Nýjar kvöldvökur - 01.01.1951, Qupperneq 11

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1951, Qupperneq 11
N. Kv. STRANDAÐ í HÖFN 3 um þá, enn verr stadda en á rúmsjó. Veðrið óx. Þeir sörguðu lítið eitt í áttina til boð- anria. Þar var heldur var. — Bara þeir vissu, hvar þessi helvítis sker voru, kannski örstutt Í gott lægi. Dálítill leki hafði komið að bátnum um nóttina, en ekki svo, að dælurnar hefðu ekki veí við. Þetta var traust fleyta og mundi þurfa inikið til þess að liðast í sundur. Allt í einu vall freyðandi sjór yfir bátinn. Það gnast í hverju tré. Menn þeyttust sitt a liVáð, og báturinn hætti að láta að stjórn. Feiknahögg á skutinn sneri lionuin nær í hálfhring. Næstu sjóir voru minni, en stýr- ið vann ekki, og vélin hamaðist af miklum krafti í nokkrar sekúndur, unz á henni var lrægt. Finnanlega var skrúfan brotin, og brátt kom í 1 jós, að stýrið hafði farið líka. Það er þó gott, að við höfum rokkinn tii þess að dæla, sagðt vélamaðuiinn. Lekxnn liafði aukizt mikið. Sjóirnir gengu yfir á rneðan messinn var hífaður. Eitir það varði báturinn sig nokk- urn veginn. Þeir reyndu að leggjast, en náðu ekki botni og létu reka með þrjátíu faðma af keðju úti. Lekinn vai mikill, og dælurnar höfðu ekki undan, þótt knúðar Væru til hins ýtrasta. Sjór var aó ná vélinni. Ausið var í krafti upp um stýrishúsið rneð fötum, en var tafsamt, þar eð handlanga varð föturnar og sjóir allmiklir. Eftir næi tvo tíma fattaði akkerið, og þeir heyrðu brimhljóð við land, voru samt fyrir utan brimgarðinn. Vont var að huga að, hvernig landtaka mundi vera, þar eð ekkert sást, og illa heyrð- ist móti veðrinu. Þó gátu þeir ekki heyrt, að skylli í klettum. Báturinn lét illa, en legu- færin voru sterk, og tækist þeim að halda vélinni í gangi, var þó nokkur von. Árangurslausar tilraunir voru gerðar að stöðva lekann, — og að lokum stöðvaðist vélin. Báturinn var að sökkva. Léttibát höfðu þeir með, en lítinn handa fimm mönnum, þótt í kyrrum sjó hefði ver- ið. Megninu af þeirri olíu, sem til var og í náðist, var hellt í sjóinn, tveir brúsar teknir með og farið í skipsbátinnn. Brúsarnir voru settir tappalausir í poka og notaðir sem rekakkeri og róið undan. Það varð að ráð- ast, hvar þeír lentu og hvernig. Eftir mjög skamma stund töldu þeir sig komna að brimgarðinum, biðu laga og reru síðan áfram af ölíum kröftum upp í óviss- una. Öldufjall braut yfir bátinn, og um leið tók lrann niðri. Þrír menn krofsuðu sig upp í stakstein- ótta sandfjöru. Hugsunin komst ekki að, bara eitthvert áfram, áfi'am, svo langt, að útsogið næði þeim ekki. ■ Sti-ax og sjónum var sleppt, reyndu þeir' að grilla hver í annan og út í brimið. Formanninum skolaði upp með braki úr bátnum. Þeir íráðu honum og drógu upp. Hann hafði sennilega í'otast. Samt gerðu þeir á honum smávegis lífgunaræfingar, eft- ir því sem við var komið, svona í byl og sæ- di'ifi. Af fiminta manninum sást ekkert. Það var Halldór Bergsson. Þeir gengu fram og aftur nokkra faðma, öskruðu út í veðrið, en árangurslaust. Þýðingai'laust að hugsa um hann. Menn voru ekki lengi að drepast í brimgarðinum í svona. Skipstjórinn var ekki raknaður við enn ög vafasamt, að hann hefði fyrir því. En þó fundu þeii', að hann var lifandi. Nú var bara spurningin, í hvaða átt var stytzt til bæjar, því að lítt stoðaði að norpa hér hundblautur í frosti og stórhríð. Þeir hlutu að vera sunnan megin fjarðar. Þá var byggð í austur, inn með fii'ðinum, kannski líka rétt fyrir utan. Gat þó eins verið annes, með bjargi í þokkabót . Þeir ákváðu að halda í austui', lögðu af stað og drösluðu skipstjóranum með sér, eftir að hafa undið mesta sjóinn úr fötum hans og velt honum rækilega upp úr fönn. Lágsjávað var, og þeir gengu sandfjöru, sem brátt varð alveg laus við staksteina. 1*

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.