Nýjar kvöldvökur - 01.10.1940, Side 45

Nýjar kvöldvökur - 01.10.1940, Side 45
NÝJAR KVÖLDVÖKUR 187 eins tvær mjóar rifur, og lék ískyggilegt kuldabros um varir hans. Hann strauk langri og mjórri hendi sinni nærri því ástúðlega um hárbeittan og oddhvassan rýting, sem lá á knjám hans og blikaði við eldslogunum. Gamla Þjóðverjanum, sem rölti í sífellu fram og aftur hinum megin við bálið og gaf Máranum öðru hvoru hornauga, virtust aðfarir hans fremur ískyggilegar og óhugnaðslegar. Hamingjan góða, hve heimskur hann hafði verið, er hann kaus sér Mára þenna til fylgdar. Og enn heimskari hafði verið, er hann kaus von Lepel, landa sinn, úr hópi fjölda manna, er höfðu gefið sig fram. Annars hafði hann aldrei haldið, að von Lepel væri annar eins ræfill, og raun var á. Það, sem riðið hafði baggamuninn, var þekking hans á tungu og landamær- um og öðru fleiru hér syðra, og að hann hafði góð meðmæli. Hvern hefði getað grunað, að náunginn sá ’arna skyldi verða bálskotinn í hérlendri stelpu, svo að hann reyndist einskis nýtur! Og þetta gæti ef til vill kollvarpað öllum hans áætlunum. Nú var hann, Carl Röst, kominn hingað suður í Algier til að ljúka starfi því, er hann hafði gert sér að ævistarfi, og nú varð hann fyrir einlægum töfum og vand- ræðum sökum þess, að hann þurfti að hafa nánari gætur á þessum grasasna von Lepel, sem sá ekki sólina né neitt annað íyrir þessari stelpu. Hlægilegt! Allt hafði gengið eins og klukka, þang- að til fyrir þrem mánuðum síðan. Skýrslur þær og fyrirskipanir, sem send- ar höfðu verið með stuttu millibili, höfðu slltaf komið til skila, þangað til nú fyrir skömmu. Þá höfðu orðið tvenn hlé á svar- sendingum umboðsmannanna, og svo var það skjalaveskið, sem rænt var í Toug- gourt. Skjölin voru að vísu með dulmáls- skrift ,og mátti ætla, að það væru skýrsl- Ur verzlunar-erindreka, eins og líka var ætlast til; en samt gat maður aldrei verið öruggur. Heppilegast hefði því verið að geta dulbúið sig eins og þarlendan mann og farið burt úr Touggourt um hríð. En það hafði hann ekki getað gert. Touggourt var einmitt miðstöð starfs hans, og þar átti hann að hitta umboðsmanninn, sem fá átti dulmálsskjölin hjá honum. En hann hafði ekki komið á tilsettum degi. Og hvers vegna hafði hann ekki komið? Ef til vill væri frakkneska leyndarráðið ekki aðrir eins grasasnar, og hann hafði hald- ið. Ef til vill höfðu þeir snuðrað upp, hvað í gerðum væri hér í landi? — En, nei, það var alls eigi líklegt né sennilegt. Annars hafði hann fengið aðvörun frá umboðsmanni nr. 7, að hann yrði að vara sig á umferða-hrossaprangara einum og hafa á honum nánar gætur. En nr. 7 var nú annars náungi, sem ekki var mikið mark takandi á. Þótt hann væri einn hinna allra duglegustu, sem Carl Röst hafði í sinni þjónustu, kom oft fyrir, að samvizkusemi hans varð heldur meiri, en góðu hófi gegndi. Og það var ætíð, eins og að hann ætti bráðan dauðann vísan á hverju götuhorni og vegamótum. Carl Röst blótaði nr. 7 í sand og ösku. Hvers vegna kom hann ekki með skýrsl- ur sínar? Carl Röst myndi hafa blótað enn hressi- legar, hefði hann vitað, að nú var starfi nr. 7 lokið fyrir fullt og allt. Hann lá einhvers staðar langt úti á eyðimörkinni og bein hans hvít og skinin sandverptust með degi hverjum. Og á hauskúpu hans var lítið gat eftir kúlu Ahmed Ben Hass- ans. Carl Röst var þreyttur eftir dagreiðina og af ráfi sínu umhverfis bálið og fleygði sér niður við hliðina á von Lepel. „Hve lengi á þessu að halda áfram, Hugo?“ mælti hann önugur. Þetta var hinn daglegi inngangur að þrætum þeirra og þjarki, síðan þeir fóru úr Touggourt.

x

Nýjar kvöldvökur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.