Nýjar kvöldvökur - 01.04.1945, Síða 56

Nýjar kvöldvökur - 01.04.1945, Síða 56
94 FLÓTTAMEN NIRNIR N. Kv. aftur niður að sjónum og klæddi sig úr bux- unum. Hann braut þær saman og lagði þær í sandinn. Svo fór hann aftur út í sjóinn. Það var ekkert Itik á honum, hann hélt bara áfram að vaða þangað til hann var kominn á svo mikið dýpi að hann gæti synt. Ég kall- aði til hans: „Farðu varlega! Hákarlarnir koma alveg upp að ströndinni.“ Ég heyrði hann hlæja, og hann synti aust- ur á bóginn og lét viðvörun mína sem vind um eyrun þjóta. Ég yppti öxlum tók skyrt- una hans og fór að þurrka mér urn fótlegg- ina. Ég beit á jaxlinn, því að nrig logsveið þegar saltvatnið kom í rispurnar. En það vrar ágætt fyrir fæturna. Nokkrum mínútum seinna var orðið svo dimmt, að ég sá Cambreau ekki Jengur á sundinu. Það var ekkert tunglsljós. Sjórinn var lygn. Ég gat fylgt grænu brimkögrinu með augunum, þar sem bárurnar brotnuðu í fjöruborðinu. Ég fór að lilusta hvort ég heyrði nokkuð til Cambreaus, en heyrði ekki neitt. Ég var farinn að verða hálf smeykur um hann. En allt í einu var hann kominn aftur og stóð við hliðina á mér. ,,Jæja. Sástu til mín?“ sagði hann. ,.Þú hefðir ekki átt að gera þetta,“ sagði ég. „Hákarlarnir koma oft upp að strönd- inni. Þeir mundu rífa þig í tætlur á svip- stundu. Það er ekki hættulaust, ef maður veður dýpra en upp i hné.“ „Heyrðu nú, læknir góður,“ sagði hann álasandi. „Hákarlar geta ekki synt á tveggja feta dýpi. Þú hlýtur að vita það.“ Hann brosti og settist niður við hliðina á mér. Svo hélt hann áfram: „Vertu ekki að gera þér neinar áhyggjur. Ef ég læt hákarl- ana í friði, þá láta þeir mig afskiptalausan.“ „Skyrtan þín liggur þarna rétt hjá þér,“ sagði ég. „Þakka þér fyrir lánið. Ég hresstist mikið." Hann tók hana upp og fór að færa sig í hana. „Setti ég sand á hana?“ spurði ég. „Ég bið þig að fyrirgefa." „Það gerir ekkert til,“ sagði hann. „Finnst þér andvarinn ekki þægilegur? Hann kom um leið og myrkrið. Ég liefi ekki fundið svalan blæ í ntarga mánuði." „Ég tók ekki eftir því,“ sagði hann. „Það er rétt,“ sagði ég. „Þú varst að synda. Það hlýtur að hafa lnesst þig.“ „Ég fór ekki að synda til þess,“ sagði liann. „Ég var ekki þreyttur.*' „Hvað áttu við?“ spurði ég. „Ég var ekki þreyttur." „Varstu ekki þreyttur eftir daginn í dag?“ ,,'Nei.“ „Jæja, en ég er það,“ sagði ég firtnislega. Mér var farið að gremjast rósemi hans. „Ég er Jneyttur og svángur, og líður herfilega." „Mér Hður vel,“ sagði hann. „Hvernig ertu í fótunum?" spurði ég. „Ertu ekki illa rifinn?“ „Ég hefi satt að segja ekkert tekið eftir því,“ sagði hann. „Ég held að Jrað sé ekkert að ráði.“ „Nei, blessaður, nú skulum við tala uin eitthvað annað.“ Eftir það var löng þögn. Við sátum bara og horfðum á maurildin í bylgjunum, Jrar sem þær brotnuðu við ströndina. Gleraug- un mín losnuðu aftur. Ég reyndi að festa Jrau betur bak við vinstra eyrað en það þýddi ekki neitt. Cambreau sagði allt í einu: „Heyrðu læknir, einn góðan veðurdag' muntu skammast þín fyrir að hafa gengið svona lengi með gleraugun og þú hættir að nota þau.“ „Það er alveg 1 jómandi," sagði ég. „Og ég býst við, að ég eigi líka eftir að skannnast mín fyrir að hafa gengið með kviðslitsband- ið og hendi því frá mér líka og drepst svo at því.“ Ég andvarpaði. „Þú talar heimsku- lega;“ ( , Við sátum og störðum út í myrkrið. Ég spurði:

x

Nýjar kvöldvökur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.