÖKUR Landmannaleið öll bæja á milli. Veður var hið bezta þetta kveld, en grunsamleg- ar skýjahrannir í lofti. Lengi verður mér minnisstæð útsýnin af hálsinum við Frostastaðavatn þetta kveld, hin litskrúð- ugu fjöll er spegluðu sig í sléttum vatns- í'letinum, sem hvergi sá gára á. Við kom- um í Kýlinga eftir 2% klt. ferð og reist- um þar tjald, við kofann, sem nú er naumast fokheldur. Var það í annað sinn er við tjölduðum í ferðinni. Næsta morgun, miðvikudaginn 28. júlí, risum við árla úr pokum. Veðrið, sem hingað til hafði við okkur leikið, hafði nú haft hamaskifti. Stormur blés af suðaustri og fylgdu honum úrhellishryðjur, en sam- felld rigning var enn eigi. Þótt ferðaveð- ur væri þannig ekki álitlegt var einskis annars úrkosti en halda til byggða, því að svo hafði verið ráð fyrir gert, að við myndum koma þenna dag suður, og öll seinkun mundi hafa vakið óþarfan ugg um ferðir okkar. Þótt mér liði nú betur í fæti en daginn áður, hvatti hann mig mjög til að ná sem hraðast til byggða, ef um einhverja hættu gæti verið að ræða. Klukkan 9 lögðum við af stað, alskinn- aðir í fyrsta sinn í ferðinni. Það var hroll- ur bæði í okkur og hestunum, og fórum við því allhratt þótt á móti veðri væri að sækja. í Jökuldölum áðum við snöggvast, en annars var ekki staðar numið nema nauðsyn krefði. Á Herðubreiðarhálsi, en þar liggur Fjallabaksvegur hæst, var sót- þoka. En þegar lengra dró niður eftir, herti á óveðrinu. Þótti mér líkast sem veðurguðir þar á Skaftártunguafrétti væru mér í meira lagi reiðir, er þetta í þriðja sinn, sem eg fer þar um og alltaf í illviðri. Eftir því sem á leið jókst úrfell- ið, allar sprænur voru komnar í foráttu, og síðasta klukkutímann f var sunnlenzkt slagviðri af verstu tegund. Urðum við því harla fegnir, er við náðum niður að Búlandi, efsta bæ í Skaftártungu, eftir 6% klt. ferð. Hafði það einnig hvatt okk- ur að bíða ekki næsta dags, að við vissum. frá fyrri ferðum, að vísar voru ágætar viðtökur og gisting hjá Gísla bónda Sig- urðssyni á Búlandi. Það brást heldur ekki í þetta sinn, og brátt voru erfiðleikar dagsins og illviðri gleymt yfir rjúkandi kaffibollunum í sjóðheitri stofunni á Bú- landi, sem vermd er rafhita, eins og önn- ur hús þar á bæ. Aldrei finnur maður betur hina alúðlegu íslenzku gestrisni, en. að lokinni langferð sem þessari. Þá var ferð okkar lokið og það áform framkvæmt að fara yfir landið þvert byggða á milli. Hafði öll ferðin gengið ákjósanlega, þótt breyta þyrftum við síð- asta áfanga ferðarinnar. NIÐURLAG. Þá er ferðaþætti þessum lokið. Það er raunar með hálfum huga, að eg læt hann frá mér íara, því að satt að segja þykir mér það kenna yfirlætis, að fara að skrifa ferðasögu með málalengingum og orðskrúði, þótt menn bregði sér til fjalla. Enda virðast sumar ferðalýsing- ar, sem skrifaðar hafa verið á síðustu ár- um vera samdar í því einu skyni að aug- lýsa frækni höfundanna og yfirburði yfir aðra dauðlega menn. Þótt eg eigi þannig á hættu, að lenda í sama númeri og nú hefir verið lýst, læt eg samt þátt þenna á brott, ef verða mætti að hann gæti haft nokkurt hagnýtt gildi. Þannig að ferða- lýsing þessi gæti hvatt einhvern til að leggja land undir fót á sama hátt, og mætti þá leiðarlýsingin verða að nokkr- um notum. Er það skemmst að segja um þessa leið að hún er bæði auðfarin og fög- ur. Má það tilvalið heita fyrir Akureyr- inga, sem nokkurt sumarleyfi hafa að bregða sér suður til Fiskivatna og alla leið suður á Fjallabaksveg. Enda þótt leið þessi sé auðfarin, skortir

x

Nýjar kvöldvökur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.