Nýjar kvöldvökur - 01.10.1940, Síða 6

Nýjar kvöldvökur - 01.10.1940, Síða 6
148 NÝJAR KVÖLDVÖKUR eins og kastljós, sem varpað er á einstak- lingana, þannig, að ekkert fær dulizt, hver afkimi sálarlífsins, hver hugrenning, hver viljahræring, stendur lesandanum í dags- birtu í sögulok. Og persónur sögunnar verða hugstæðar, þótt atburðir sögunnar hverfi í gleymsku.... Með sögunni Á bökkum Bolafljóts hefir Guðmundur Daníelsson ekki aðeins skrifað skemmti- lega og veigamikla skáldsögu, heldur einn- ig sögu, sem hefir mikið listagildi og lífs- gildi, ef ég sé rétt. Þjóðin mun nú skipa honum á bekk með beztu skáldsagnahöf- undum sínum og bíða með óþreyju næstu skáldsögu hans. Kristinn Stefánsson“. Tíminn, 24. sept. 1940. Sigurður Róbertsson: Kenn imaður. . — SAGA — (Framh.) 8. Kjördagurinn rann upp. Dagurinn, sem átti að skera úr því, hvor þeirra yrði hlut- skarpari, séra Bjarni eða séra Jónas. Hver sókn hafði sinn kjörstað, og þangað flykktust Breiðdælingar til þess að leggja atkvæði sín í metaskálarnar. Það var rigning fram eftir deginum, svo að rnargt eldra fólk treysti sér varla og sat sumt heima fyrir þá sök. Eldra fólkið fylgdi séra Bjarna, svo að veðrið dró heldur úr líkunum fyrir því, að hann næði kosningu. Það var eftirvænting í fólkinu. Síðustu daga hafði verið rekinn miskunnarlaus áróður af hálfu beggja aðila. Fylgjendur séra Jónasar höfðu unnið á, þrátt fyrir það, að séra Bjarni hafði dag hvern riðið um sveitina og talað máli sínu, og með- hjálparinn vanrækt búskapinn til þess að tryggja vini sínum brauðið. Sjálfur hafði séra Jónas ekki skipt sér af neinu. Hann lét fylgismenn sína um að ganga fram fyrir skjöldu. Hann var ekki fyrir það gefinn að tala sjálfur fyrir máli sínu. Séra Bjarna þótti það slæmt, að geta ekki verið samtímis á öllum kjörstöðun- um, því að hann vissi, að einungis ná- lægð hans gat aflað honum nokkurra at- kvæða. Hann varð að treysta á trúnaðar- menn sína, þar sem hann gat ekki sjálfur verði til staðar. Á Breiðavaði leit hann eftir því, að allt færi löglega fram og að hans hlutur væri ekki fyrir borð borinn. Þess á milli gekk hann manna á milli, tók þá á eintal, gaf þeim í nefið og reyndi að leiða þeim fyrir sjónir, að öll velferð Breiðdælinga væri undir því komin, að séra Jónas næði ekki kosningu. Þeir, sem ístöðulitlir voru, stóðust ekki röksemdir hans og hétu honum atkvæði sínu, þó að þeir hefðu hálft í hvoru verið búnir að ákveða að kjósa séra Jónas. Með þessari aðferð græddi séra Bjarni ekki svo fá at- kvæði á síðustu stundu. Viðskilnaður þeirra Guttorms var orð- inn kunnur um alla sveitina. Fylgismenn séra Bjarna láðu honum ekki, þó að hann hefði kreist á kýlinu. Fyrir aðgerðir með- hjálparans hafði þessi atburður tekið eigí

x

Nýjar kvöldvökur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.