Nýjar kvöldvökur - 01.04.1945, Qupperneq 19

Nýjar kvöldvökur - 01.04.1945, Qupperneq 19
N. Kv. SÆNSKIR HÖFÐTNGJAR 57 mikill en ekkert höfuð. Og allt leit þetta svo iindarlega út, eins og þar væri kominn draugur úr einhverri forndys. Hægt og hægt nálgaðist þetta, og að lok- um var öllu saman kastað niður á þröskuld- inn í dyrunum. En undan bakkanum skreið Vittiko, gulbrúnn og ljómandi af fögnuði yfir herfangi sínu og sigurtáknum frá víg- vellinum. — Ég felldi engan jarl, mælti liann. — Herfang mitt tók ég upp úr grasinu. Birgir Brosa stóð upp úr sæti sínu og heilsaði Vittiko. — Það varð löng leið, sem þú hefur orðið að fara til þess að vísa veginn, mælti hann í gamansömum tón. — En svaraðu nú einni alvarlegri spurningu: Hver var gesturinn? — Til höfðingja var hann fæddur, svar- aði Vittiko. — Allt annað eru óráðnar arátur. En það segi ég, að meiri konung hafa þeir aldrei séð í Noregi, og vissulega mega þeir taka um höfuð sér tvisvar sinnum, áður en þeir fá annan slíkan aftur. — Damon Runyon: Bensi barnfóstra. Kvöld nokkurt um sjöleytið, þegar ég sit í gildaskálanum hans Manna og raða í mig fiskflökum, sem í mínu munni er hinn mesti hnossgætisréttur, slapmast inn til mín þrír dólpungar frá Brooklyn, rétt í þessari röð: Harri Hrossi, Litli-Dóri og Spanski Jón. Þessir aðilar eru, satt að segja, borgarar, sem ég kæri mig sem minnst um að hafa fé- kigsskap við, vegna þess að oftlega heyrast ýmsar sögur um þá, sem tæplega er hægt að reikna þeim til tekna, jafnvel þó meira en helmungurinn af sögnunum væri lygi. Satt að segja heyri ég því oft fleygt, að brúnin mundi lyftast til muna á mörgurn borgur- um í Brooklyn, ef þeir sæu í endann á þeim Harra Hrossa, Litla-Dóra og Spanska Jóni alfluttum úr borginni, vegna þess að þeir hafa þar sífellt eitthvað fyrir stafni, sem talið er til óþæginda fyrir samfélagið, eins og til dæmis að ræna vegfarendur, og jafn- vel skjóta kúlu eða stinga hníf í skrokkinn a þeim, eða þá að fleygja í menn ananasi. jressu, sem springur við árekstur, og ýmisleg því líkt. Ég er í meira lagi undrandi yfir því, að sjá þessa náunga hér á Breiðgötu, því að það er alkunn staðreynd, að pólarnir á Breiðgötu hafa alveg sérstaka ánægju af því að segja slíkum fírum til vegar, svo sem líka skiljanlegt og eðlilegt er. En nti eru jreir staddir hér inni hjá Manna, svo að ég hallóa glaðlega og kumpánlega til þeirra, því að ég skal aldrei láta það sannast að ég sé ókurteis eða ógestrisinn, jafnvel ekki þó að Brooklyndelar eigi í hlut. Þeir koma nú líka krókalaust að borðinu til mín og setjast hjá mér. Litli-Dóri krækir sér strax í stærð- ar stykki af fiskinum mínum með bláberum putunum, en ég læt sem ég sjái það ekki, af því að ég er þá líka einmitt að nota eina hnífinn, sem er á borðinu. Þarna sitja þeir allir og glápa á mig án þess að mæla orð, og augnaráðið er þannig, að ég fæ einhvern skaksturshroll í tauga- kerfið. Ég kemst að þeirri niðurstöðu, að 8
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.