Nýjar kvöldvökur - 01.10.1940, Side 28
170
NÝJAK KVÖLDVÖKUR
vær á svip, þótt hann hefði framið ein-
hver strákapör. Þá var hann vanur því að
setja upp kæruleysissvip. En í kvöld
kannaðist hún alls eigi við svip hans, og
það olli henni kvíða.
Saint Hubert var það jafn ljóst og Dí-
önu, að þung refsing vofði yfir höfði hins
unga manns, og hann afbægði hættunni
í svip með því að halda uppi samræðum
um ýmisleg efni. En á hinn bóginn vissi
hann, að eigi var æskilegt að draga of
lengi málalok þessi, er ollu mæðgininum
báðum ótta og kvíða. Hann gat því eigi
hjálpað Díönu á annan hátt betur en með
því að draga sig í hlé sem fyrst.
„Afsakið mig, góða Díana“, sagði hann
hlæjandi og kyssti á hönd hennar, „en ég
er hálf dauður af svefni og þreytu. Við
Ahmed sátum uppi og vorum að spjalla
saman fram á rauðan morgun. Og ég er
víst tekinn að eldast! Kemurðu með, Car-
yll? Þú ert vanur að vilja hátta snemma“,
sagði hann hlæjandi og gekk til dyranna.
Þeir gengu út báðir, og Díana horfði á
eftir þeim. Síðan sneri hún sér hægt að
feðgunum, sem stóðu sinn hvorum megin
við borðið.
„Drengurinn“ horfði í aðra átt, en höfð-
inginn leit á hana og las í augum hennar
ótta hennar og kvíða og heita bæn móð-
urinnar, en svipur hans var jafnharður
og áður, Hann gaf henni ofurlitla vis-
bendingu, og hún gekk sorgbitin og nið-
urdregin inn í innra herbergið.
Höfðinginn horfði á eftir henni, og ein-
kennilegur kvíði skein út úr dökkum
augum hans. Hann sveipaði um sig
skikkju og gekk til tjalddyranna. Svo
sagði hann á arabisku í hörkulegum skip-
unartóni:
„Hafirðu eitthvað að segja mér, skal ég
hlusta á það í tjaldi þínu!“
„Drengurinn“ hrökk við og leit skelk-
aður upp á föður sinn.
„Eg vil heldur segja það hérna“, sagði
hann.
„Og ég vil heldur hlusta á það annars-
staðar“, sagði höfðinginn stuttur í spuna
og fór út í tunglsljósið.
„Drengurinn“ hikaði stundarkorn, áður
en hann fór út. Honum varð hugsað tii
móður sinnar, er nú sæti grátandi inni í
hinu herberginu, og hann dauðlangaði til
að hlaupa inn til hennar. — Svo blótaði
hann í hljóði og fór út til föður síns, sem
beið fyrir utan tjaldið. Þeir gengu síðan
yfir að tjaldi „drengsins“.
Umhverfis tjaldið var kyrrt og hljótt,
en er höfðinginn litaðist um, sá hann tvo
órólega hesta, sem Arabi hélt í. Svipur
höfðingjans var enn þyngri og ógnandi,
er hann spurði:
„Hvernig stendur á þessu?“
„Eg hefi slegið tjöldum í — El-Hassí“,
svaraði „drengurinn“ loksins og leit hvik-
ullt í kringum sig.
„En hvernig í djöflinum — hvers
vegna?“ spurði höfðinginn reiðilega.
„Það er af vissum ástæðum“, svaraði
hann lágt og roðnaði við.
Höfðinginn leit ógnandi á hann sem
allra snöggvast, svo sneri hann sér við og
kallaði í skipunarróm á Arabann, sem
hélt í hestana.
„Drengurinn“ skildi þegar, hvað hann
ætlaði nú að gera, og hljóp til hans og
greip í handlegginn á honum. „Ef þú að-
eins vildir hlusta á mig, hérna, faðir
minn, eða ef þú vildir bíða til morg-
uns —“.
Höfðinginn hristi hann af sér, og
þurfti eigi að efa svar hans. „Eg hlusta
á þig, hvenær og hvar, sem mér sjálfum
hentar!“ svaraði hann í þeim tón, er girti
fyrir frekari spurningar.
Arabi sá, sem hélt í hestana, reyndist
að vera S’rír — og hann var sýnilega
ekkert hærri í hattinn en hinn ungi hús-
bóndi hans. Hjarta „drengsins“ var þungt