Nýjar kvöldvökur - 01.10.1940, Blaðsíða 4
146
NÝJAR KVÖLDVÖKUR
mikill.... Þannig ski’ifar enginn nema sá,
sem hefir stórskálda-hæfileika.
.... Guðmundur Daníelsson hefir sýnt
með þessari bók, að hann kann að byggja
skáldsögur og tefla fram mörgum persón-
um á breiðu leiksviði, þannig að þær
standi lesanda skýrt fyrir sjónum. Hann
stendur nú mjög framarlega í sveit ís-
lenzkra rithöfunda og er líklegur til mik-
illa afreka í framtíðinni,
Jón Magnússorí‘ (skáld). Skírnir 1940.
„Þetta er fjórða saga Guðmundar Daní-
elssonar. Mér finnst það enginn vafi, að
með henni hafi hann skipað sér á bekk
með beztu sagnaskáldum þjóðarinnar.
Jón H. Gu3mundss.“ (,,Vikan“ 15. ág. ’40).
hér hefir ungur höfundur skrifað
skáldsögu, sem tekur langt fram þeim
þrem sögum, sem áður hafa komið út eft-
ir hann, skáldsögu, sem er vert að kynn-
ast og lesin mun verða með eftirvæntingu
og vaxandi áhuga. .. . “
Eimreiðin, 3. h. 1940.
„. .. .Guðmundur Daníelsson er vaxandi
skáld í sinni nýju skáldsögu. Hann hefir
stigið upp og stigið fram. Fyrst og fremst
með því, að söguefnið mótast af göfugu
markmiði og þar næst á meðferð máls og
stíls“.
Vesturland, 31. ágúst 1940.
.... Það leynir sér ekki að höfundur
þessarar sögu er sér þess meðvitandi, að
hann á erindi fram á ritvöllinn. Magnað-
ur af kölluninni til þess starfs, tekur hann
sér stærra viðfangsefni en áður og stækk-
ar að sama skapi í list og leikni, því stór-
brotnara sem verkefnið er. Slíku æfintýri
á skáldabekk okkar fámennu þjóðar ber
að fagna“.
Alþýðumaðurinn, 22. okt. 1940.
„. .. .En hún (þ. e. sagan) verkar á les-
andann eins og hún væri sönn, og í því er
fólginn hennar mesti kyngikraftur. Sögu-
persónurnar verða lesandanum ljósar og
lifandi og undur náttúrlegar“....
Nýtt land, 30. ágúst 1940.
,,....Manni gæti því orðið að spyrja,
hvort sú marghliða stílleikni, sem Guð-
mundur Daníelsson ræður yfir, séu nátt-
úruleikni með öllu, eða að nokkru leyti
þjálfuð. Þar til er eindregið því að svara,
að hér er um ómengaðar náttúrugáfur að
ræða.... Það er ef til vill þessi stílleikni,
sem manni finnst vera sterkasta loforð af
hálfu höíundar um að verða ótvírætt
skáld í fremstu röð, þó að vísu margt
annað bendi til þess.
.... Það er í raun og veru svo, að hver
einasta persóna bókarinnar stendur svo
bráðlifandi, að það er fyrirhafnarlaust að
átta sig á hverri um sig — maður skilur
þær strax.
.... Maður leggur því bókina frá sér á-
nægður yfir að hafa verið að lesa góða og
skemmtilega bók — góðar bókmenntir....
Guðbr. Jónsson“ (prófessor).
Vísir, 7. ágúst 1940.
.... Sagan er enginn áróður fyrir neinn
ákveðinn „isma“, og er því laus við að elta
tízkuna.... Hann stendur ekki undir á-
hrifavaldi sérstakra þjóðfélagsstefna, sem
lita blek hans, er það snertir pappírinn.
Þetta er styrkur hans. Og hinn litríki stíll
hans og persónulega, óháða frásagnarlist
skipa honum með bók þessari mjög fram-
arlega á bekk núlifandi íslenzkra skáld-
sagnahöfunda“.
íslendingur, 13. sept. 1940.
„. .. .Allar persónur sögunnar verða les-
endum hennar ógleymanlegar, svo skýrt
eru þær mótaðar í skaplyndi og háttum.
Það er eins og maður hafi haft raunveru-