Nýjar kvöldvökur - 01.04.1945, Page 52
90
FLÓTT AMENNIRNIR
N. Kv.
ljóst hrokkið lrár, og mjúkar hendur. Allra
laglegasti piltur, en dálítið kveifarlegur.
Hann var einna líkastur hagamús á svip-
inn. . . . Ég fann einu sinni hagamús sem
sat ósköp róleg á spýtu á bak við hlöðudyr.
Þessi mús og ég, horfðum andartak hvert á
annað. Okkur brá báðum, og bæði vorunr
við forvitin. Ég var risi; músin var dvergur.
Þegar músin skildi það, flýði hún óttasleg-
in. . . . Alveg eins og DuFond. Maður gat
séð í augnaráði hans allt, sem hann hugsaði,
séð óttann, tortryggnina, vantiaustið, og
hatrið. Hann var of ungur til að vera í ný-
lendunni. Ef hann hefði ekki lent í þessu,
mundi hann hafa lifað rólegu lífi og aldrei
komizt í neinar hættur. Moll tók hann með
af því að hann var ístöðulaus. Moll lrafði
auðvitað ákveðnar áætlanir um flóttann og
kærði sig ekki um að hafa neinn með, sem
nokkur verulegur dugur væri í. . . . Ef ég
Iiefði nokkurn tíma haft þrek í mér, þá var
það horfið fyrir löngu. Ég var orðinn það
gamall, að ég forðaðist að taka á mig nokkra
ábyrgð; en það var líkamlegur veikleiki
minn, sem Moll hafði átt við. Honum þótti
gaman að hæðast að kviðslitinu, sem ég
gekk með.
„Þú ert eins og eggjaskurn, LaSalle; gam-
alt, tómt eggjaskurn. Einn góðan veðurdag
verðurðu orðinn svo sundurrotinn, að
skurnið brotnar og maginn í þér veltur ofan
á tærnar og þú engist sundur og saman af
kvölum meðan þú ert að drepast. Það þætti
mér gaman að sjá.“
Endalokin sýndu kaldhæðni örlaganna.
Dvergnum honum DuFond var ætlað líf, en
risavöxnu hvítu beinin hans Molls fengu að
sökkva í leðjuna á Atlantshafsbotni.
Sá fjórði, sem var að slást í förina með
okkur, var Richard Pennington. Ég þekkti
hann aðeins lítillega áður en Moll náði í
hann. Jú, hann átti fimm hundruð franka.
Og hann langaði til að komast undan.
„Sjáið þið til,“ sagði hann. „Ég hefi und-
anfarið verið að vinna að yfirgripsmiklum
rannsóknum á hegningarkerfi Frakka, og
mig langar mjög mikið til að konrast aftur
lreim til Bandaríkjanna, svo að ég geti lokið
við þær og gefið þær út. . . . “
Hann var Ameríkumaður, fimmtíu og
f’imm ára að aldri. Það var lrvorki meira né
minna en kraftaverk að hann skyldi enn
vera á lífi. Hann var mjög langt leiddur af
lungnaberklum. Hann var búinn að vera
tíu ár í nýlendunni, og hafði verið dæmdur
fyrir njósnir á friðartímum, þegar liann var
á ferðalagi utanlands árið 1924. Hann hafði
tekið sér frí frá kennslustörfum í Ameríku.
Það var engum blöðum um það að fletta, að
hann var sekur, en ástæðan fyrir því var
Irlægileg. Erindrekar hernaðarvaids höfðu
leitað til lians og boðið honum samvinnu.
Hann varð svo upp með sér af þessu, að
hann tók tilboðinu. Það var ekki lengi
verið að hafa upp á honum og taka lrann
fastan. . . . Útlit Penningtons minnti á hag-
sýnan vísindamann, nema augun, sem voru
dreymandi. Hann sagði mér, að hann hefði
einu sinni kennt þjóðfélagsfræði við háskól-
ann í Virginia. En það var hálfpartinn
kynlegt að hugsa til þess á þessum stað, sem
við vorum á, en það var sanrt enn eitthvað
fyrirmannlegt við hann. Ég get vel ínryndað
mér að þessar rannsóknir hans á lregningar-
kerfinu hefðu getað orðið framúrskarandi.
Louis Benet var sá finrmti. Hann hafði
verið sendur til nýlendunnar fyrir að
nauðga átta ára gömlu barni. Þegar búið
var að taka lrann fastn, komst lögreglan að
ýmsu öðru viðbjóðslegu um hann. Það ein-
kennilegasta var, að hairn var kvæntur og
átti tvær litlar stúlkur. Konan lrans fékk
skilnað frá honnm eftir að búið var að
dænra hann sekan.
Hann var ekki vitstola. Þvert á móti al-
veg lreilbrigður á sálinni. Honum var ljóst,
lrvað hann hafði gert, og vissi að það var
hræðilegt. Honum stóð algjörlega á sama
um það. Hann fann enga löxrgun hjá sér
til að breytast til batnaðar.