Nýjar kvöldvökur - 01.01.1951, Blaðsíða 15

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1951, Blaðsíða 15
N. Kv. STRANDAÐ í HÖFN 7 Bölvaður handleggurinn, stundi hann. — Jæja, vinan, sagði hann og gretti sig, fyrst við erum lifandi, þá er líklega bezt að reyna að korna sér undan sjónum. — Eg er nú ekki í góðu ástandi til þess að leiða dömu, svo að þú verður víst að hjálpa mér. Erna rankaði við sér og fann, að hún roðnaði. Þarna var hún með ósjálfbjarga mann, hver veit hve illa á sig kominn, og liún var ekki farin að hugsa um að koma honum heim. Hún ætlaði að reisa hann á fætur. Þýðir ekki, andæfði maðurinn, get því miður ekki gengið. Þú verður að hjálpa mér að skríða. Og svo studdi hún hann til þess að skríða upp fyrir hrönnina. Er langt til bæjar? spurði hann. Ekki mjög, dálítill spotti. Þá held ég, að þú ættir að skreppa á und- an, ef einhver er heima, sem gæti tosað í mig með þér. Við verðum fjandi seinfær svona. En — en þú getur ekki verið einn á með- an, andæfði stúlkan. Svona, enga vitleysu, sagði maðurinn kalt. — Farðu, en reyndu að muna, hvar ég er. Erna hrökk við. Svo áttaði hún sig á þvi, að þetta var rétt og hljóp af stað lieim. Skannnt frá bænum mætti hún föður sín- um. Hann varð hvass á svipinn við að sjá hana. Hvað ertu að gera úti um hánótt, sagði hann hrjúft. Sækja hjálp til að koma manni heim, sagði hún móð. Hann hvessti augun sem snöggvast. Þau voru fljót ofan eftir. Maðurinn hafði mjakað sér spottakorn. Bóndi tók hann varlega upp í fangið, sagði ekkert, og bar hann heim. Það varð að skera utan af honum fötin, og hann var illa farinn. Fótbrotinn, rétt fyrir ofan öklann, og laskaður í öxl, svo að hann gat lítið notað aðra liöndina, víða kalinn. Hafði skriðið í sundur buxur og skinn á báðum hnjám, og hendur hans, einkum sú heilbrigðari, mjög bólgnar og blóðrisa. Ekki varð vitað að sinni, hvort hann var kostaður innvortis. Hann féll í mók, á meðan gert var að meiðslum hans, eitthvert sambland af svefni og yfirliði. Fóturinn var orðinn mjög bólg- inn og erfiður viðfangs, þó var brotið ekki opið, og bóndi var laginn að gera að meiðsl- um. Hann hafði oft læknað skepnur og stundum menn áður. Þegar ekki varð meira að gert að sinni, var sjúklingurinn skilinn eftir í vörzlu Ernu. Um leið og bóndi gekk upp, strauk hann dóttur sinni hlýtt um vangann með hrjúfri hendinni. Það hafði hann ekki oært len?i. Fjórmenningarnir voru fljótir að ná sér. Skipstjórinn fékk að vísu nokkuð slæmt kvef, en var þó kominn á ról á þriðja degi. Og þann fjórða lögðu þeir af stað inn í botn fjarðarins, þangað sem þéttbýlla var og ná mátti í síma, og fylgdi bóndi þeim áleiðis og inn fyrir ófærur, sem voru á leiðinni til næsta bæjar. Það var þriggja stunda ferð. Halldóri gekk tregar að skána. Þó fékk liann rænu með köflum og virtist ekki mik- ið þjáður og kveinkaði sér hvergi. Nokkrar dagleiðir var að sækja lækni. Bóndi hafði ekki mikla trú á þeim, en sagði þó við þá félaga, að þeir skildu tosa plástra- skrögg af stað, ef þeim sýndist. Annars mundi manvæflan ekki sálast úr þessu í höndunum á sér, en kvenfólkið væri að suða um að fá einhvern til þess að líta á liann, og gæti slíkt svo sem verið rétt, svo að þau færu ekki að naga sig í handarbökin seinna, ef hann skriði ekki saman. Annars væri tölu- verður töggur í þessum strák, svona hálf- hörðnuðum. Þeir komu að þrem dögum liðnum á dekkbát innan úr firðinum. — Voru að líta eftir strandgóssinu og höfðu lækninn með.

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.