Nýjar kvöldvökur - 01.10.1940, Side 38

Nýjar kvöldvökur - 01.10.1940, Side 38
180 NÝJAít KVÖLDVÖKUR En mér þykir nú franska skemmtilegri, ef þér þá kunnið ekki arabisku?“ „Nei, það geri ég ekki“, svaraði Caryll önugur. „Það var leiðinlegt11, sagði Ahmed hæðnislega og púaði heilmikilli reykjar- stroku út úr sér. Caryll var öskuvondur. Ætlaði þorpar- inn sá ’arna, sem var uppalinn hérna í bölvaðri eyðimörkinni, að fara að hreykja sér hátt framan í hann, eða ætlaði hann að reyna að erta hann og reita til reiði, svo að hann yrði viti sínu fjær og vissi ekki, hvað hann gerði? En hvernig sem þessu var nú annars varið, þá skyldi þetta fá skjótan enda. „Ég býst ekki við, að þér séuð hingað kominn til að rökræða við mig kosti ara- biskrar tungu“, sagði Caryll svo napurt, að Ahmed skipti litum, „Nei“, svaraði hann, „ég þykist annars vita, að yður sé fyllilega ljóst, hvers vegna ég er hingað kominn, og ég held meira að segja, að þér hafið búizt við mér. Það er ýmislegt okkar á milli, sem þarf skýr- ingar við, og til þess er ég kominn“. Hann þagnaði og leit á Caryll rannsóknar- augum. „Við höfum hittzt einu sinni áður, mon- sieur Caryll. Það var í Touggourt, og ég vil nú gera það að uppástungu minni við yður, hvort það væri ekki — eigum við ekki að segja hyggilegast — af okkur báð- um, að halda kjafti um það, sem þar skeði, .því að þegar öllu er á botninn hvolft, væri sennilega yður sjálfum fyrir beztu að nefna það hvorki né minnast þess. Það var óheppilegt, að þér skylduð vera sjónarvottur að því, er þar fór fram, en úr því að svo var, þá ætla ég að leyfa mér að benda yður á, að — hm, að það myndi aðeins gera illt verra, ef þér færuð að segja öðrum frá þessu, sem ekkert hefðu með það að gera. — Þarf ég að fjöl- yrða frekar um þetta?“ Caryll sá á ný hið ógnandi leiftur í aug- um bróður síns, eins og hann hafði séð það í gærkvöld. Hann spratt á fætur bál- reiður. „Fjandinn hafi yður, bölvaður ræfill- inn.... Þér hafið sagt meira en nóg. Og hvað ætlið þér yður með því að reyna að ógna mér? Haldið þér kannske, að ég' skríði fyrir yður? Ef mér skyldi detta í hug að þegja um hin skitnu afrek yðar í Touggourt, þá er það sannarlega ekki sökum þess, að ég taki nokkurt tillit til yðar. Það verður að vera einkamál yðar, hvaða strákapör og glæpi þær fremjið* yður til einkaskemmtunar, en það, sem snertir heiður ættarinnar, nær einnig til mín. Ég er ekki kunnugur siðferðisregl- um og venjum þessa bölvaða lands, og kæri mig heldur ekki um að þekkja þær, en á Englandi högum við okkur eigi svo auðvirðilega! Skiljið þér þetta, eða þarf ég að vera berorðari við yður?“ Ahmed hafði einnig sprottið á fætur, og nú stóðu bræðurnir augliti til auglitis, skjálfandi af bræði, og horfðu reiðilega hvor á annan. Allt í einu lét Ahmed höndina síga og varð alveg rólegur á ný. Hann brosti kald- hæðnislega og mælti: „Þakka yður fyrir, ég skil þetta mjög vel. Og úr því að við skiljum svo vel hvor annan, er þess víst ekki þörf, að ég níðist lengur á gestrisni yðar, enda býst ég ekki við, að frekari nærvera mín hafi sérlega uppörvandi áhrif á yður. Ég ætla því að flýta mér á brott héðan. Verið þér sælir, monsieur Caryll“. Hann var kominn að dyrum tjaldsins, er hann heyrði sagt lágum rómi: „Bíðið ofurlítið“. Hann sneri sér við, og sama tvíræða brosið lék um munn hans. „Hvers óskið þér, monsieur?“ „Hvar er stúlkan?“ Þessi óvænta spurning hleypti afbrýði- semi Ahmeds í bál og brand.

x

Nýjar kvöldvökur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.