Nýjar kvöldvökur - 01.10.1940, Side 9

Nýjar kvöldvökur - 01.10.1940, Side 9
NÝJAR KVÖLDVÖKUR 151 maður, fyrst hann kemur ekki til að kjósa hann. — Mér þætti ekki ólíklegt, að hann hefði blygðazt sín fyrir framkomuna gagnvart yður, eftir ádrepuna, sem þér gáfuð honum. Það þarf að segja svona ná- ungum ærlega til syndanna. — Það er rétt hjá yður, Jóhannes minn. Það dugar ekki nein hálfvelgja. Sá, sem berst fyrir hið heilaga málefni, má ekki láta neinn bilbug á sér finna. Við verðum að vera samhuga og samtaka í því að vinna gegn spillingunni. Þessu til staðfestingar tóku þeir báðir í nefið. 9. Loksins voru úrslitin kunn. Þeirra hafði verið beðið með mikilli eftirvæntingu af öllum þorra fólks. Raun- ar voru þeir fleiri, sem þóttust vissir um, að séra Bjarni yrði hlutskarpari, og í þeim hóp voru meira að segja margir fylgjendur séra Jónasar. En þrátt fyrir það voru þeir margir, sem héldu fram því gagnstæða. Það hafði verið veðjað um úr- slitin, og þeir, sem svæsnastir voru, höfðu meira að segja haft í heitingum hvorir við aðra. Og úrslitin urðu þau, sem flestir höfðu búizt við. Séra Bjarni vann sigur, en sá sigur var engan veginn eins glæsilegur og hann hafði gert sér vonir um. Hann hafði aðeins örfá atkvæði fram yfir andstæðing sinn. Ekki varð, árangurinn meiri, bæði af hans eigin viðleitni og meðhjálparans til að afla honum fylgis. Það var dálítið óþægilegt að þurfa að horfast í augu við þá staðreynd. — En, jæja, hann hafði þó sigrað, og það var aðalatriðið. Strax og vissan var fengin, fór séra Bjarni að gera ráðstafanir vegna framtíð- arinnar. Um tíma var hann að hugsa um að dvelja í Reykjavík yfir veturinn og fá flágrannaprest til að þjóna á meðan, en eftir allmiklar bollaleggingar hætti hann við það. Hann var hræddur um, að það kynni að verða lagt út til verri vegar. Niðurstaðan varð sú, að hann skryppi suð- ur og kæmi svo alfluttur um haustið. Við nánari athugun sá hann, að þetta var heppileg ráðstöfun. Með þessu fékk hann tækifæri til að kynna sér búskap og búa sig undir það að reka búskap fyrir eigin reikning og á eigin ábyrgð. Hann samdi við Gunnar bónda á Breiða- vaði um húsnæði og annað, sem til þurfti. Hann fékk tvær stofur og eldhúsið. Gunn- ar varð að búa sér út eldhús annars staðar í bænum. Séra Bjarni vildi ekkert sam- neyti hafa í þeim efnum. Hann vildi vera einn með sig og sitt. . Þá kom hann með það, sem margir höfðu brotið heilann um síðustu vikurnar. Hann var trúlofaður. Hann ætlaði að gifta sig og koma með konuna með sér norður, er hann kæmi alfluttur. Þessi hlið málsins hafði verið allmikið rædd, ekki sízt af mæðrum, sem áttu dæt- ur á þeim aldri, sem líklegastur er til hjónabandsstofnunar. Einhvern veginn hafði sá grunur komizt á loft, að þessu myndi þannig farið, en þó vissi enginn neitt með vissu. Samt freistuðust margir til að setja það í samband við það, hversu fylgi hans reyndist minna en búizt var við í upphafi. Fyrst eftir að hann kom, höfðu bæði giftar og ógiftar konur ekki þreytzt á að lofa hann bæði hátt og í hljóði, en þegar þetta fór að kvisast, fór að hljóðna yfir. Kvenfólk er að vísu oft óútreiknanlegt, en þrátt fyrir það fóru menn að leggja saman líkur með og móti, og útkoman varð þessi: Kvenþjóðin hafði brugðizt séra Bjarna fyrir þessa sök og gengið í lið með andstæðingi hans, sem var ógiftur. Þetta umtal, sem ekki var náttúrlega annað en illgirnislegar getgátur, þagnaði fljótt, eins og allt annað í sambandi við

x

Nýjar kvöldvökur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.