Nýjar kvöldvökur - 01.10.1940, Page 18

Nýjar kvöldvökur - 01.10.1940, Page 18
160 NÝJAR KVÖLDVÖKUR horf samtíðarinnar yki þar stöðugt á ógæfu hans. Dómar Sölva um samtíð hans eru harðir, en sumstaðar í þeim lýsingum þykir mér þó ekki koma nægilega ljóst fram, hvað eru dómar Sölva, og hvað höf- undar sjálfs. Víða koma þar fram harðar ádeilur, og er margt í þeim stórvel sagt, en hver- vetna þykir mér höfundur ná sér bezt á strik í ljóðrænum lýsingum, eða þar sem samúð hans með smælingjum kemur skýrast í ljós, þar er hugur hans óskiptur og njóta þær lýsingar góðs af því. Sem dæmi þessa kafla má nefna kaflann um Júlíönu og þar sem hann lýsir heiðarbæn- um í seinna bindinu. Enda þótt sagan fjalli um dapurleg ör- lög auðnuleysingjans, bregður þar ósjald- an fyrir glettni og gamansemi, þegar lýst er viðskiptum Sölva við samtíðarmenn sína, t. d. þá, er hann dvaldi á Austur- landi og lýst er tog-streitu húsfreyjunnar og prestskonunnar um að hýsa höfðings- mann þann, er þær álitu hann vera. Og Davíð kann þá list, að segja svo frá, að lesandinn sleppir ekki bókinni fúslega fyrr en henni er lokið. Margar persónur koma þar við sögu, misjafnar, eins og gerist og gengur, en ógleymanlegust hygg ég þau verði Vala gamla í Neskoti og Trausti hreppstjóri á Skálá. Kaflinn um síðustu æfidaga og andlát Skálárhjónanna þykir mér einn hinn bezti í allri bókinni. En ég býst við að ýmsir muni spyrja sem svo, hvort Sölvi Helgason hafi verið sú merkispersóna að það sé vert að rita um hann tveggja binda skáldsögu. Um lengd sögunnar út af fyrir sig er það að ^segja, að það virðist vera bókmenntatízka nú, að hafa skáldsögur langar. Skal ég ekki um það dæma, hvort hægt hefði ver- ið að hafa hana styttri, en um yrkisefnið er því að svara, að þótt sagan sé tengd persónu og æfi Sölva Helgasonar, þá er hún lýsing þess, sem höfundur kallar Sölvaeðlið, og vitanlega var enginn sann- ari fulltrúi þess en Sölvi sjálfur. Og þetta Sölvaeðli er „að níða aðra, hreykja sjálf- um sér með loginni frægð og krefjast alls af öllum nema sjálfum sér. En það er háttur oflátunga, sem vilja verða forkólf- ar skrílsins og gera orð hans og innræti allsvarðandi á íslandi“. Það þarf ekki lengi að skyggnast um til þess, því miður, að finna allt of marga fulltrúa Sölvaeðlis- ins enn á meðal vor, ábyrgðarlausa of- stopamenn, sem einskis svífast, til þess að afla sér fylgis og beita sömu aðferðum og Sölvi Helgason til þess að blekkja hrékk- laust fólk, sem trúir því, að þarna séu lausnarar lýðsins komnir. Predikanir Sölva Helgasonar, þegar hann þóttist ætla að verða pólitískur leiðtogi þjóðarinnar, eru af sama toga spunnar og ræður kommúnista- og nazistaforingja nútímans. Allt er nítt, sem aðrir gera, en þeir sjálfir þykjast vera bjargvættir lands og lýðs, þótt þeir aldrei hafi ærlegt verk unnið. Það er því ekki hægt að segja að Sólon eigi ekki erindi til nútímamanna, hann er þeirra fullkomin aðvörun og áminning um að láta ekki ánetjast af Sölvaeðlinu og fulltrúum þess. Ég geri ráð fyrir, að bókmenntafræð- ingar kunni að finna einhverja galla á Sólon, en hitt getur ekki farið fram hjá neinum heilskyggnum lesanda, að sagan er gerð af meiri vandvirkni og samvizku- semi, en vér eigum almennt að venjast af íslenzkum höfundum. Hvert orð og setn- ing eru sýnilega metin og vegin, og frá- sögnin er öll framborin á trúrri, kjarn- góðri íslenzku. Davíð leitar ekki uppi lat- mæli, ambögur og útlenzkuslettur; sem slæðst hafa inn í málið, til þess að ein- kenna persónur sínar og auka með þeim áherzlur, eins og sumra höfunda er hátt- ur, og tilteknum hópi manna þykir nú vera sérstök list. Málið á Sólon er ramm-

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.