Nýjar kvöldvökur - 01.04.1945, Side 32

Nýjar kvöldvökur - 01.04.1945, Side 32
N. Kv. Elias Kræmmer: Vitastígurinn. Helgi Valtýsson þýddi. (Framhald). „Hvernig líður honum þá?“ spurði Abla að lokum. Fía var við þessu búin og albúin að þylja ævisögu drengsins frá vöggu til grafar, heillangan ,,róman“; en er hún átti að hefja söguna, greip hún niður í miðju kafi, svo að allt lentl í pusla og þvælu. „Hann er orðinn flugríkur maður og háttvirtur.“ „Hvað er hann?“ spurði Abla. „Hvað er hann — ja, hvað er hann nú annars? Jú, hann er trésmiður.“ „Ekki annað?" sagði Abla, og brá fyrir vonbrigðahreim í rödd hennar; hún hafði haldið, að hann væri að minnsta kosti hers- höfðingi eða herragarðseigandi, fyrst hann væri ríkur maður og háttvirtur. Allir þeir snikkarar, sem hún hafði kynnzt um ævina, voru hvorki ríkir né mikils virtir — allt ann- að en það! „Hann á eflauststóratrésmíðaverksmiðju," flýtti Fía sér að segja, — „feikna mikla verksmiðju, býst ég við, því að allt er svo mikilfenglegt þarna vestra.“ At)la sætti sig því við þessa skýringu. „Á liann mörg börn?“ spurði Abla og tók aftur að prjóna. „Já, hamingjan góða! Hann á ellefu börn.“ Abla leit til hennar yfir gleraugun. „Hann er þá giftur?" „Giftur? Já, ég held nú það, meira að segja vel giftur og tvígiftur að minnsta kosti. Hann er orðinn langafi.“ „Það getur hann ekki verið,“ sagði Abla ákveðið. „Nei, auðvitað ekki, afi átti ég við, og þér eruð orðin langamma, Abla, ha-ha-ha!“ Abla hló einnig ofurlítið. „Þetta er nú allt saman gott og blessað, ef ég aðeins mætti treysta því, frú Stolz,“ sagði Abla og leit hvasst á Fíu yfir gleraugun. „Treysta því? Góða Abla, þér skuluð fá að sjá umslagið með amerísku frímerkjun- um og póststimplunum og öllu saman.“ Fía tók umslagið úr barmi sínum og lagði það á borðið fyrir framan Öblu. Abla tók það upp og hélt því gætilega upp á móti birtunni, eins og þetta væri dýrmætur helgidómur. Síðan reyndi hún að lesa það, sem þar stóð skráð. „Hérna sjáið þér nafnið hans aftan á bréf- inu: Emil Martinson, var ekki drengurinn skírður Imil?“ „Ismail,“ sagði Abla. „Það verður Emil í Ameríku. Allir Norð- menn breyta nöfnum sínum þar fyrir vest- an.“ Abla lét sér þessa skýringu nægja. Og föðurnafninu viðvíkjandi, þá kærði hún sig ekkert um, af vissum ástæðum. að ræða frek- ar um það, þótt Fía legði sig alla fram unt að reyna að veiða það upp úr henni. Fía sat hjá Öblu fulla klukkustund og sagði henni frá drengnum í Ameríku, og hún varð svo skáldmælt og hugkvæm að lok- um, að lnin gekk alveg fram af sjálfri sér! Abla gamla varð hrærð og táraðist, þegar Fía lýsti fallega heimilinu hans og blessuð- um börnunum. Áður en Fía fór, bað Abla hana blessaða að nefna þetta ekki við nokk- urn lifandi mann. Nú er ég ánægð og get dáið í friði, — og nú er þá þessari sögu lok-

x

Nýjar kvöldvökur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.