Nýjar kvöldvökur - 01.01.1938, Blaðsíða 37

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1938, Blaðsíða 37
ARAB AHÖFÐINGINN 31 þola nærveru hans, sem hún hataði, og finna hið þvingandi faðmtak hans. Hvernig skyldi þetta enda? Hvert héldu þau nú? Hún vissi ekki neitt; vissi ekk- ert, hvert þau fóru, hún fann aðeins, að hesturinn þeystist áfram, en maðurinn á baki hans sat jafn rólegur og hreyfði sig léttilega til í hnakknum, án þess þó að lina minnstu vitund á takinu utan um hana. En þegar hún framvegis lá alveg kyrr og hreyfingarlaus, var sem takið linaðist ofurlítið, svo að hún gat að lokum snúið höfðinu og andað að sér hreinu lofti. Hún svelgdi í sig svalfrískt loftið með vel- þóknun. Þó að hún gæti ekkert séð, var hún samt viss um, að nú var komin nótt, sú nótt, sem hún hafði þráð og óskað eft- ir að kæmi, áður en þau næðu næsta á- fanga; en nú virtist henni nóttin óttaleg. Hreint og svalt næturloftið færði henni nýja krafta og brýndi þá ögn af skapi og hugrekki, sem enn bjó með henni. Hún hleypti í sig öllum sínum kjarki og krafti og hnykkti sér aftur á bak í stæltan boga og reyndi að smeygja sér út úr armtak- fnu, sem nú var nærri því alveg laust ut- an um hana, en sporarnir á hælum henn- ar hjuggu í síðu hestsins, svo að hann trylltist og prjónaði hátt í loft upp og blés og titraði. En Arabinn var leiftur-snögg- ur og greip í sama vetfangi utan um hana. Hún brauzt um eins og tryllt og reyndi að losa sig; en hún sat föst eins og í bóndabeygju. Rétt á eftir tók hann einn- ig hinum handleggnum utan um hana og stýrði svo æstum hestinum með hnjá- þrýstingi. „Doucement! Doucement!“ Hún heyrði hina mjúku og þýðu rödd hans með ein- kennilega hægri fallandi. Það var eins og hún kæmi langt að. Því að nú þrýsti hann á ný höfði hennar fast upp að sér, og hún vissi ekki, hvort það var hún eða hesturinn, sem hann átti við. Hún barð- ist við að lyfta höfðinu og að reyna að losa sig unz rödd hans kvað við á ný: -f~ „Liggðu kyrr, asnaprikið þitt litla!“ sagði hann harkalega allt í einu, og neyddi hana hranalega til að vera kyrra, svo að hún furðaði sig alveg á, að það skyldi vera nokkurt rifbein heilt eftir í vesalings skrokknum á henni. Að lokum var öll mótspyrna hennar brotin á bak aftur, og hún stóð alveg á öndinni og beygði sig algerlega fyrir þessu ofurefli, sem henni tjáði ekki vitund að strita á móti. Maðurinn virtist finna það á sér, að hann hefði nú yfirbugað hana. Hann virt- ist nú aðeins hugsa um að stjórna hestin- um, og nú heyrði hún aftur þennan lága, hlakkandi hlátur, sem hafði haft svo ein- kennileg áhrif á hana, er hún skaut á hann og missti marksins. Þá hafði hún ekki áttað sig á, hvað það var; en nú fann hún, hvernig þessi tilfinning magn- aðist og gagntók hana algerlega, unz hún varð þess fyllilega meðvitandi, að það var óttinn og hræðslan, sem í fyrsta sinni á ævinni hafði gripið hana; — það var ein- kennilegur ótti, sem hún barðist árang- urslaust gegn. Hann læsti sig um hana alla með þvílíku heljarmagni, að hana al- veg svimaði. Það leið þó ekki yfir hana, en allur taugaóstyrkur hennar virtist al- gerlega þorrinn, og henni varð það allt í einu fyllilega ljóst, hve hún var ægilega illa stödd. Upp frá því hafði Díana enga hugmynd um, hvað tímanum leið, hvort þessi þeysireið stóð yfir mínútur eða klukku- stundir, því að þessi ógurlegi ótti gagn- tók hana meir og meir og dró úr henni allan mátt bæði andlega og líkamlega. Hún reyndi að yfirbuga þessa tilfinningu með því að hæðast að sjálfri sér, en árangurslaust! Hún reyndi að telja sér trú um, að þetta væri aðeins hugarburð- ur einn, en óttinn var þar eftir sem áður, og hann vakti hjá henni ýmsar hugsanir,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.