Nýjar kvöldvökur - 01.01.1951, Síða 37

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1951, Síða 37
N. Kv. SVEINN SKYTTA 29 Maðurinn hvarf á brott. Sveinn hélt álram máli sínu: „En hvers vegna reynirðu að dylja aðal- ástæðuna, Abel, með því að segja, að þið viljið fá annan foringja. Áttum við ekki ætið jafnt sarnan að sælda í blíðu sem stríðu, eins og vera ber, þegar maður stjórnar hug- rökkum mönnum eins og ykkur? Búist þið kannske við að fyrirfinna einhvern annan, sem snjallari er í áætlunum sínum og ráð- um, eða hefir gleggii skilning á framkvæmd þeirra heldur en ég, þá skuluð þið bara segja mér liver það er, mér þætti nógu gam- an að kynnast honum.“ „Nei, Sveinn! Þú veizt það sjálfur, að við þekkjum engan þér betri,“ svaraði Abel. „Jæja þá,“ mælti Gjöngeforinginn og gekk fram fyrir Abel, lyfti höfði og leit á liann nístandi hæðnisaugum. „Þá skal ég segja þér, livers þið óskið, þú og félagar þínir, sem eruð jafn mikil varmenni í liugs- unarhætti. Þið viljið hafa þann foringja, sem slær slöku við allan aga og reglusemi, sem leyfir ykkur að ræna og rupla hjá ykk- ar eigin löndum og sveitungum. Þið vilj- ið fá að hreykja ykkur og lifa sældarlífi, meðan hver og einn heiðarlegur maður and- varpar og barmar sér af skorti og neyð.“ Nú heyrðist á ný kennimerkið ákveðna, drepið á dyr, og maður kom hraðfari inn um dyrnar. „Hvaða fréttir færir þú, Hartvig?“ spurði Sveinn. „Þú ert svo fölur og hnugginn á svip?“ „Slæmar fréttir og sorgarlegar!" svaraði maðurinn móður og studdist fram á borðið. „Við erum innikvíaðir á alla vegu. Urmull Svía þyrpist að utan, frá Junghöfða-skógi. Hjá Eikarbergi heyrði ég til riddaraliðs á freranum, og ég hljóp ofan eftir Bönsvig, sá ég einnig þar blika á bryntröll Svíanna í tunglsskininu." Þessar fréttir ollu almennri ókyrrð í kof- anum. Gjöngemennirnir allir störðu á Svein, sem hafði snúið sér að Kernbok. Höfuðsmaðurinn stóð upp við reykháfinn og studdist fram á hið mikla sverð sitt, og lék lionum bros um varir, þótt liann reyndi að leyna því og létist ekki veita eftirtekt því, sem fram fór þarna inni. Abel gekk nú til Sveins og rétti lionum breiðan lnamminn og mælti: „Ertu reiður, Sveinn Pálsson? Ég ætla að segja þér, að það var ég, sem stakk upp á því að fara hingað. Hinir eiga enga sök á því.“ „Æ, drengir mínir!“ mælti Sveinn ró- legur og æðrulaus, eins og hætta væri hvergi nærri. „Þið eruð að tala um skort og neyð, þið, menn frá Gjönge, sem alla ævi hafið orðið að lifa við skort og örbirgð. En í kvöld sá ég gamla prestinn frá Smidstrup ráfa liúsa milli með kollu í hendi til að snapa sér dálítið matarsnarl. Óvinirnir hafa flæmt hann burt frá heimili sínu, og hann hefir sannarlega átt betri daga. Þið æskið eftir öðrunr foringja, og hver ætti það að vera? Sérhver ykkar hugsar sér að verða það. Verið þið það þá allir saman! Nú hef- irðu heyrt allar fréttirnar, Abel, eftir hverju ertu þá að bíða, Gerðu áætlun þína og lát- um oss svo framkvæma hana. Stjórnaðu mönnunum, eða kannske þú viljir lieldur gera það, Bent, eða þú Ving, eða þá þú, Jens járnstakkur? Senn munu óvinirnir berja að dyrum, og nú afsala ég mér mínu starfi í ykkar hendur, fyrst þið eruð orðnir leiðir á mér, og er ég segi ekki lengur fyrir, skal ég sýna ykkur, að ég skil vel, að mér ber að hlýða þeim, sem bezt kann að stjórna.“ „Hver er að segja, að við séum orðnir leiðir á þér?“ spurði sá, er síðastur hafði komið, og leit ógnandi og þungbúinn á menn þá, er Sveinn var nýbúinn að nefna. „Það sagði ég,“ mælti Abel og gekk nú fram, auðmjúkur og iðrandi, og rétti Sveini höndina. „Fyrirgefðu mér, því að nú iðr- ast ég þessa, og mér er nú Ijóst, að enginn annar en þú ert maður við okkar hæfi.“

x

Nýjar kvöldvökur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.