Nýjar kvöldvökur - 01.10.1940, Qupperneq 5
NÝJAR KVÖLDVÖKUR
147
leg kynni af þeim í lífinu, líkt og séra
Sigvalda í „Manni og konu“, eða Bárði á
Búrfelli og Gróu gömlu í „Pilti og stúlku“.
Og er þetta einmitt óbrigðulasta einkenni
á góðum skáldsögum11.
Dagur, 26. sept. 1940.
„....,Á bökkum Bolafljóts' er bezta
skáldsaga Guðmundar. .. .
Sigurður Guðmundsson“.
Þjóðviljinn, 28. ágúst 1940.
„... .Hin nýjasta bók Guðmundar Daní-
elssonar er gegnsýrð af hæfileika höfund-
arins til þess að njóta þess, sem hann sér,
heyrir eða skynjar á annan hátt, njóta
fjölbreytninnar, gróðurmagnsins og bar-
áttunnar milli hinna eyðandi og hinna
frjóvgandi og lífgefandi afla í sálum
manna og náttúrunni umhverfis, njóta
þess sem styrkjandi, örfandi og svalandi
drykkjar Og hver sá, sem les bókina og
er ekki að eðli eitthvert ónáttúruhimpi —
eða hefir gert sig eða látið gera sig að
slíkri vanmetaskepnu — hlýtur að hrífast
með og njóta um leið og hann les. .. . Um
hæfileika hans til að spinna söguþráð,
verður ekki efazt. Hann hefir til að bera
mikla mannþekkingu. Hann á frumstæðan
þrótt — og yfir honum er blær hressandi
heilbrigði. Hann er orðfrjór og kjarnyrt-
ur. .. . má vænta af honum glæsilegri af-
reka í bókmenntum en flestum öðrum ís-
lenzkum höfundum“.
Guðmundur Hagalín.
Lesbók Morgunblaðsins. 13. okt. 1940.
„. .. . Eg er ekki í vafa um að Guð-
mundur getur orðið stórskáld. Hann á
gáfuna, dugnaðinn og viljann....
Sagan er skemmtileg lestrar og líkleg
til að verða mjög vinsæl. Hún er prýðis-
vel byggð og efnisvalið víða ágætt. Allt
bendir á mikið hugmyndaflug, frásagnar-
gleði og vilja til stórræða. Og höfundur-
inn er á réttri leið, honum er orðið ljóst
hvað til þess þarf að skrifa góðar skáld-
sögur.... skáldið er ungt og þróttmikið
og fer hamförum. ...“
Kristmann Guðmundsson-
Vísir. 30. okt. 1940.
„... . Með sögu þessari hefir Guðmund-
ur sýnt, svo að ekki verður um deilt, að
jafnvel glæstustu vonir, sem til hans
voru gerðar hafa rætzt.... Framfarirnar
frá næstu bók á undan, Gegnum lysti-
garðinn, eru svo miklar, að líkast er því,
að hér sé um annan höfund að ræða, svo
mjög ber hún af öllu. Það er hönd snill-
ingsins/sem hér hefir um vélt. Allt virð-
ist vera hnitmiðað. Atburðakeðjan eðlileg
og ýkjulaus, og sagan með vaxandi stíg-
anda til loka. Eg minnist þess heldur
ekki að hafa lesið skemmtilegri íslenzka
skáldsögu, og er margt, sem að því stuðl-
ar annað en það, sem nú er nefnt. Benda
má á það, að stíll höufndar er leikandi
léttur, svo vafamál er, hvort aðrir íslenzk-
ir rithöfundar standa honum framar á því
sviði. í lýsingum gætir hispursleysis og
raunhæfni. .. . Stílfegurð höfundar kemur
ekki sízt fram í nátt.úrulýsingum, en þær
eru margar fagrar og lausar við skrúð-
mælgi og orðaprjál viðvaningsins. Það,
sem gefur þó sögu þessari öllu fremur
bókmenntalegt gildi eru ágætar mannlýs-
ingar. Allar hinar mörgu persónur sög-
unnar eru vel gerðar. Og allt eru þetta
persónur, sem við þekkjum svo vel, hver
annari sérstæðari, hver annari mannlegri,
þótt ólíkar séu að innræti. Tök höfundar-
ins eru jafn nákvæm og örugg, sálkönn-
un hans jafn glöggskyggn, hvort sem hann
lýsir æskunni eða ellinni, blómarósinni
eða ekkjunni, einyrkjanum eða stórbónd-
anum, ferjukarlinum eða heimsmanninum.
Þessvegna er það, að atburðirnir verða í
sjálfu sér ekkert aðalatriði í þessari sögu.
Þeir skapa ekki persónurnar, en þeir eru
19*