Nýjar kvöldvökur - 01.01.1951, Blaðsíða 26

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1951, Blaðsíða 26
18 FORNALDARSÖGUR NORÐURLANDA N. Kv. sagna, þar sem nálega einskis er örvænt, engin hætta svo mikil, að eigi verði sigrast á henni, engin þraut svo þung, að hún sé mannlegum mætti ofvaxin, þar sem bónda- sonurinn fer á brott með víkingum og kem- ur heirn með frægð og seim og jafnvel kol- bíturinn í öskustónni verður konungur í ríkinu.“ í hinum fjölskrúðuga hugmyndaheimi fornaldarsagnanna má finna margt, er lieimfæra má sem spádóma fyrir ýmsu, sem óþekkt var á dögum höfunda þeirra, en er nú orðinn virkileiki. Má þar nefna skipin, er sigla á móti vindi. Seiðskrattar, bæði illmenni og alls konar illþýði, breyttu sér í allra kvikinda líki, spúðu eldi og ólyfjan, flugu í loft upp og steyptu sér í djúp hafs- ins og grönduðu bæði skipum og mönn- um. Eru þessar hernaðarhugmyndir forn- aldarsagnanna ekki aðeins lítið breytt mynd af hernaðartækjum nútímans, kafbátum, sprengiflugvélum, eldspúandi skriðdrekum og eiturgasi? Fornaldarsögur Norðurlanda eru skráð- ar á góðu máli, og eru flestar þeirra ágætt lesefni börnum og unglingum, nema kaflar í Bósasögu. Og lestur þeirra mun mörgum unglingum verða leiðin til þess að fara að lesa íslendingasögur og konungasögur. Svo varð fyrir mér að minnsta kosti, þegar ég var á bernskualdri. Fyrstu fornaldarsögurnar, sem prentaðar voru, voru Gautrekssaga og Hrólfs saga Gautrekssonar. Komu þær út í Uppsölum í Svíþjóð árið 1664. Svíar gáfu síðan út fleiri þeirra á síðari hluta 17. aldar og í byrjun 18. aldar. En fyrsta safn þeirra, sem prqntað var, var Nordiska Kampedater, er kom út í Stokkhólmi 1737. í safni þessu voru 15 sögur og einn rímnaflokkur. En fyrsta heildarútgáfa af Fornaldarsögum Norðurlanda var útg. C, C. Rafns, er Nor- ræna fornritafélagið lét prenta 1829—1830. Voru þetta alls 32 sögur í þrem bindum, og af Örvar-Oddssögu, Heiðrekssögu og Friðþjófssögu voru prentaðar tvær gerðir. Næsta heildarútgáfa af Fornaldarsögum Norðurlanda var gefin út í Reykjavík 1885—1889. Þriðja heildarútgáfuna gáfu þeir út Guðni Jónsson og Bjarni Vilhjálms- son, Rvík 1943—1944. í þá útgáfu tóku þeir fjórar sögur, sem ekki höfðu komið í eldri lieildarútgáfunum. Voru það: Yngvars saga víðförla, Þorsteins saga bæjarmagns, Helga þáttur Þórissonar og Tóka þáttur Tókason- ar. Var þessi útgáfa að öllu liin vandaðasta. í þessari nýjustu útgáfu Fornaldarsagn- anna eru allar hinar sömu sögur, og voru í útgáfu þeirra G. J. og B. V., nema Eiríks saga víðförla, sem er helgisaga. Guðni Jóns- son hefur flokkað sögurnar þannig, að „í tveim fyrstu bindunum eru sögur, sem fjalla að einhverju leyti um sögulegar pers- ónur og atburði eða styðjast við almennar germanskar eða norrænar arfsögur. í tveim síðari bindunum eru skáldsögur og lygi- sögur“. Fleiri sögur má telja í flokki Fornaldar- sagna Norðurlanda en þær, sem hingað til hafa verið gefnar út í heildarútgáfum þeirra. Og myndi það vel þegið af fjölda- mörgum, ef íslendingasagnaútgáfan bætti við V. bindinu af þeim. í það bindi mætti taka fyrst og fremst styttri gerð Örvar-Odds sögu og lengri gerð Friðþjófssögu. Enn fremur Eiríks sögu víðförla, sem virðist vera búin að vinna sér hefð í flokki Forn- aldarsagna Norðurlanda, þótt hún sé helgi- saga. Þá mætti og taka: Ambáles sögu, Andra jarls sögu, Huldar sögu tröll- konu, Haka sögu og Hagbarðs, Vígkæns sögu kúahirðis, Hálfdanar sögu Barkarson- ar, Starkaðar sögu Stórvirkssonar, Knúts sögu heimska, Hálfdanar sögu gamla, Ás- mundar sögu Sebbafóstra og Huldar sögu ríku. Og sennilega eru í handritum fleiri sögur, er taka mætti í flokk Fornaldarsagna Norðurlanda. Flestar þessar sögur eru skrifaðar seinna, en þær, sem prentaðar

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.