Nýjar kvöldvökur - 01.01.1938, Qupperneq 48

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1938, Qupperneq 48
42 NÝJAR KVÖLDVÖKUR kaldhæðnislega. Er þú kynnist mér betur, muntu komast að raun um, að ég treysti ekki um of á tilviljun eina. Allt er í höndum Allah! Blessað sé nafn hans? Það er gott! En það er líka gott að vita, að Allah er eigi sífellt að fást við málefni vor mannanna, og haga sér svo samkvæmt því. Hefði ég t. d. lagt þetta málefni í hendur tilviljunar einnar, hefði auðveld- lega getað orðið morð úr því — þótt vér hér í eyðimörkinni teljum þessháttar eigi morð. Það er allt saman ósköp blátt á- fram Voyons! Þú borgaðir Mústafa Alí fyrir að fylgja þér um eyðimörkina — ég borgaði honum ennþá meira fyrir að koma með þig til mín. Ég borgaði honum nægilegt til þess, að hann sætti sig vel við að flytja frá Biskra, þar sem hann gat átt á hættu að verða spurður að ýmsu, sem erfitt hefði getað orðið að svara. Nú er hann farinn í annan stað, þar sem hann er eigi alveg ókunnugur, — og þar getur hann nú aflað sér góðs álits sem dugandi fylgdarmaður“. Dauðaþögn ríkti í tjaldinu. Díana þukl- aði um háls sér. Henni fannst hún ætla að kafna. Þetta hafði þá alls ekki verið nein tilviljun! Þau höfðu alls ekki mætzt af tilviljun einni, heldur var það djöfullega sniðug veiðibrella! En hve heimsk hún annars hafði verið frá upphafi — alveg óumræðilega heimsk! Hún gnísti tönnum af bræði. Skimandi augnaráð Mústafa Alí, asinn á honum að komast af stað frá vinj- unum, þar sem þau höfðu hvílt sig, allt þetta var nú auðskilið! Hann hafði svei- mér leikið snilldarlega, það mátti hann þó eiga! Og síðasta atriðið, þegar hann lézt hafa orðið sár af skoti og oltið af hestinum, það var hreinasta meistara- verk af gamanleik, hugsaði hún með sér og var gröm í skapi. Og svo hesturinn, sem hún hafði fengið til reiðar, það var auðvitað hestur höfðingjans, vaninn við að hlýða blístri hans. Hann hafði einnig fitlað við marghleypxma hennar, svo að hún hafði ekki einu sinni hitt til hliðar við markið, eins og hún hafði haldið. Hún minntist þrusksins á hótel-herberg- inu í Biskra og hvítu vofunnar, sem sýnd- ist skjótast burt. Það hafði verið maður inni á herberginu hennar, Mústafa Alí eða einhver af mönnum hans hafði læðst þangað inn og skipt um skothylki. Bara púðurskot! Jú, þeir höfðu svo sem ekki gleymt neinu því, er með þurfti, til þess að áætlun þeirra gæti heppnazt vel. Það var eins og netið, sem henni fyrr um daginn fannst vera að vefjast utan um sig, herti nú að henni, svo að hún gat sig hvergi hreyft og ætlaði alveg að kafna. Hún tók andann á lofti. Og henni virtist, að sólin, sem var að setjast, tæki undir sig stökk upp í gullin skýin í vestri, — svo herti hún upp hugann og þurfti til þess að beita öllum sínum lífs og sálar- kröftum, og tautaði lágt: „Hversvegna hafið þér gert þetta?“ Hjarta hennar stöðvaðist sem allra snöggvast, og augu hennar stóðu galopin af ótta. Hann hafði gengið fast að henni, og hún beið þess með skelfingu, hvað nú myndi ske. Hann tók hana í fang sér og þrýsti henni hörkufast að sér og ýtti höfði hennar aftur á bak upp að handleggnum, sem lá um herðar henni. „Af því ég vildi fá þig! Af því ég sá þig í Biskra fyrir fjórum vikum síðan, sá þér bregða fyrir, en nægilega skýrt til þess, að mér var ljóst, að ég vildi ná í þig — og það sem ég vil ná í, er ég vanur að taka. Þú lékst sjálfri þér beint í hendur mínar, er þú lagðir út í þessa eyðimerk- urferð þína“. Hún lokaði augunum. Löng og mjúk augnahárin lágu titrandi niður á bleikar kirmarnar og byrgðu henni sýn, svo að hún sá ekki framan í hann, en hún fann að hann dró hana fast að sér og fann

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.