Nýjar kvöldvökur - 01.10.1940, Síða 13

Nýjar kvöldvökur - 01.10.1940, Síða 13
NÝJAR KVÖLDVÖKUR 155 Hann skammaðist sín niður fyrir allar hellur, hennar vegna. Hann var alltaf á nálum um, að nú kæmi túneigandinn öskuvondur yfir þessum átroðningi. En sem betur fór kom ekki neitt slíkt fyrir. Hinum megin við túnið var auðvitað girðing, og yfir hana urðu þau að klifra, og þá tók við nýtt tún. Þau lentu í heilu völundarhúsi af túnum og girðingum. Hún hlö og gerði að gamni sínu og hann hreifst ósjálfrátt með, þó að hann í aðra röndina blygðaðist sín fyrir. Hann gat ekki ávítað hana eins og hún átti þó skilið. Loksins komust þau á veg. Þá tók hann í taumana. Nú var nóg komið í kvöld af svo góðu, nú færu þau heim. Það var komið fram á nótt. Hún lét sér það vel líka. Læddi hand- leggnum í olnbogabót hans og gekk við hlið hans prúð og kvenleg. Dálítið móð enn þá eftir hlaupin, en ánægð. Þetta hafði verið skemmtileg stund. Það var svo leiðinlegt að vera alltaf í vissum, þröngum skorðum. Það gerði lífið svo grátt og hversdagslegt. Þau staðnæmdust við húsið hennar. Hann rétti fram höndina til kveðju. — Góða nótt, Vigdís. — Góða nótt, vinur minn! Án þess að hann tæki eftir því, þrýsti hún hönd hans fastara en venjulega. Svo varð stutt þögn. Hann ætlaði að draga til sín hendina, en hún tregðaðist við að sleppa. — Liggur þér á heim? spurði hún svo lágt. Við eigum svo margt ótalað enn þá. Viltu — viltu ekki koma upp með mér. Bara dálitla stund. — Það sæmir ekki, Vigdís, sagði hann vingjarnlega, en þó með snert af föður- legri vandlætingu í röddinni. Við, sem erum ekki opinberlega trúlofuð enn þá. Það gætu einhverjir komizt að því, og þú veizt, hvað fólki er gjarnt að tala um slíkt. Hann fann hitann úr hönd hennar læs- ast um líkama sinn. Litla stund var hann á báðum áttum. Þetta þurfti svo sem ekki að verða til þess að varpa neinum skugga á velsæmi þeirra, og ólíklegt var, að aðrir kynnu að komast að því. Aðeins örsjaldan hafði hann komið inn í svefnherbergið hennar, og þá bara að degi til. Jú, einu sinni seint um kvöld; þau ætluðu í leik- húsið. Hann hafði gengið inn í grandleysi, en hörfaði skyndilega út aftur, því að hún stóð á miðju gólfi í undirkjólnum yztum klæða. Stuttu seinna, þegar hún kom al- klædd fram fyrir, stóð hann þar blóðrjóð- ur og skömmustulegur og þorði varla að líta upp. Hún var að vísu í öllum íötunum núna, en nú var nótt og, — hjartað var farið að berjast ískyggilega hart í brjósti hans og blóðið niðaði í æðunum við það að halda í hendur hennar. í augum hennar brann varhugaverð glóð, sem hann þorði ekki að horfa í. Hann leit þess vegna undan og fór að góna eftir mannlausri götunni. Hann sá þess vegna ekki vonbrigðasvip- inn, sem kom á andlit hennar, þegar hann dró til sín hendina. — Jæja, góði, sagði hún svo og reyndi að láta ekki á neinu bera. Svo sneri hún sér snögglega við og hljóp heim að hús- inu. Staðnæmdist sem snöggvast á tröpp- unum og veifaði til hans hendinni í kveðjuskyni og hvarf síðan inn. Þetta gerðist allt svo snögglega, að hann gáði ekki að því að veifa fyrri en hún var horf- in inn í húsið. Svo sneri hann sér við og gekk hratt heimleiðis, ánægður með sjálfan sig, en þó leið honum ekki beinlínis vel. Það var einhver undarlegur fiðringur í.blóði hans, sem hann kannaðist ekki við. 10. Nú komu dagar fullir af annríki. Þau byrjuðu á því að opinbera trúlofun sína, og í sambandi við það var rausnar- 20*

x

Nýjar kvöldvökur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.