Nýjar kvöldvökur - 01.10.1940, Page 16

Nýjar kvöldvökur - 01.10.1940, Page 16
158 NÝJAR KVÖLDVÖKUR an á stólnum eins og þung byrði lægi á herðum hans, og svipur hans lýsti þreytu og vonleysi. En þrátt fyrir það hafði hann enga meðaumkvun með honum. Þessar upplýsingar ollu honum miklum vonbrigð- um. Hann gat ekki stillt sig um að segja með ásökunarrómi: — Hvað átti það að þýða, að leggja út í brask til þess eins að fara á hausinn? Ég skil ekkert í þér, að þú skyldir vera svo óvarkár. — Þú mundir ekki skilja það, þó að ég færi að skýra það fyrir þér, svaraði faðir hans hæglátlega, hvað það var, sem kom mér til að hætta fé mínu þannig, því að núna skil ég ekki sjálfur, hvers vegna ég gerði það. — En þú minnist ekkert á þetta við mömmu þína. Ég vil gera það sjálfur, ef illa fer. Rætist eitthvað fram úr, þarf hún aldrei að vita neitt. — Ég skil ekki, hvers vegna hún má ekki vita neitt um það, hvernig komið er, svaraði sonurinn. En þú um það. Ekki skal ég kjafta, ef þér er illa við það. En þetta var heimskulegt, — reglulega asnalegt. — Það tjáir ekki að sakast um orðinn hlut, Bjarni minn. Ég reyni að bjarga því, sem bjargað verður. En ég vildi ekki að þú færir héðan með rangar hugmyndir um efnahag minn, og gerðir þér ef til vill einhverjar vonir í því sambandi, sem al- drei gætu rætzt. — Var það nokkuð meira, sem þú vildir segja? — Nei, Bjarni minn, nú skal ég ekki tefja þig lengur. — Jæja, þá fer ég. Þú átt líklega ann- ríkt eins og ég. — Já, ég á annríkt svaraði faðir hans tómlega. Séra Bjarni gekk aftur og fram um göt- urnar á meðan hann var að jafna sig eftir þessa frétt. Hún hafði snortið hann illa. Honum hafði gramizt svo við föður sinn, að hann hafði ekki eitt einasta hughreyst- ingarorð að segja við hann. Hann hafði sárlangað til að segja honum rækilega til syndanna fyrir þessa endemis ráðs- mennsku. Sólunda öllum sínum eigum í brask. Fyrr mátti nú vera. Það var ekki svo að skilja, að hann væri gramur vegna þess að nú var loku fyrir það skotið, að þaðan væri hjálpar að vaénta. Hann var búinn að fá embætti og ætti að geta komizt af. En preststaðan er bara svo illa launuð, að það má heita ómögulegt að komast í efni af því einu saman, svo að við sé unandi. Það hafði alltaf veitt honum svo mikið öryggi að hafa það á tilfinningunni, að eiga ríka foreldra. Ósjálfrátt hafði þessi tilfinning ráðið miklu um allar hans framtíðaráætl- anir. Hún var sú undirstaða, sem hann hafði byggt á, og nú hafði henni verið kippt burtu. Tveimur dögum síðar gengu þau um borð í strandferðaskipið, sem átti að flytja þau norður. Allur farangurinn, nema það, sem komst fyrir í ferðatöskum, var kominn niður í lest. Ættingjar og vinir hópuðust á bryggjuna til að kveðja þau og árna þeim allra heilla. Það var erfið og ónæðissöm stund. En loksins var henni lokið. Skipið leysti landfestar og skreið út á flóann. Ferðin út í æfintýrið var hafin. (Framhald).

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.