Nýjar kvöldvökur - 01.04.1945, Síða 58

Nýjar kvöldvökur - 01.04.1945, Síða 58
FLÓTTAMENNIRNIR N. Kv. . 96 „Hvað ertu að tala um?“ „Ég reyndi að draga hann hingað,“ hélt hann áfram, „en það var of langt. Ég held, að það væri betra að við færum til hans.“ „Er Moll þá kominn?“ spurði ég. „Auðvitað er hann kominn,“ sagði Cam- breau. „Það eru tíu mínútur síðan hann kom og liann liggur á ströndinni hundrað metrum héðan.“ „Hvað er að honum?“ „Hann er að deyja,“ sagði Cambreau. „Að deyja!“ ég stökk á fætur eins snarlega og mér var unnt. „Hvað ertu að segja?“ Ég var ennþá ringlaður. „Ég held, að þú ættir að koma með mér,“ sagði Cambreau. „Hann hefir miklar kval- ir og þú getur ef til vill hjálpað honum eitt- hvað, þó að ég búizt ekki við að þú sért fær um að bjarga iífi hans. Hann var bitinn í öklann.“ „Bitinn!“ sagði ég snöggt. „Var það högg- ormur?" ,,]á,“ sagði hann og við hröðuðum okkur af stað. „Hann lilýtur að hafa bitið Moll rétt um leið og hann var að komast út úr frumskóginum niður á ströndina.“ „Cuð minn góður,“ sagði ég. „Hann verð- ur að Iifa. Hann getur ekki farið að deyja núna!“ „Hann mun ekki deyja strax,“ svaraði Cambreau. „En hann mun ekki eiga langt líf fyrir höndum. Það get ég sagt þér.“ „En flóttinn —sagði ég. Þá vorum við komnir að honum. Hann ]á á bakinu, og tunglið skein fram- an í hann. Hörundið var náfölt í tunglsljós- inu. Hann hafði aftur augun og þó að hann væri að stynja og byltast unr, hekl ég samt að hann hafi verið meðvitundarlaus. Ég leit á sjáöldrin, en það var ekki nógu bjart til að sjá þau greinilega. Ég þreifaði á enni hans. Það var ískalt. Höndin á mér var þvöl af svita þegar ég lyfti henni upp aftur. Svitinn rann í straumum niður kinnarnar á honum. Það blæddi örlítið úr nefinu og munninum á honum. Andardrátturinn var reglulegur. Slagæðin var góð. Ég leit á hægri fótinn á honurn. Hann var svo mikið bólginn, að hann fyllti út í buxnaskáhnina. Ég sagði: „Mig vantar hníf til að rista sundur buxnaskálmina. Ég þarf líka að liafa hníf til þess að skera í fótinn á honum.“ „Ég hefi ekki hníf á mér,“ sagði Cam- breau. Ég leitaði í vösum Molls og fann þar eld- spýtur, lítinn, ódýran áttavita, þvældu bibl- íuna, landabréf, en engan hníf. „Ég verð að fá hníf,“ sagði ég ákveðinn. Cambreau sneri sér við og hélt af stað í áttina til fjörunnar. Ég horfði stundarkorn á eftir honum og fór svo að reyna að rífa sundur buxnaskálmina. Það \ar seigt í Jtenni og það gekk ekkert fyrst, en svo rifn- aði hún allt í einu, og nú sá ég fótinn á hon- um. Það var ljót sjón. Það leit rtt eins og um slæma blóðeitrun væri að ræða, en auðvitað var það ekki. Það bólgnar æfinlega í kring- um höggormsbit. Það hafði blánað kringum bitið, svo að það sást meira að segja í tungls- ljósinu. Öklinn var geysitsór um sig. Ég tók eina af eldspýtunum lians Molls og kveikti á henni. Svo hélt ég henni rétt við öklann til að rannsaka bitið. Það voru tvö bit. Ég gat séð tvenn för eft- ir höggormstennurnar á tveimur stöðum. Önnur höggtönnin hafði orðið eftir í seinna bitinu; Iröggormurinn hafði bitið djúpt. Fóturinn á Moll var ólneinn. Það var mýra- leðja milli tánna á honum. (Framh.)-

x

Nýjar kvöldvökur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.