Nýjar kvöldvökur - 01.10.1940, Blaðsíða 36

Nýjar kvöldvökur - 01.10.1940, Blaðsíða 36
178 NÝJAR KVÖLDVÖKUR Hann hafði farið frá henni í reiði og ekki viljað trúa henni. Myndi hann aldrei framar trúa henni og líta við henni, hann sem þó hafði elskað hana áður og vakið hjá henni ást þá, sem öll harðneskja hans og ofbeldi gat eigi drepið. — Hún hrökk allt í einu við og rak upp hljóð, er hún heyrði fótatak og dimman málróm skammt frá sér. — En það var aðeins Ramadan, sem kom til að s lökkva á lömpunum í fremra tjaldinu. Hún var óttaslegin og bjóst við öllu illu. Hjátrú sú, sem hún var alin upp við, fyllti alla tilveruna af illum öndum og djöflum. En nú hvarf hræðslan við allt þess háttar fyrir hinum ógurlega kvíða og ótta, sem gagntók hana alla. Hann hafði farið frá henni, hann, sem var henn- ar augna-yndi, ljós og líf — allt í þessum heimi. — Og myndi hann nokkuru sinni koma aftur til hennar? Þótt hann elskaði hana ekki framar, gat hann þó ekki án hennar verið, og hún hafði gert sig ánægða með það eitt. En gat hann þá verið án hennar núna? Var ekki einhver önnur hérna, heima hjá fólki hans, einhver önnur, sem hann elsk- aði og var nú farinn til? Átti þá allt að enda á þenna hátt, núna, þegar hefnd hans væri fullnægt? Hvernig ætti hún að geta lifað án hans, sem var herra hennar og meistari. Allah, hve ástin var þrungin sársauka — og' kvalræðisleg. Hún lá á gólfábreiðunni og lét sorgina yfirbuga sig algerlega. Hann myndi aldrei koma aftur, og þá hefði hún misst allt. Hann var horfinn — og hún var honum einkis virði framar. Misst allt? Nei, ekki allt! Einn vonarneista átti hún enn í einveru sinni. Eina gleði í vændum, sem hún hafði ekki árætt að segja hon- um, Og það hafði gefið henni dularfullan styrk í raunum hennar og baráttu. Hún hafði oft þráð dauðann, en hún gat ekki dáið núna, er hún bar undir hjarta barn þess manns, sem hún unni heitara en líf- inu í brjóstinu á sér. Barn hans — og átti í vændum að elska það og lifa fyrir það. En það var henni samt ekki nóg. Barn- ið eitt fullnægði ekki þrá hennar. Það var faðir barnsins, sem hún þráði heitast og sárast. — Hún grét hljóðlega og grúfði sig niður í svæfilinn, unz slokknaði á kertunum, hverju á fætur öðru, og hún lá alein í myrkrinu með sorg sína og þrá. ÁTTUNDI KAFLI. Caryll vaknaði snemma morguns og hafði sofið lítið um nóttina, sennilega að- eins liðugar tvær klukkustundir. Hann hafði velt sér á báðar hliðar 1 rúminu eða gengið um gólf, unz honum fannst, að hann ætlaði alveg að kafna. Þá fór hann út úr tjaldinu og ráfaði eirðarlaus fram og aftur úti í tunglsljósinu. Hvers konar tilfinningar voru annars að brjótast um í honum? Var það ást, eða var það blátt áfram afbrýðisemi? Já, það var einmitt afbrýðisemi, sem hafði gagn- tekið hann svo ægilega, að hann varð skelkaður. í sama vetfangi og hann hafði þekkt aftur unga manninn, sem hann hafði hitt í „Café Maure“, var sem hann sæi allt í rauðri þoku, og hann varð að stilla sig vel og leggja hart að sér til að geta tekið- í brúnu höndina, sem gesturinn rétti- honum. í nótt hafði hann hvað eftir annað ver- ið kominn á flugstig með að leita uppi bróður sinn og spyrja hann um stúlkuna, hvað hann hefði gert við hana, og hvar hún væri nú. En hvar ætti hann að geta fundið Ahmed í þessari miklu tjaldborg? Hann hafði því haldið áfram rjátli sínu, angurvær og niðurdreginn. Unga stúlkan hafði þó verið Araba- stúlka, og hvernig í ósköpunum gat hún

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.