Nýjar kvöldvökur - 01.04.1945, Blaðsíða 28
66
BENSI BARNFÓSTRA
N. Kv.
Ég man, að ég hugsaði sem svo, að æfisaga
mín væri þó tæplega eins flekkótt og Bensa
svo að ég mundi ekki fá lífstíðarráðningu í
Sing Sing eins og hann. Ég man líka, að ég
braut heilann töluvert um það hvað þeir
mundu láta Jón Ingnatius junior hafa fyrir
þátttökuna, en hann heldur stöðugt áfram
að reka upp öskurrokur. Stóri-Bensi segir:
„Sona, svo-nna, babbi er hjá honum.“
„Við ættum að krækja í þessa pinna. Þeir
geta verið hluthafar," segir annar pólinn við
feita foringjann.
Ég geng að því vísu, að nú sé komið að
kveðjustundinni fyrir mér, Stóra-Bensa og
Jón junior, þegar sá feiti gengur til okkar.
En í stað þess að taka Bensa fastan, bendir
feiti foringinn aðeins á Jón Ingnatius og
spyr með hluttekningu:
„Tennur?"
„Nei,“ segir Stóri-Bensi. „Ekki tanntaka.
Innantökur. Ég var rétt núna að rífa doksa
upp úr rúminu til þess að gera eitthvað fyr-
ir hann, og nú erum við að fara í lyfjabúð-
ina til þess að ná í meðöl handa honum.“
Ég verð náttúrlega nrjög undrandi yfir
þessari yfirlýsingu, en ég er að vísu enginn
læknir, og ef Jónki hefur kveisu, finnst mér
að honum sé það skítnrátulegt. Ég óska bara
umfram allt, að ég verði ekki spurður um
lrvað ég hafi mikinn hita, þegar feiti foring-
inn mælir.“
„Slæmt, mikið slæmt. Ég þekki þetta. Ég
á þrjú heima,“ segir hann. „En mér finnst
þetta líkara tanntöku heldur en kveisu."
Þegar við Stóri-Bensi og Jón junior höld-
um leiðar okkar, heyri ég feita lögreglufor-
ingjann segja fyrirlitlega við pólann:
„Jú, auðvitað liggur í augum uppi, að
menn fara að heiman með barn á hand-
leggnum í þeim erindum að opna peninga-
skápa. Þú verður áreiðanlega sniðugur lög-
reglunjósnari!"
Nú líða nokkrir dagar án þess að ég sjái
Bensa eða heyri nokkuð af honum, en ég
lreyri að þeir Elarri Hrossi, Spánski-Jón og
Litli-Dóri hafi sloppið heilu og höldnu yfir
til Brooklyn, að undanteknum nokkrum
smá skeinum eftir blýið, sem löggarnir voru
að senda á eftir þeim, og ennfremur að pól-
arnir, sem féllu á götuna, hafi ekki skemmst
neitt tiltakanlega. Og hefði ég mátt ráða
mundi áreiðanlega hafa liðið bæði ár og
dagur þangað til ég sæi Stóra-Bensa, en
kvöld nokkurt lítur fírinn inn til mín allur
glampandi og skínandi af ánægju.
„Sjáðu bara til,“ segir Stóri-Bensi við mig.
„Eins og þú veizt hef ég aldrei haft mikið
álit á pólunum, en nú verð ég þó að viður-
kenna, að feiti lögregluforinginn, sem við
rákumst á kvöldið góða, er býsna fjári snið-
uður fugl. Það var rétt sem hann sagði. Það
var tanntaka, sem gekk að Jóni litla, því
hvað skeður? Kemur hann ekki með fyrstu
gemluna í gærdag.“
Þý-tt af X.
HAUST.
Kom þú hjartkæra haust meður minninga fjöld,
sláðu strengi, er óma við blítt,
þó að fölni hvert strá og þó að blikni hvert blað,
er í brjóstinu gleym mér ei nýtt.
Þó að líði hver stund, lífið streymi’ áfram hratt,
ljós ei myrkvast sú draumsýnin hrein,
allt er geymt, ekkert gleymt, bak við tímanna tjöld
situr tárfögur minningin ein.
K. M. J. Björnson.
VOR.
Við unnum hinni friðsælu, frónsku gróðrartíð
með fuglasöng og lækjarnið og smaragðsgræna
hlíð,
er ekki’ eins og lífið sjálft, þess ást og afl og þor,
okkur til sín kalli’ í þessu stutta orði: vor?
K. M. J. Bjömson.