Nýjar kvöldvökur - 01.10.1940, Page 21
NÝJAR KVÖLDVÖKUR
163
lítið eitt, fór í jakka og gekk upp á þriðju
hæð.
Dyrnar stóðu hálfopnar.
Inni í stofunni var spilað og sungið.
Mjúkir og yndislegir tónar bárust út til
hans:
„Friður yfir borg og byggð,
allt boðar .hvíld og ró“.----
Það var einmitt þessi yndislegi söngur
sem litla systir hans var vön að syngja.
En hvað hann mundi það greinilega þegar
hún kom á móti honum ljómandi af gleði,
er hann heimsótti hana á sunnudögum. Þá
þurfti hún að segja honum frá öllu, sem
gerðist í skólanum, og svo söng hún fyrir
hann lögin, sem hún kunni. Þau sátu
saman við litla, rauðmálaða borðið undir
glugganum, og horfðu út yfir litla stöðu-
vatnið, umkringt hávöxnum beykiskógi.
Þessar ljúfu endurminningar liðu nú fram
í huga hans.
Loksins voru bæði hann og móðir hans
búin að læra öll lögin hennar og vísurn-
ar, en nú hafði það allt legið gleymt í
mörg ár. Já, bernskan, þessir björtu, ynd-
islegu dagar.---------
Hann stóð fyrir utan dyrnar þangað til
ungfrú Ström hætti að syngja, þá drap
hann á dyr og gekk inn.
Ungfrúin sat enn og studdi fingurgóm-
unum á nóturnar, en gamla frúin sat í
hægindastólnum, og horfði á gestinn, sem
inn kom, yfir gleraugun sín, mildum og
undrandi augum.
Hans Sjönning fannst eitthvað hlýlegt
og heimilislegt vefjast utan um sig.
Ungfrúi'n stóð upp, feimin og vand-
ræðaleg.
„Herra Sjönning, ölkaupmaður hér í
húsinu, — Móðir mín!“ kynnti hún.
„Fyrirgefið frú, það var ég sem braut
postulínsstellið yðar — með ölkassanum
ttiínum“, — bætti hann við og leit til dótt-
ur hennar.
,.Já, það var leiðinlegt óhapp“, sagði
gamla frúin brosandi, „en það var þó ekki
svo alvarlegt að ástæða sé til að hafa
nokkrar áhyggjur út af því“.
„En ég vil fyrir hvern mun bæta yður
þennan skaða. Má ég spyrja"-------byrjaði
hann og tók peningaveski upp úr vasa
sínum.
„Bæta mér skaðann!11 Gamla frúin
roðnaði af ákafa. „Ég vil alls ekki hafa
nokkrar skaðabætur, það ætla ég að biðja
yður að muna“.
Hann stóð feiminn og ráðalaus.
„En setjið yður nú niður“, bætti hún
við, og var nú ekki eins áköf, „skrafið við
okkur dálitla stund. Ef til vill fáum við
að heyra eitthvað fleira fallegt. Er það
ekki, Ester?“
Ungfrú Ester Ström var falleg stúlka,
hún var há og beinvaxin, með ljóst hár,
sem féll í bylgjum niður um ennið og
vangana. Hún var komin af æskuskeiði,
var á að gizka 30—35 ára.
„Er það nokkuð sérstakt, sem herra
Sjönning óskar eftir að fá að heyra?“
spurði hún og sneri sér að hálfu leyti til
Sjönnings.
„Já, ungfrú, sönginn sem þé/ sunguð
áðan“.
Svo söng hún og spilaði á ný: „Friður
yfir borg og byggð,“ — og enn komu fram
í hug hans minningarnar frá heimili
móður hans þegar hann var barn, og
gerðu honum hlýtt í huga. Nú kom gamla
frúin með nokkur epli, svo stóð hann á
fætur, bauð góða nótt, og fór.
En þegar hann kom fram í ganginn, stóð
Ester allt í einu við hlið hans.
„Fyrirgefið, herra Sjönnig, ég var víst
dálítið ókurteis og kuldaleg í dag, en ég
vildi, að ég gæti gert yður skiljanlegt, að
þegar maður daglega má horfa upp á
frú Hansen og börn hennar þola bæði
hungur og kulda í öðrum enda stofunnar,
á meðan maður hennar og félagar hans
hella í sig ölinu í hinum endanum, þá er
21*