Nýjar kvöldvökur - 01.10.1940, Page 32

Nýjar kvöldvökur - 01.10.1940, Page 32
174 NÝJAR KVÖLDVÖKUR sleppt henni, því að hún veit nokkuð, sem ég hefi enn ekki getað togað upp úr henni, — nokkuð, sem við þurfum að vita, og snertir allt það, sem ég nú ætla að segja þér“. Faðir hans l.eit snöggt upp. „Er það eitthvað áríðandi — eða liggur á því?“ „Já, mjög!“ „Þá ættirðu að koma með það tafar- laust. Hitt — —“ höfðinginn bandaði höfðinu í áttina til innra tjaldsins, — um það getum við talað eftir á“. „Drengurinn“ sagði nú sögu sína í stuttu máli og aðeins í aðaldráttum, en það varð samt höfðingjanum ærið um- hugsunarefni. Margt af þessu kom vel heim við það, sem hann hafði sjálfur á- lyktað, og þóttist hann nú sjá, að hann hefði verið á réttri leið, er hann taldi vafalaust, að hér væru erlendir menn og erlent vald að verki. Og heppnin sjálf, hvílík heppni! Nú virtist „drengurinn“ hafa fundið lausn þessarar ráðgátu af hreinni tilviljun, og þó var þetta ráðgáta, sem honum sjálfum hafði ekki tekizt að ráða fram úr þrátt fyrir mikla og erfiða fyrirhöfn. „Drengurinn“ var þá ekki eins kæringarlaus, og hann hafði haldið, um hag og hamingju lands og þjóðar. Höfðinginn var því eigi eins þungur a svip og áður, er hann sneri sér við og spurði allt í einu: „Þú hittir eflaust Mer- cier í Touggourt og sagðir honum frá þessu?“ „Drengurinn“ leit undan og var dálítið órólegur. — — „Nei — ég — það voru ýmsir meinbugir á því —“ sagði hann slitrótt og blóðroðnaði, því að hann hafði verið svo hygginn að nefna ekki upp- hlaupið á Café maure, en aðeins drepið lauslega á, hvað þar hefði skeð. Höfðinginn spratt á fætur. „Þá verður að senda honum boð tafarlaust!“ sagði hann ákveðið. „Hinn minnsti dráttur get- ur nú orðið örlagaríkur! Þú segist hafa misst sjónar á þessum dásnotru þremenn- ingum, áður en þú fórst frá Touggourt, en lýsing sú, er þú hefir gefið af þeim, er mjög mikilvæg. Þú verður nú að fara heim aftur með mér, og svo verðum við að ræða þetta við Saint Hubert. Hann er þessu öllu þaulkunnugur“. Höfðinginn stóð upp og vafði að sér skikkjunni, en leit svo um öxl til innri dyranna og síðan á „drenginn“. „Þessi stúlka“, sagði hann seinlega og hægt, „— þú segir, að hún hafi svikið þig í hendur manna þessara, sem héldu, að þú værir njósnari, — og að þú hafir tekið hana til að ná þér niðri á þeim og til að fá fleira að vita um þá. En þetta er samt ekki nægileg skýring á veru hennar hér. Tókstu hana aðeins í þessu skyni, eða gat ég rétt til áðan, að hún væri frilla þín? Ef þú minnist þess, hve ófús þú varst á að láta mig fara með þér hingað, verð- urðu að játa, að ágizkun mín var mjög eðlileg, en hafi ég gert þér rangt til, er ég fús til að biðja þig afsökunar. Meira get ég ekki gert. En ég vil fá að vita sannleikann, drengur! Er hún, eða er hún ekki það, sem ég hugði hana vera? Var það aðeins augnabliks tilhneiging, sem þú lézt undan, eða hefirðu búið með henni síðan?“ Ahmed ungi þagði stundarkorn, en stundi síðan upp lágróma og slitróttri játningu og faldi andlitið í höndum sér niður á milli svæflanna á legubekknum. Sem allra snöggvast brá fyrir ° hlýrri meðaumkun í svip höfðingjans, er hann horfði á unglinginn, sem grúfði sig niður í svæflana, en svo var, sem honum gremdist þessi viðkvæmnisvottur. Hann laut niður að smáborðinu og tók vindl- ing úr hylkinu hjá kaffibollunum. „Hve lengi hefir þetta haldist?“ Hann hafði nærri því lokið við vindlinginn, er svarið kom, hikandi og í hálfum hljóðum: „í þrjá mánuði“.

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.