Nýjar kvöldvökur - 01.10.1940, Page 31
NÝJAR KVÖLDVÖKUR
17 J
að þú hafir aðeins gert það sama, sem ég
hafi áður gert. Og ég viðurkenni, að þú
hefir að því leyti rétt að mæla. Eg get
ekki neitað því, sem alkunnugt er öllum
þeim, er hjá mér voru um þær mundir.
En ég hefi samt alltaf óskað þess og beð-
ið, vegna móður þinnar, að þú fengir al-
drei að vita um skömm þá og smán, er ég
gerði henni. En þú getur samt ekki skýlt
þér með synd minni og yfirsjón. Þú verð-
ur að þola sömu hegningu, og ég hefi orð-
ið að þola! Heldurðu kannske, að ég hafi
nokkru sinni getað fyrirgefið sjálfum
mér, þótt móðir þín hafi getað það sökum
ástar sinnar? — og Guð einn veit, hvern-
ig hún gat fyrirgefið öll mín afbrot gegn
henni. Og Guð hjálpi þér, eigir þú eftir að
fá að reyna iðrun þá og hugarangur og
sjálfsfyrirlitningu, sem verið hefir lát-
laus refsing mín um tuttugu ára skeið!
°g er ég nú minnist óvirðingar þeirrar,
sem ég olli henni, getur þér þá dottið í
bug, að ég geti fyrirgefið þér móðgun þá
og smán, sem þú sýnir henni með því að
koma hingað með þessa stúlku? Þú hlauzt
þó að skilja, að þetta væri með öllu ófyr-
irgefanlegt. — Eg hefi aldrei búist við
því, að sonur minn væri neinn engill, en
ég hafði þó ekki búist við því, að þú vild-
ir gera móður þinni þvílíka smán!“
„Drengurinn“ blóðroðnaði við hið ægi-
iega augnaráð föður síns og fyrirlitning-
srhreiminn í rödd hans.
„Eg ætlaði alls ekki að móðga hana né
gera htenni neina smán“, sagði hann með
ákafa og ástríðuþrunga. Eg ætlaðist ekki
«1, að hún fengi vitneskju um þetta. Það
er þess vegna, að ég„ er hérna — í El-Hassí.
Eg var á leiðinni suður eftir, en mig
skorti bæði tjöld og fylgdarlið, því að ég
hafði aðeins Ramadan og S’rír með mér.
Eg þurfti að hafa fylgdarlið, og ég þurfti
hka að tala við þig um málefni, sem ég
komst að, meðan ég dvaldi í Touggourt.
í*að er á einhvern hátt tengt óróa þeim
og umbrotum, sem nú gerir vart við sig
víðsvegar í landinu. Með þessu er ég
ekki að afsaka mig fyrir það, að ég fór að
heiman í leyfisleysi — og rauf heit mitt
— ég bið þig fyrirgefningar á því, og ég
er viðbúinn því að taka út hegningu fyrir
það, hver sem hún verður. Enginn getur
fyrirlitið mig dýpra, en ég geri sjálfur, og
verra Víti getur ekki verið til, en líf mitt-
hefir verið þessar síðustu vikur. En ungu
stúlkupni......“ hann leit ásjálfrátt i
áttina til innra tjaldsins. .. . henni get ég
ekki sleppt“. Rödd hans varð allt í einu
svo lág og hás, að höfðinginn varð að líta
á hann.
„Þú elskar hana þá?“ sagði hann — og
í sama vetfangi brá upp í huga hans hin-
um tuttugu ára gamla viðburði í tjaldinu
hans, er Saint Hubert hafði spurt hann
sjálfan þessari sömu spurningu.
—„Nei!“
Höfðinginn leit á hann forviða. Neitun-
in var svo áköf og hörkuleg. „En hvers
vegna skildirðu hana þá ekki eftir í
Touggourt?11 spurði hann þurrlega.
„Drengurinn“ sló út höndunum vand-
ræðalega.
„Hjá hverjum hefði ég svo sem átt að
skilja hana eftir?“ sagði hann með ákefð
„Hjá Slíman eða einhverjum öðrum af
sama tagi, svo að hann gæti skemmt sér
að henni, eins og ég gerði, í daga eða vikur,
unz hann yrði leiður á henni og fleygði
henni svo frá sér til helmingi meiri háð-
ungar og smánar en þess, er ég hefi leitt
hana út í! Svo lélegur er ég þó ekki!
Þrátt fyrir hina illu og ömurlegu tilveru
hennar hjá þrælmenninu, sem átti hana,
var hún þó hrein og skír eins og blómið,
sem hún ber nafn sitt eftir, Yasmín, unz
ég náði í hana og gerði hana að því, sem
hún nú er....“. Rödd hans brást sem
snöggvast — en hann náði sér brátt aft-
ur. — „En þótt hún hefði ekki verið, eins
og hún er, — hefði ég samt ekki getað