Nýjar kvöldvökur - 01.10.1940, Page 46

Nýjar kvöldvökur - 01.10.1940, Page 46
188 NÝJAR KVÖLDVÖKUR Von Lepel leit upp. „Því heldur áfram, unz ég hefi komizt að því, sem ég vil vita“, svaraði hann. „Sem þú vilt vita! Mér er spurn, er það fyrir það, sem þér eru borguð laun? Fyr- ir að eyða tíma þínum og kröftum í ást- arævintýri? — Hefirðu gleymt, hver þú ert og í hvaða erindum? Er þér ekki ljóst, hvað þú skuldar fósturlandi þínu. Mein Gott, hefði ég aðeins vitað, hvers konar náungi þú ert, þá hefði ég sannarlega al- drei tekið þig með mér“. „Þú þurftir ekki að fara með mér hing- að“, sagði von Lepel. „Ég sagði þér frá upphafi, að fram úr þessu vildi ég ráða sjálfur“. „En þú veizt vel, Hugo, að nú höfum við ekki tíma né tækifæri til að fara ein- förum eða sinna einkamálum, hvorugur okkar. Og ég segi þér það blátt áfram, að nú er nóg komið. Ég vil alls ekki vita af þessum heimskupörum þínum framar!“ „Og þessu til viðbóta —“ hann lækkaði róminn og hvíslaði — „ég treysti alls ekki Máranum þarna! Hann situr alltaf og glápir á okkur, — hann fer í taugarnar á mér... . Líttu ekki á hann undir eins. Ég vil ekki, að hann verði þess var, að við sé- um að tala um hann“. Von Lepel spyrnti spreki inn í eldinn, — Márinn er all right, ég skil ekkert í því, að þú þykist ekki geta treyst honum. Hann hefir einmitt sömu áhugamálin og við báðir, — og núna í svipinn vill hann það sama sem ég, að ná aftur stúlkunni. Og það skal hann líka fá. Þegar ég kæri mig ekki lengur um hana, getur hann fengið hana aftur og gert við hana, hvað sem hann vill. En fyrst ætla ég mér að ná í hana“. „Það er að segja, ef ég tek þá ekki fram fyrir hendurnar á þér!“ sagði Röst bál- reiður. „Þú hefir þegar farið of langt út í þetta, Hugo. Þú vilt ná í stúlkuna aðeins til að skemmta þér að henni, og til að hefna þín á stráknum, sem sneri svo lag- lega á þig. En þú veizt nú, hver hann er, hve voldugur faðir hans er hér í landi. Og þú teflir lífi okkar beggja í hættu með því að ráðast inn y-fir landamæri hans. Og allt þetta aðeins til að hanga í pilsi! Hvað ertu annars að hugsa, maðúr! ímyndarðu þér, að ég, sem yfirboðari þinn, geti sætt mig við annað eins! Ég banna þér stranglega að fara feti lengra í átt- ina til landamæra Ahmed Ben Hassans! Og nú veiztu það. Á morgun snúum við aftur til Touggourt“. Von Lepel sneri sér hvatskeytlega að honum. — „Nei, það gerum við ekki!“ sagði hann ákveðið. — „Þú getur auðvit- að gert, eins og þér sýnist, en ég geri það ekki, skal ég segja þér. Og Márinn heldur ekki, og allir fylgdarmennirnir fara með mér; þeir fara ekki frá okkur, fyrr en við höfum borgað þeim kaup þeirra. Nei, við erum nú komnir of langt til þess að snúa aftur. Kipptu að þér hendinni!“ hrópaði hann allt í einu. „Ég hefi líka marghleypu í vasanum. En ég get ekki séð, að það sé neinn vinningur að skjóta hvor annan. Þú ert nýbúinn að segja, að við höfum þörf hvors annars. Og það verður engin veru- leg töf að þessari lykkju á leið okkar inn yfir landamæri höfðingjans. — Maður lif- andi! Þú verður þó að muna, að ég er maður með mannlegar tilfinningar, og að það rennur blóð en ekki blek í æðum mínum. Nú hefi ég lifað munkalífi í heilt ár og unnið eins og galeiðuþræll. Geturðu þá ekki verið ofurlítið skynsamur og sanngjarn, Röst! Láttu mig fá 2—3 vikur til eigin umráða, og síðan skal ég af öllu kappi snúa mér aftur að starfi okkar og striti. Eigum við að semja um það, Carl?“ (Framhald).

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.