Nýjar kvöldvökur - 01.04.1945, Síða 44

Nýjar kvöldvökur - 01.04.1945, Síða 44
82 VITASTÍGURINN N. Kv. lit, unz hún féll iit í stórt stöðuvatn langt í burtu. „Áin er eins og mannlífið," tautaði hann og hvarflaði augum upp til snævi-þakinna fjallatindanna langt fyrir ofan skógarmörk- in. Þannig lá hann lengi og starði upp til hvítra liáfjallanna. Síðan leituðu augu hans á ný ofan í dalinn. Hann virti fyrir sér ána og veginn, sem hjúfruðu sig hvort að öðru eins og elskendur. Þarna niðri í vegbeygjunni sat hann einu sinni fyrir mörgurn árum og var að mála. Og þá var það, sem hann hitti Madeleine. Madeleine! Mundi hann aidrei sjá lrana framar, mundi hann aðeins í þetta eina skipti á ævinni sjá bregða fyrir Ijósbjarma ævintýralands ástarinnar? Hún hafði ekki sagt honum, hver hún væri, eða hvaðan hún kæmi; en á hverju ári síðan hafði hún sent honum kveðju. Og hún barst honum í þess- um fimm orðum: „Madeleine sendir yður kveðju sína!“ Aldrei gat honum gleymst sú opinberun fegurðarinnar, sem birtist Iron- urn jrarna niðri í dalnum í fyrsta og einasta sinn. . . . Yfir á svalriðinu háðu tveir spörvar leik sinn í sólskininu. Sören brosti til þeirra. Ástin lifi! Ungur maður með stutt, svart skegg, grannleitur og gulbleikur í andliti, kom gangandi og settist við hliðina á hon- um. „Jæja, hvernig líður lífið?“ spurði Sören glaðlega. „Þakka yður fyrir, svona sæmilega illa,“ svaraði hinn hæglátlega. „Það megið þér ekki segja, samferðamað- ur góður. Höfum við hér ekki hreint og frískt loft, sem streymir til okkar frá blá- djúpi hirnins? Höfum við ekki hið dásam- legasta útsýni? Við, sem bráðum getum flog- ið til Paradísar í himneskri flugvél?" Samferðamaðurinn var ekki fyllilega sam- mála. Hann var trúlofaður og hafði nýlega sett á stofn glæsilega nýlenduvöruverzlun, sem hafði heppnast svo vel, að hann hafði hugsað sér að kvænast í haust, en svo kom jretta fyrir.----- „Auðvitað eru ýmsir óþægilegir annmark- ar á aðstöðunni, pro tempore (sem stendur), kæri samherji. Þegar maður fer frá gisti- húsi, þarf maður að gegna þeirri leiðinlegu skyldu að greiða reikning sinn og þjórfé handa Jrjóni og dyraverði. Já, ég veit ekki annað ráð betra, kæri sam- ferðamaður, en að þér verðið að gefa út á hendur sjálfum yður Iangdrægan víxil, sem fellur í gjalddaga við framvísun.“ Ungi maðurinn föli varð að brosa; þetta var skringilegur náungi, þessi málari. Sören tók eftir brosi hans og hélt áfram: „Guð blessi bros mannanna! Það kostar svo ákaflega lítið. Hvers vegna nota menn það ekki meira og oftar?“ „Þér eigið furðulega skapgerð, herra mál- ari,“ sagði föli maðurinn. „Gerið svo vel að segja bara Sören við mig, og þá segjum við báðir þú. Þegar rnenn verða samferða langar leiðir, verða þeir ósjálfrátt allnákunnugir. Það eru ótelj- andi smágreiðar, sem þeir geta gert lrver öðrum, til dæmis keypt farseðla, gáð að far- angrinum og margt fleira.“ „O, farseðla og flutning lreld ég nú ekki, að við þurfum að lrugsa mikið um,“ sagði sá föli. Hann var aftur orðinn alvarlegur á svipinn. „Kæri, ungi maður, þegar þú kemur að gullna lrliðinu, hittir þú fyrst manninn, sem hefir eftirlit með farseðlunum. Án fyrsta flokks farseðils á nraður á hættu að vera vísað frá, einkanlega hafi maður ekki verulega glæsilegan farangur. Sértu til dæm- is svo heppinn að hafa traust leðurkoffort í hendi, sæmilega troðið af góðverkum, Jrá ertu viss um að fá húsnæði, sérstaklega opn- ir þú koffortið ofurlítið, um leið og þú ferð fram hjá eftirlitinu." „Góðverk," tautaði föli maðurinn. „Eg hefi víst, því miður, ekki meira af því tagi. en sem rúmast gæti í venjulegri ferðatösku."

x

Nýjar kvöldvökur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.