Nýjar kvöldvökur - 01.01.1938, Side 33

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1938, Side 33
ARABAHÖFÐINGINN 27 Hún gat nú séð mílur vegar umhverfis sig. Allar takmarkalínur sjóndeildar- hringsins voru skýrar og skarpar undir sólarlagið. Hún reið hratt áfram og tók loks að efast um, að þau næðu næsta áfanga fyrir myrkur. Þau höfðu nú riðið lengi og harðara heldur en þau höfðu ætlað sér, og hún furðaði sig á, að þau skyldu ekki fyrir löngu vera búin að ná aftur úlfaldalestinni. Hún hleypti brún- um og leit á úrið sitt. „Hvar er lestin yðar, Mústafa Ali?“ hrópaði hún. „Eg sé engin líkindi til vinja ennþá, og nú er bráðum komið myrkur“. „Ef að mademoiselle hefði haldið fyrr af stað“, svaraði hann gremjulega. „Þó að eg hefði lagt fyrr af stað, myndi það samt hafa orðið of seint! Á morgun verðum við að haga þessu öðruvísi“, sagði hún í ákveðnum róm. „Á morgun“, tautaði hann í hálfum hljóðum. Díana leit athyglislega á hann. „Hvað voruð þér að segja?“ spurði hún borgin- mannlega. Hönd hans lyftist ósjálfrátt upp að enn- inu á honum. „Allah ræður morgundeg- inum!“ tautaði hann í sérkennilegum málróm. Díana var í þann veginn að svara hon- um fremur hvatskeytlega, en’ tók allt í einu eftir nokkrum dökkum blettum yzt úti við sjóndeildarhring og hætti við það. þeir voru ennþá of langt undan til þess að hún gæti séð þá greinilega, en hún benti í áttina og starði á þá með athygli. „Lítið þér á! Er þetta úlfaldalestin?" kallaði hún. „Eins og Allah þóknast“, svaraði hann enn auðmjúkari en áður, og Díana varð hálf gröm, og óskaði þess, að hann hætti nú þessum barnaskap að varpa frá sér sjálfum allri ábyrgð og yfir á forsjónina, og sýndi nú heldur meiri áhuga og um- hyggju fyrir lestinni, sem var þeim alger- le'ga horfin. Dökku blettirnir voru á hraðri ferð yfir sandsléttuna. Leið því ekki á löngu, áður en Díana varð þess vís, að þetta var ekki hægfara úlfaldalestin þeirra, sem hér nálgaðist, heldur hópur vopnaðra manna, sem komu ríðandi á móti þeim á harða spretti. Þau höfðu eigi mætt neinni lif- andi veru, síðan kaupmannalestin fór fram hjá þeim um morguninn, og Díana hafði því skemmtun af þessum aröbum, sem þarna komu þeysandi langtum hrað- ara en lestin hafði farið. í Biskra hafði hún séð margar lestir koma til borgar- innar. En hún hafði þó aldrei séð svona marga menn vopnaða í einu, og heldur aldrei í svo fjölskrúðugu umhverfi. Hún gat með engu móti komið tölu á þá, þar eð þeir riðu samhliða, og vindur feykti til hinum víðu, hvítu skikkjum þeirra, svo að hver maður varð eins og heljar risi til að sjá. Díana varð allt í einu alveg í loftinu. Þetta var eins og að mæta skipi út á regin hafi! Það var kærkominn við- burður og tilbreyting, — auðnin og til- breytingaleysið var farið að þreyta hana og gera hana dapra. Ef til vill stafaði það af því, að hún var orðin svöng, eða af því að hún var farin að þreytast, eða þá ef til vill eingöngu af því, að hún var svo sárgröm yfir hinni lélegu tilskipun ferð- arinnar, sem allt var fararstjóranum að kenna. Rétt áður en Arabamir komu í ljós, hafði Díönu fundist auðnarkyrrðin leggjast á sig eins og þungt farg. En er þessir menn komu þeysandi á harða spretti á móti henni, gerbreyttist allt á svipstundu. Þetta var þó hraðstreymandi líf mitt í þessari ógnar-auðn! Hún varð svo hrifin af öllu þessu, að hún reið hratt fram á móti foringjanum. Nú voru þeh’ komnir svo nærri, að hún gat séð, hve fallegir hestarnir voru, og einnig reiðmennirnir. Og aUir voru þeir 4*

x

Nýjar kvöldvökur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.