Nýjar kvöldvökur - 01.10.1940, Side 43
NÝJAR KVÖLDVÖKUR
185
virðist búast við öllu illu. Þegar ég talaði
við hana í morgun, nefndi hún alls kyns
kvalir og pyntingar, sem hún sagðist held-
ur vilja þola en að ljósta upp nokkru um
félaga sína. Hún glopraði því annars út
úr sér án þess að veita því eftirtekt, að
hún þekkti marga Mára, og skýrir það
nokkuð frá ævi hennar. Einkennilegt er
þó, að hún virðist vera bæði hreinskilin
og saklaus. Það er yfir henni einhver ó-
venjulegur hreinleiki og fíngert kven-
næmi. En ég þykist ekki vera neinn sér-
fræðingur í því að. skilja konur. Og þig
sízt af öllum, ástin mín! — En nú hefir
Raoul lofað mér að reyna að losa um mál-
beinið á henni, og vona ég, að honum
heppnist það. Hann hefir, eins og þú veizt,
sérstakt lag á þess háttar. Hann er núna
í El-Hassí, og ég vona, að Allah láti hon-
um takast þetta“, sagði höfðinginn að lok-
um og brosti.
Hann hafði varla sleppt síðasta orðinu,
er Saint Hubert kom inn í tjaldið. Hann
var náfölur og svo þreytulegur, að hann
virtist tæplega geta gengið.
Díana flýtti sér á móti honum og lét
hann setjast niður á stólinn, sem hún
færði honum.
„Hvað er að, góði“, hvíslaði hún hrædd
og áhyggjufull.
Saint Hubert leit upp. „Nei — nei....
Það er ekkert, alls ekki neitt“, sagði hann
eins og við sjálfan sig. Svo rétti hann allt
í einu úr sér. „Fyrirgefið mér, ég er að-
eins ofurlítið utan við mig. .. . En það var
það, sem ég sá í El-Hassí, sem. ... Já, ég
sá svip, ekki unga stúlku, eins og ég hafði
búizt við. Eg sá aftur sama andlitið, sem
ég sá í Biskra fyrir 16 árum síðan. — Eg
hefi fundið aftur dóttur Challies! Það voru
augu ísabellu, rödd hennar og hreyfing-
ar- • • . “ Saint Hubert gat ekki sagt meira.
Hann laut höfði til þess að forðast ótta
þann, er speglaðist í augum Díönu.
.„Dóttur Rene de Chaillps í tjaldi sonar
míns“, sagði höfðinginn og spratt upp af
stólnum. Hann svimaði og lagði höndina
fyrir augun. En hann var fljótur að ná
sér og sagði rólega.
„Þú verður nú að færa fram einhverjar
sannanir fyrir þessu, Raoul“, sagði hann.
„Sviplíkindi og líkur einar eru eigi full-
nægjandi í þessu máli“.
Svo leit hann á Díönu, sem sat náföl á
stólnum.
„Eg held það sé bezt, að þú leggir þig
út af, Díana“, sagði hann hlýlega. „Þú hef-
ir ekki gott af að hlusta á allt þetta, góða
mín. Við verðum að reyna að ráða fram úr
þessari sorgarsögu, eins fljótt og unnt er“.
Díana þreif í handlegginn á honum. —
„Nei, elsku, góði, rektu mig ekki burt,
Ahmed. Eg get ekki, þoli ekki að vera
einsömul núna. Eg skal ekki grípa fram í
samtal ykkar, en ég verð að fá að vera
hérna inni“.
Ahmed kyssti á hár hennar, setti hana
á dívaninn og hlúði þar að henni með
svæflum.
„Jæja, segðu okkur nú alla sögu þína,
Raoul,1. —
„Mér þykir fyrir því, Ahmed, að í raun
og veru veit ég lítið meira en þú sjálfur.
Hún játaði að vísu, að hún væri hrædd við
Márann, sem hún hefir verið hjá, en neit-
ar samt að segja nokkuð um hann. Hún
segist ekkert vita um áætlanir hans og
aldrei hafa kært sig neitt um þær. Og hún
segist heldur ekki vilja segja hvar hann
hafist við, þótt við pyntum hana og pínum
til bana. Vesalingurinn litli! Það var sorg-
legt að sjá, hve hrædd hún var. En loks-
ins gat ég samt fengið hana til að segja
ýmislegt af sjálfri sér og ævi sinni. Það
hefir verið raunaleg ævi og gleðisnauð. Eg
held, að henni sjálfri sé það ekki fyllilega
ljóst, hve gleðisnauð ævi hennar hefir
verið. Þau hafa alltaf verið á flækingi um
alla Norðvestur-Afríku, en þó sérstaklega
í Túnis. í fyrra voru þau í Marokkó, og
24