Nýjar kvöldvökur - 01.10.1940, Side 37

Nýjar kvöldvökur - 01.10.1940, Side 37
NÝJAR KVÖLDVÖKUR 179 þá hafa hrifið hann svo mjög? Honum hafði eigi verið það fyllilega ljóst, er hann gekk með henni í Touggourt, hvers konar tilfinningar hann bæri í brjósti til henn- ar. Honum hafði eigi verið ljóst, að þetta var ást. Það var eigi aðeins líkamleg feg- urð hennar, sem hafði heillað hann, held- ur einnig hið töfrandi viðmót hennar og framkoma öll. Hún var svo' fíngerð og .sérkennileg, að hann hafði aldrei fyrr orðið þess háttar var hjá nokkurri konu. Og tilfinningar hans höfðu verið alger- lega ójarðneskar, þangað til hann sá hana í faðmi ræningjans, sem nú reyndist vera bróðir hans. — Caryll var dauðþreyttur og hallaði sér aftur á bak og lokaði augunum. Hann barðist við að reyna að hugsa skýrt og rólega, en viðfangsefnin ætluðu að verða honum ofurefli. — Var þá ást og girnd eitt og hið sama? Var það aðeins afbrýði- semi í garð bróðursins, sem olli því, að hann dauðþráði litlu stúlkuna? Er öllu var á botninn hvolft, var hún ef til vill hvorki annað né öðru vísi en allar hinar, sem þyrptust saman á „Café Maure“ og þvílíkum stöðum. Það fór hrollur um hann allan, er honum varð hugsað til hinna óskemmtilegu dansmevja, sem hann hafði séð þar. Hvers vegna var hann hingað kominn, hvers vegna hafði hann yfirleitt stigið fæti á þetta bölvaða land? Eigi var annað hægt að sjá, en að hér þrifust aðeins rándýr og ræningja-þorp- arar. Maður gat orðið alveg örvita af því, sem Raoul hafði sagt frá, og svo af öllu þessu...... Þjónninn fann Caryll liggjandi á gólf- inu með höfuðið í höndum sér. Hann gekk til hans með teið og spurði hæglát- lega, hvort nokkuð væri að. — „Að? Hvað áttu við, drengur? Settu bakkann á borðið og hafðu þig út aftur sem allra skjótast!“ Hann iðraðist þegar þessarar óbilgirni sinnar, er hann sá, hve felmt William varð við. En að hann skyldi geta hagað sér svo barnalega og heimskulega sam- tímis. Er hann hafði lokið úr tebollanum, kom William inn aftur. Hann var nú enn stillt- ari en áður og sagði í hálfum hljóðum: „Fyrirgefið herra, það er ungur maður fyrir utan, hann sem kom í gærkvöldi, sem vill tala við yður“. — Pilturinn leit- aði í huga sínum að einhverri nafnbót, en gafst upp við það. — „Það er að segja bróðir yðar“, sagði hann óðamála. „Nú, jæja, biddu hann þá að koma inn“. Caryll hreyfði sig ekki, er hinn hái pilt- ur kom inn í tjaldið og bauð honum „Salaam“ í dimmum og karlmannlegum rómi. Ahmed kom nær og bar sig bæði frjáls- mannlega og borginmannlega og horfði kuldalega á bróður sinn. Og Caryll fannst, að þetta augnaráð hans hlyti að gera þá að óvinum ævilangt. „Afsakið, að ég kem svona snemma morguns inn til yðar“, sagði hann, „en þjónninn yðar sagði mér, að þér væruð vakandi, og þá taldi ég réttast að nota tækifærið, því að ég get sennilega ekki hitt yður einslega að máli framar í dag. — Má maður reykja hérna?“ sagði hann svo allt í einu og velti vindlingi milli langra og brúnna fingranna. Caryll átti erfitt með að bæla niður í sér bræðina, en benti þó á eldspýtnastokk á borðinu og stól hinum megin. „Getið þér talað ensku?“ spurði hann hvatvíslega, er bróðir hans fleygði sér kæruleysislega niður í stólinn. Ahmed veifaði hendinni yfirlætislega og brosti einkennilega, eins og hann skemmti sér vel að þessu. „Ég get það, ef ég kæri mig um það. 23*

x

Nýjar kvöldvökur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.