Nýjar kvöldvökur - 01.10.1940, Qupperneq 7

Nýjar kvöldvökur - 01.10.1940, Qupperneq 7
NÝJAR KVÖLDVÖKUR 149 svo litlum stakkaskiptum í þá átt, að réttlæta klerk en lítillækka Guttorm, en hann gerði enga tilraun til þess að hreinsa sig af þessu máli. Hann lét sig kosninguna engu skipta, kom ekki einu sinni til að kjósa, og enginn af hans heimili. Norðan undir bæjarvegg á Breiðavaði stóð dálítill hópur manna. Voru þar sam- an komnir fylgismenn beggja aðila. Kappræddu þeir um prestana og líkurnar fyrir því, hvor myndi vinna. Af fylgis- mönnum séra Bjarna bar mest á með- hjálparanum og Páli „sitt á hvað“. Virtust þeir vera í meirihluta, ekki sízt vegna yfirburða í mælsku. Töluðu oft báðir í einu, þegar mikið lá við. — Það væri, anda kornið, ljóta hneyksi- ið, ef séra Jónas kæmist að, sagði með- hjálparinn. Þetta er gersamlega trúlaus maður. Það var bara af náð og miskunn, að biskupinn lét hann hafa vígslu. Svo á hann ekki bót fyrir rassinn á sér. Mér kæmi það ekkert óvart, þó að við fengj- um hann á sveitina og það fyrr en seinna, — og meðhjálparinn hló dátt að þessari fyndni sinni. Oddviti hreppsins stóð við hlið með- hjálparans. Hann var einn af áköfustu fylgismönnum séra Bjarna. Vegna þess að honum var fremur stirt um mál, bar ekki eins mikið á honum og sumum öðrum, en ttú fannst honum, að hann ekki geta ann- að en lagt orð í belg. Hann ræskti sig nokkrum sinnum. Það var vani hans áður en hann tók til máls. — Mér finnst nú, uh, þegar maður skoðar þetta frá heilbrigðu sjónarmiði, uh, og með, uh, tilliti til ástæðna sveitar- félagsins, að það sé, uh, ekkert vit í því að kjósa séra Jónas. Ég hefi nú ekki, uh, hunnugleika til þess að dæma um það, hversu mikill trúmaður hann er, en hitt veit ég, uh, að hann er blá-skínandi fá- tsekur og hreint enginn búmaður, svo að fyrir þá sök eina væri, uh, uh, hreint engin meining, að stuðla að kosningd hans. Eins og vinur minn, Jóhannes, sagði eða meinti, uh, uh, uh, er .nóg af hreppsómögum hér í Breiðdal. Aftur á móti væri, uh, uh, uh, sveitarfélaginu ómetanlegur stuðningur að séra Bjarna. Ég meina, uh, fjárhagslega séð. — Skyldi hann vera eins efnaður og af er látið? skaut einhver inn í. Oddvitinn ræskti sig duglega áður en hann svaraði þessu. — Ég skal segja þér, Pétur, uh, að faðir hans er einn af ríkustu kaupmönnum Reykjavíkur, og séra Bjarni er einbirni. Með fjárhagslega velferð sveitarfélagsins fyrir augum, uh, uh, uh, hefi ég aflað mér áreiðanlegra upplýsinga um þetta mál. Það er því, uh, enginn vafi á því, að hann verður fær um að bera töluvert út- svar, ef til vill með tíð og tíma, uh, uh, meira en séra Guðbrandur heitinn. Ég trúi að mönnum þyki útsvörin vera nógu há, þó að ekki sé farið að bæta við, sem þó, uh, uh, uh, verður ekki komizt hjá, ef við fáum ekki einhvern sterkan, uh, í stað séra Guðbrands heitins. Með þetta fyrir augum tel ég það, uh, uh, hrein og bein svik við sveitarfélagið að, uh, kjósa þenna séra Jónas. Ræða oddvita vakti mikla hrifningu meðal fylgismanna séra Bjarna. Páll „sitt á hvað“ hrópaði hvað eftir annað: heyr! En þrátt fyrir þær röksemdir, sem oddvit- inn bar fram, virtust andstæðingar hans ekki meðtækilegir fyrir þær. Pétur í Brekku, bóndi af næsta bæ við Breiðavað, varð fyrstur til andsvara. — Þetta, með tilliti til ástæðna sveitar- félagsins, þekkjum við of vel til þess að það hafi nokkur áhrif lengur, sagði hann og beindi orðum sínum sérstaklega til oddvitans. Mér finnst, að fyrst við á ann- að borð kjósum okkur prest, þá sé það illa farið að hafna gáfuðum og frjáls-

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.