Nýjar kvöldvökur - 01.01.1951, Page 36

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1951, Page 36
28 SVEINN SKYTTA N. Kv. að Sveinn væri ekki heima, settist hann nið- ur hjá Önnu Maríu, senr fór að athuga mein hans og binda um það. „Þið vitið þá sennilega heldur ekki, hvert hann nruni lrafa farið?“ spurði sá málblesti. „Nei, það veit ég ekki, Tam! En þú get- ur borið upp erindi þitt við Ib.“ „Nei, það get ég ekki; það, sem ég þarf að segja Sveini, get ég ekki öðrum sagt.“ „Þá verðurðu að sætta þig við að bíða eftir honum," sagði Anna María. „Tam karlinn hefir ef til vill klögumál að færa gegn Sveini," nrælti Ib og leit háðs- lega á manninn. „Nei, eiginlega var það ekki érindi mitt að þessu sinni,“ svaraði Tam án þess að líta upp. „En fyrst þú sjálfur hreyfir þessu á annað borð, get ég svo sem sagt það, að ég er ekki sérlega ánægður með stjórnar- mennsku Sveins.“ „Þeir eru nú víst fáir, sem það eru,“ mæltu lrinir. „Og hvers vegna ekki?“ var spurt í róleg- um róm í opnum dyrunum, og þar gaf að líta Svein ásamt höfuðsmanninum sænska, er nú komu inn. Gjöngemennirnir hörfuðu forviða undan; þeir höfðu haft hug sinn allan við ummæli Tams og því ekki veitt því eftirtekt, að hurðin var opnuð. Enginn þeirra virtist þó verða jafn skelk- aður við hina óvæntu komu Sveins og ræf- illinn Tam. Hann skalf allur og nötraði og glápti dauðskelkaður á víxl á þá Svein og höfuðsmanninn. Hann þuklaði undir ullar- dúkinn, sem hann hafði vafið utan um sig, unz hann náði í knífinn í belti sínu, og veik síðan lítið eitt til hliðar og færði sig nær dyrunum, eins og hann hyggðist að leita sér björgunar þá leiðina. Sveinn veitti þessu eftirtekt. Almenn þögn hafði fallið á alla, er liann birtist á þennan hátt, og nú gekk hann til Tam og leit á lrann fast og hörkulega. „Líttu nú á, Tam!“ mælti hann og tók í handlegginn á honum og leiddi hann yfir til höfuðsmannsins. „Þetta er Kernbok höf- uðsmaður, það var í lians hendur, sem þú ætlaðir að svíkja mig og félaga þína. — Snautaðu nú burt úr mínu húsi, og þú mátt vera óhræddur fyrir mér, en biddu guð fyrir þér, að þú lendir ekki framar á vegi mín- um.“ Tam þorði ekki að líta upp, hann reyndi að tauta eitthvað, en kom ekki upp einu orði; hann sleppti takinu um knífsskaftið, rak að lokum upp hljóð og stökk út um dyrnar. „Og þá eru það þið hinir!“ mælti Sveinn og sneri sér að Abel og félögum hans. „Hvers vegna hafið þið hlaupið af verði, og livað viljið þið hingað?" Áreksturinn við Tam og borginmennska sú, er Sveinn hafði sýnt, hafði auðvitað ekki farið fram hjá þeim félögum né verið áhrifa- laus, en nú reis Abel úr sæti, og var enn all- mikill þrjózkusvipur á honum, en rödd hans var eigi jafn óskeikul og áður, er hann svaraði: „Við erum hingað komnir, Sveinn, til að segja þér hreinskilnislega, að við erum ekki ánægðir með þig sem foringja okkar, þar sem þri lætur okkur búa við skort og neyð og gleymir loforðum þínum.“ „Hverju hefi ég heitið ykkur?“ svaraði Sveinn, og brá fyrir leiftri í augum hans: vistum, klæðum, vopnum og heiðarlegum dauða fyrir fósturjörð ykkar. Allt þetta skul- uð þið fá með skilum.“ Meðan Sveinn mælti þetta, var svipt upp hurðinni, og maður stakk inn höfði og mælti hastarlega: „Vertu nú var um þig, Sveinn Gjönge! Óvinirnir eru á ferð í nótt. Þeir koma í hópum frá Eikarbergi og Amæk og stefna hingað.“ Sveinn sneri sér að Kernbok höfuðs- manni; en hann brosti. „Það er engin hætta á ferðum, Jes, við komumst auðveldlega undan, meðan opnar eru leiðirnar báðar til Bönsvig skógarhúss.

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.