Nýjar kvöldvökur - 01.10.1940, Síða 44

Nýjar kvöldvökur - 01.10.1940, Síða 44
186 NÝJAR KVÖLDVÖKUR þar man hún einnig fyrst eftir sér. — Heyrirðu það, Ahmed, þau voru síðast í Marokkó. Og það var einmitt í fyrra, sem þar varð vart við Márann Ghabah“. Saint Hubert þagnaði sem snöggvast og leit á höfðingjann. Síðan hélt hann áfram: „Ég reyndi að fá hana til að segja mér frá allra fyrstu bernskuminningum sín- um, en hún virtist ekki minnast neins annars en þess, að Márinn hefði alltaf verið harður og vondur við hana. Er ég herti að henni og bað hana að reyna að muna eitthvað annað frá fyrstu bernsku- árum, sagði hún, að einhvern tíma, fyrir óralöngu, hefði einhver verið góður við sig, klappað sér í stað þess að berja sig og sungið við sig vögguljóð. Hún raulaði fyrir mig hrafl af einu þessara ljóða. Það var frakkneskt lag, en orðin voru ein- tómt bull, blendingur úr arabisku og frönsku, og algerlega óskiljanlegt. Hún mundi heldur ekki, hvort það var maður eða kona, sem kenndi henni kvæðið. Hún segist aldrei hafa átt neina móður. Ég reyndi að nefna nafnið Ghabah, en það virtist ekki hafa nein áhrif á hana. Það var eins og hún hefði aldrei heyrt það áður. Og samt er ég alveg viss um, að þessi litla stúlka er dóttir René Chailles. Hún er of lík konu hans til þess, að um tilviljun eina geti verið að ræða. Og ég ætla að kalla hana Isabeau de Chailles, þangað til ég get rökstutt og sannað mál mitt. Hún var látin heita í höfuðið á móður sinni“. „Og getir þú ekki sannað mál þitt?“ Það var höfðinginn, sem þannig spurði. Röddin var köld og róleg að vanda, en Saint Hubert vissi vel, hvað að baki bjó, „Jæja, ég reyni nú fyrst að safna sönn- unargögnum að máli mínu. Ef til vill tekst mér aldrei að hafa upp á þeim manni, sem einn saman veit um leyndar- mál ættarinnar. Og finni ég hann ekki.... Saint Hubert yppti öxlum — hver getur þá sagt frá málalokum? En fyrst um sinn ætla ég nú að vona og bíða... . En mundu það, Ahmed, að þótt þú nú í svipinn hafir áhuga fyrir stúlkunni og örlögum hennar, þá verður samt framtíð hennar í mínum höndum, — hvort sem hún reynist að vera Isabeau de Chailles eða munaðar- leysinginn úr eyðimörkinni. Saint Hubert lagði hönd sína á herðar höfðingjans og gekk síðan yfir að dívaninum eins og í leiðslu, beygði sig niður yfir Díönu og kyssti á hönd hennar, og ískaldir fingur hennar krepptust fast utan um hönd hans. „Raoul, heyrðu“, Díana gat varla stunið upp orði, og tárin blikuðu í augum henn- ar. „Þykir — þykir henni vænt um — drenginn okkar?“ Saint Hubert varð náfölur. Hann starði á hana. Og enn einu sinni háði hann harða baráttu við ástríðu sína og hugsanir. Hann rétti úr sér. Honum varð hugsað til hinnar konunnar ungu, sem fyrir ör- stuttri stundu hafði legið grátandi fyrir fótum hans og spurt hann, hvort hann vissi ekki, hvað orðið væri af Ahmed, sem hefði skilið við hana í reiði. „Ég þekki svo lítið hjörtu kvenna“, sagði hann sorgbitinn ,svo að Díönu varð nærri því hverft við. Síðan fór hann út úr tjaldinu, og næturmyrkrið grúfði dimmt og þungt yfir tjaldborg Ahmed Ben Hassans.--------- — — — Sama kvöldið vörpuðu tvö ferðamannabál rauðum bjarma út yfir tjaldstað einn á að gizka 50 brezkar míl- ur fyrir norðan landamæri höfðingjans. því að hér var allt í strangri röð og reglu. Hér voru heldur eigi áburðar-úlfaldar eða annað það, er seinkað gæti hröðum leið- angri. Hópur manna sat þögull umhverfis bálin, og heyrðist hvorki tam-tam-sláttur né hljóðpíputónar. Fast við minna bálið sat slöngutamn- ingamaðurinn og starði inn í logann. Hann lygndi augum, svo að þau urðu að-

x

Nýjar kvöldvökur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.