Nýjar kvöldvökur - 01.10.1940, Blaðsíða 29

Nýjar kvöldvökur - 01.10.1940, Blaðsíða 29
NÝJAR KVÖLDVÖKUR 171 sem blý, er hann tók við taumunum úr hendi S’rírs, sem steig á bak og reið til tjaldbúðanna til að framkvæma skipun höfðingjans. Honum leið afar illa. Hann vissi allt of vel, hvað nú var fyrir höndum, og hann varð að viðurkenna, að það væri engum öðrum en sjálfum honum um að kenna. Hann hafði ekkert sér til afsökunar. Heit sín hafði hann rofið og farið að heiman í leyfisleysi, þvert gegn ströngum fyrirskipunum — og þetta var ærið nóg ástæða fyrir reiði föður hans. En það var meira en þetta, sem gera þurfti reikningsskil fyrir, er hann kæmi til tjalda sinna í El-Hassí. En samt — hvað annað hefði hann get- að gert? Hann var að hugsa um að gera föður sínum fulla játningu, áður en það væri of seint. En er hann leit við, varð hann þess var, að honum hafði hugkvæmst þetta of seint. Þarna kom hestur höfðingjans og fylgd- arlið það, er hann hafði sent boð eftir. „Drengurinn“ fleygði taumunum á hesti sínum í hendur S’rírs og gekk hægt yfir að hesti föður síns til að halda í ístaðið. Það var Eblis, sem komið var með, og hann var í jafn slæmu skapi og höfðing- inn sjálfur. Hann var óþreyttur og tryll- ingslegur að vanda. Rétt á eftir riðu feðgarnir samhliða út á mánabjarta eyði- mörkina, og fylgdarliðið á hælum þeim. Frá bernskuárum höfðu þessar eyði- merkurferðir með föður sínum verið mesta og kærasta yndi ,,drengsins“. Á þeim hafði hann lært allt það, er hann vissi um eyðimörkina, og kynnst henni rækilega, sem sannur sonur hennar. Hann elskaði föður sinn og óttaðist hann og hafði dáðst að honum frá fyrstu bernsku- arum sínum. En á uppvaxtarárum sínum hafði hann fjarlægst föður sinn og gengið mjög sínar eigin götur og unað illa þeim tálmunum og óírelsi, er honum fannst hann eiga við að búa. En aldrei áður hafði honum virzt reikningsskilin fyrir syndir sínar og yfirsjónir hafa verið eins ægilega yfirvofandi og einmitt nú. Hugur hans var í uppnámi. Frá flatri sandsléttunni riðu þeir nú inn á milli hæða og hóla og komu loks yfir vinjuna litlu, er naut vatns síns úr neð- anjarðarlindum. Nokkur tré stóðu um- hverfis uppsprettuna, sem vinjan dro nafn sitt af, og þar stóðu tjöldin, sem voru takmark þeirra og áfangastaður. Litla tvímenningstjaldið stóð spölkorn frá hinum, og út um hálfopnar dyr þess féll daufur ljósbjarmi út á vinjuna. Ahmed unga virtist hver mínútan óra langur tími, er faðir hans hafði stöðvað hest sinn á ásbrúninni og sat nú svip- þungur til að sjá og horfði niður á vinjuna litlu. Loksins gaf höfðinginn fylgdarliði sínu merki um að vera kyrrir þar, sem þeir voru komnir, og reið síðan hægt of- an snarbratta brekkuna. Er þeir komu ofan á sléttuna, tók S’rír við hestunum og teymdi þá burt að báli skammt frá. Og nú, er komið var að leiðarlokum og úrslitin fyrir höndum, brást Ahmed unga allur kjarkur. „Faðir minn —!“ Rödd hans var auð- mjúk og biðjandi. En höfðinginn sneri sér við og gaf honum merki um að þegja. „Bíddu!“ sagði hann harðneskjulega og gekk burt til tjaldsins. En er hann nálg- aðist tjalddyrnar, nam hann staðar og hlustaði, og við hlið hans stóð „drengur- inn“, sem einnig hafði heyrt hljóð það, er stöðvað hafði höfðingjann, og brá fyrir angurværum svip á ungu andliti hans. Margsinnis hafði hann heyrt þau þessar síðustu vikur, þessi angurblíðu vögguljóð, rauluð með þýðri en barnslegri rödd, og hafði stundum legið, við, að þau kæmu honum til að gleyma svikum þeim, er 22*

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.