Nýjar kvöldvökur - 01.10.1940, Blaðsíða 40
182
NÝJAR KVÖLDVÖKUR
unum. „Ahmed, segðu mér — nú hefi ég
beðið nógu lengi! Hvað er þetta með
„drenginn“, úr því að hann kemur ekki
til mín! Ég veit ekkert. Ég hefi engan séð
síðan í gær — nema Caryll, sem kom inn
til að borða, og — hann var líka svo ein-
kennilegur á svipinn og áhyggjufullur.
Æ, Ahmed, hvernig er þetta allt saman?
— Hvað hefirðu gert við „drénginn?“ —
Höfðingjanum varð þegar ljóst, að hann
hafði einmitt valdið henni enn meiri
kvíða og sársauka með biðinni, þótt hann
hefði þvert á móti ætlað að hlífa henni
og lofa henni að ná sér. Hann þrýsti henni
fastara að sér og svaraði:
„Eg hefi ekkert gert við hann. Það er
auðvitað óafsakanlegt, að hann skyldi
fara að heiman í leyfisleysi. En það er
ekki allt honum að kenna, að hann varð
svo lengi í burtu. Hann hefir játað hrein-
skilnislega, að hann fór norður á bóginn
að gamni sínu. En í nánd við „Djöfla-
botna“ lenti hann af tilviljun í kringum-
stæðum, er ollu því, að hann hefir komizt
að ýmsu, sem áður var dulið, en það er
í nánu sambandi við óróa þann og upp-
hlaup, sem orðið hafa undanfarið víðs-
vegar í landinu. Af einhverjum sérstök-
um ástæðum, sem ég hefi ekki enn heimt-
að að hann segði mér, þá sagði hann mér
allt þetta í stað þess, að hann hefði þegar
átt að gera yfirvöldunum í Touggourt að-
vart. Til að bæta úr þessu, eins skjótt og
auðið var, höfum við. ásamt Raoul, setið
í mestalla nótt og samið skýrslu, sem ég
sendi af stað snemma í morgun. Eg hefi
afritið hérna og ætla að senda það í kvöld,
eí eitthvað óvænt skyldi koma fyrir. Eg
hefi því látið „drenginn" sleppa við refs-
ingu að þessu sinni, þar eð skýrsla hans
var svo mikilvæg, að ég lét hana vega á
móti afbrotum hans. Við erum því kvittir
að þessu sinni“, sagði höfðinginn og brosti.
En Díana endurgalt ekki bros hans, er
hún leit upp og framan í hann.
„Þetta er ekki öll sagan, Ahmed“, sagði
hún hæglátlega. „Það hlýtur að vera eitt-
hvað meira.... Eg sé það á þér, að þú
leynir mig einhverju. ... Og ég sá það á
„drengnum“ í gærkvöldi. Hvað hefir hann
gert, úr því hann þorir ekki að segja mér
það?“
En þótt honum væri það fullljóst, að
fyrr eða síðar hlyti hún að komast að
þessu, gat hann samt ekki fengið sig til að
segja henni það. Hann'þoldi ekki að sjá
hana sorgbitna núna. Hann þrýsti henni
fast upp að sér og sagði:
„Vertu ekki að hugsa um það, elsku
góða. Drengurinn hefir gert nokkur
heimskupör, en nú er því lokið. Hann
hefir leikið sér að eldi, eins og svo marg-
ir aðrir, og hefir nú brennt sig örlítið. Og
léttúð hans hefir að þessu sinni valdið
honum minnisstæðrar hegningar, sem
mun hafa áhrif lengra fram í tímann,
heldur en þótt ég hefði refsað honum“.
Díana varð enn hræddari og sorgbitn-
ari á svipinn.
„Elsku, góði, geturðu ekki skilið, Ah-
med, að það er bezt að segja mér allt.
Hvað er það, sem drengurinn hefir gert?
Hún sneri andliti hans þannig, að hann
varð að horfast í augu við hana. — „Eg
er þó móðir hans, Ahmed, og hefi rétt til
að vita, hvað það er — hann er sonur
minn engu síður en þinn“. ...
Honum vairð hugsað til þess, er hún
hafði sagt kvöldið áður.
„O-nei, góða mín, hann er víst ekkí
sonur þinn, pilturinn. Hann er miklu
fremur sonur minn að öllu leyti, við því
er ekkert að gera. En þú hefir fullan rétt
til að vita allt saman“.
Svo sagði hann henni alla söguna eins
vægt og hæglátlega, og honum var unnt,
allt sem fyrir drenginn hafði komið, og
að hann hefði tekið með. sér stúlku, sem
nú væri í El-Hassí.
Díana lokaði augunum og hlustaði á